Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda um áramótin Baldur Hrafnkell Jónsson, Helga María Guðmundsdóttir og Ingvar Þór Björnsson skrifa 27. ágúst 2017 13:26 Kársnesskóli í Kópavogi. Vísir/hörður Byrjað verður að rífa Kársnesskóli um áramótin sökum myglu og rakaskemmda. Skólastarf mun ekki skerðast á meðan á framkvæmdum stendur að sögn skólastjóra. Byggingin er orðin sextíu ára gömul og uppfyllir ekki lengur staðla fyrir skólahald segir Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Hann er mjög illa farinn af raka og svo komu upp mygluskemmdir þarna líka. Þá er líka breytt reglugerð varðandi aðkomu fatlaðra." Þá segir hún jafnframt að reglugerð fyrir loftræstingu og hljóðvist hafi breyst. Ekki er komin nákvæm dagsetning á framkvæmdirnar en ljóst er að annar skóli verður byggður á sama stað. „Þessi starfshópur sem verður stofnaður núna á næstu vikum fer í það að skoða þessi mál og undirbúa tillögur þannig að hægt sé að fara í það að leggja fyrir verktaka og þá sem koma til með að taka við verkinu,“ segir Björg. Aðspurð hvað eigi að koma í staðinn fyrir skólann sem er núna segir hún að það verði alltaf þannig að það komi nýr skóli en hvernig skóli, hvernig hann er samsettur eða hvernig hann lítur út eigi allt eftir að ráðast á næstu vikum og mánuðum.Skólastarfsemi á ekki að skerðast á meðan á framkvæmdum stendur Ákveðið hefur verið að stofna sérstakan starfshóp sem mun fara yfir hvernig skóli verður byggður. „Starfshópurinn verður væntanlega skipaður fulltrúum frá meirihluta og minnihluta hérna í bæjarstjórn Kópavogs. Ég kem til með að sitja í starfshópnum, fulltrúar frá mennta-, umhverfis- og framkvæmdasviði, fulltrúar foreldra, fulltrúar nemenda og kennarar í skólanum þannig að þetta er stór hópur.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um þrjú ár og á skólastarfsemin ekki að skerðast á meðan. „Það er búið að hugsa til þess að við verðum með allt að tuttugu lausar kennslustofur þarna á malarvellinum sem er við hliðina á skólanum. Við sjáum ekki fyrir okkur að neitt skólastarf muni riðlast. Við erum náttúrulega að kenna núna áttunda til tíunda bekk þar sem bæjarskrifstofur voru áður til húsa þannig það fer ekki illa um okkur,“ segir Björg. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Byrjað verður að rífa Kársnesskóli um áramótin sökum myglu og rakaskemmda. Skólastarf mun ekki skerðast á meðan á framkvæmdum stendur að sögn skólastjóra. Byggingin er orðin sextíu ára gömul og uppfyllir ekki lengur staðla fyrir skólahald segir Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Hann er mjög illa farinn af raka og svo komu upp mygluskemmdir þarna líka. Þá er líka breytt reglugerð varðandi aðkomu fatlaðra." Þá segir hún jafnframt að reglugerð fyrir loftræstingu og hljóðvist hafi breyst. Ekki er komin nákvæm dagsetning á framkvæmdirnar en ljóst er að annar skóli verður byggður á sama stað. „Þessi starfshópur sem verður stofnaður núna á næstu vikum fer í það að skoða þessi mál og undirbúa tillögur þannig að hægt sé að fara í það að leggja fyrir verktaka og þá sem koma til með að taka við verkinu,“ segir Björg. Aðspurð hvað eigi að koma í staðinn fyrir skólann sem er núna segir hún að það verði alltaf þannig að það komi nýr skóli en hvernig skóli, hvernig hann er samsettur eða hvernig hann lítur út eigi allt eftir að ráðast á næstu vikum og mánuðum.Skólastarfsemi á ekki að skerðast á meðan á framkvæmdum stendur Ákveðið hefur verið að stofna sérstakan starfshóp sem mun fara yfir hvernig skóli verður byggður. „Starfshópurinn verður væntanlega skipaður fulltrúum frá meirihluta og minnihluta hérna í bæjarstjórn Kópavogs. Ég kem til með að sitja í starfshópnum, fulltrúar frá mennta-, umhverfis- og framkvæmdasviði, fulltrúar foreldra, fulltrúar nemenda og kennarar í skólanum þannig að þetta er stór hópur.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um þrjú ár og á skólastarfsemin ekki að skerðast á meðan. „Það er búið að hugsa til þess að við verðum með allt að tuttugu lausar kennslustofur þarna á malarvellinum sem er við hliðina á skólanum. Við sjáum ekki fyrir okkur að neitt skólastarf muni riðlast. Við erum náttúrulega að kenna núna áttunda til tíunda bekk þar sem bæjarskrifstofur voru áður til húsa þannig það fer ekki illa um okkur,“ segir Björg.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira