Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda um áramótin Baldur Hrafnkell Jónsson, Helga María Guðmundsdóttir og Ingvar Þór Björnsson skrifa 27. ágúst 2017 13:26 Kársnesskóli í Kópavogi. Vísir/hörður Byrjað verður að rífa Kársnesskóli um áramótin sökum myglu og rakaskemmda. Skólastarf mun ekki skerðast á meðan á framkvæmdum stendur að sögn skólastjóra. Byggingin er orðin sextíu ára gömul og uppfyllir ekki lengur staðla fyrir skólahald segir Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Hann er mjög illa farinn af raka og svo komu upp mygluskemmdir þarna líka. Þá er líka breytt reglugerð varðandi aðkomu fatlaðra." Þá segir hún jafnframt að reglugerð fyrir loftræstingu og hljóðvist hafi breyst. Ekki er komin nákvæm dagsetning á framkvæmdirnar en ljóst er að annar skóli verður byggður á sama stað. „Þessi starfshópur sem verður stofnaður núna á næstu vikum fer í það að skoða þessi mál og undirbúa tillögur þannig að hægt sé að fara í það að leggja fyrir verktaka og þá sem koma til með að taka við verkinu,“ segir Björg. Aðspurð hvað eigi að koma í staðinn fyrir skólann sem er núna segir hún að það verði alltaf þannig að það komi nýr skóli en hvernig skóli, hvernig hann er samsettur eða hvernig hann lítur út eigi allt eftir að ráðast á næstu vikum og mánuðum.Skólastarfsemi á ekki að skerðast á meðan á framkvæmdum stendur Ákveðið hefur verið að stofna sérstakan starfshóp sem mun fara yfir hvernig skóli verður byggður. „Starfshópurinn verður væntanlega skipaður fulltrúum frá meirihluta og minnihluta hérna í bæjarstjórn Kópavogs. Ég kem til með að sitja í starfshópnum, fulltrúar frá mennta-, umhverfis- og framkvæmdasviði, fulltrúar foreldra, fulltrúar nemenda og kennarar í skólanum þannig að þetta er stór hópur.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um þrjú ár og á skólastarfsemin ekki að skerðast á meðan. „Það er búið að hugsa til þess að við verðum með allt að tuttugu lausar kennslustofur þarna á malarvellinum sem er við hliðina á skólanum. Við sjáum ekki fyrir okkur að neitt skólastarf muni riðlast. Við erum náttúrulega að kenna núna áttunda til tíunda bekk þar sem bæjarskrifstofur voru áður til húsa þannig það fer ekki illa um okkur,“ segir Björg. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Byrjað verður að rífa Kársnesskóli um áramótin sökum myglu og rakaskemmda. Skólastarf mun ekki skerðast á meðan á framkvæmdum stendur að sögn skólastjóra. Byggingin er orðin sextíu ára gömul og uppfyllir ekki lengur staðla fyrir skólahald segir Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Hann er mjög illa farinn af raka og svo komu upp mygluskemmdir þarna líka. Þá er líka breytt reglugerð varðandi aðkomu fatlaðra." Þá segir hún jafnframt að reglugerð fyrir loftræstingu og hljóðvist hafi breyst. Ekki er komin nákvæm dagsetning á framkvæmdirnar en ljóst er að annar skóli verður byggður á sama stað. „Þessi starfshópur sem verður stofnaður núna á næstu vikum fer í það að skoða þessi mál og undirbúa tillögur þannig að hægt sé að fara í það að leggja fyrir verktaka og þá sem koma til með að taka við verkinu,“ segir Björg. Aðspurð hvað eigi að koma í staðinn fyrir skólann sem er núna segir hún að það verði alltaf þannig að það komi nýr skóli en hvernig skóli, hvernig hann er samsettur eða hvernig hann lítur út eigi allt eftir að ráðast á næstu vikum og mánuðum.Skólastarfsemi á ekki að skerðast á meðan á framkvæmdum stendur Ákveðið hefur verið að stofna sérstakan starfshóp sem mun fara yfir hvernig skóli verður byggður. „Starfshópurinn verður væntanlega skipaður fulltrúum frá meirihluta og minnihluta hérna í bæjarstjórn Kópavogs. Ég kem til með að sitja í starfshópnum, fulltrúar frá mennta-, umhverfis- og framkvæmdasviði, fulltrúar foreldra, fulltrúar nemenda og kennarar í skólanum þannig að þetta er stór hópur.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um þrjú ár og á skólastarfsemin ekki að skerðast á meðan. „Það er búið að hugsa til þess að við verðum með allt að tuttugu lausar kennslustofur þarna á malarvellinum sem er við hliðina á skólanum. Við sjáum ekki fyrir okkur að neitt skólastarf muni riðlast. Við erum náttúrulega að kenna núna áttunda til tíunda bekk þar sem bæjarskrifstofur voru áður til húsa þannig það fer ekki illa um okkur,“ segir Björg.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira