Erlent

Þýsk kona lést af sárum sínum eftir hryðjuverkið í Barcelona

Kjartan Kjartansson skrifar
Filippus Spánarkonungur (f.m.) og Mariano Rajoy, forsætisráðherra (t.v.) gengu í fylkingarbroddi í gær.
Filippus Spánarkonungur (f.m.) og Mariano Rajoy, forsætisráðherra (t.v.) gengu í fylkingarbroddi í gær. Vísir/AFP
Fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Katalóníu í þarsíðustu viku eru nú orðin sextán eftir að 51 árs gömul þýsk kona lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Hryðjuverkamaður ók sendibíl á vegfarendur á göngugötunni Römblunni í miðborg Barcelona 17. ágúst og félagi hans ók niður fólk í bænum Cambrils.

Hálf milljón manna kom saman í borginni í gær til að mótmæla hryðjuverkum íslamskra öfgamanna.

Sella tólf hryðjuverkamanna er talin bera ábyrgð á hryðjuverkunum. Átta þeirra eru látnir en fjórir voru handteknir og leiddir fyrir dómara í síðustu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×