Íslenskur ræðari komst til Jan Mayen eftir mikla háskaför Ingvar Þór Björnsson skrifar 27. ágúst 2017 11:50 Fiann Paul við undirbúning ferðarinnar í júlímánuði Vísir/HÞ Íslenski ræðarinn Fiann Paul ásamt áhöfn Polar Row eru staddir á eyjunni Jan Mayen eftir að hafa komist í hann krappan þegar þeir voru að róa Norður Atlantshafsleiðina. Óvíst er hvort þeir haldi förinni áfram.Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði er Íslendingurinn Fiann Paul leiðtogi átta manna hóps sem hélt af stað þann 20. júlí í mikla háskaför. Ætluðu þeir að vera fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. Aldrei hafa menn áður róið með handafli svo norðarlega á hnettinum en hvorki mótor né segl eru um borð í bátnum.Bjóst ekki við að lifa ferðina af Veðuraðstæður reyndust afar erfiðar þegar áhöfnin hóf lokaspölinn frá Svalbarða til Íslands og segir Alex Gregory, einn meðlimur áhafnarinnar á Twitter síðu sinni að hann hafi ekki búist við því að lifa ferðina af. „Ég hafði enga tilfinningu fyrir fjarlægð og við virtumst aldrei komast langt, ekkert breyttist. Allt var grátt.“ Áhöfnin náði landi á Jan Mayen og tóku meðlimir úr norska hernum á móti þeim og hafa hýst þá síðustu daga. Nú hafa fjórir af af átta áhafnarmeðlimum ákveðið að halda förinni ekki áfram. Alex Gregory segir að það hafi ekki verið erfitt að taka þá ákvörðun. „Ég á þrjá unga krakka og þeir þurfa föður sinn, að hann sé ábyrgur og taki réttar ákvarðanir.“Fiann vill halda áfram til Íslands með nýrri áhöfn Mikil óvissa er um framhaldið en engar reglulegar ferðir eru til og frá Jan Mayen. Alex segist hafa fengið fréttir þess efnis að skip sé á leiðinni til eyjunnar í næstu viku og bindur hann vonir við að þeir hleypi áhöfninni um borð. Fiann Paul og þeir sem vilja halda svaðilförinni áfram vonast hins vegar til að geta fengið nýja áhafnarmeðlimi til Jan Mayen til að geta haldið áfram. Í myndskeiðinu hér að neðan lýsir Alex Gregory aðstæðum á Jan Mayen.Latest update & checking out this truely unique island of Jan Mayen @thepolarrow #adventure pic.twitter.com/rcg49pbnvh— Alex Gregory (@AlexGregoryGB) August 22, 2017 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Íslenski ræðarinn Fiann Paul ásamt áhöfn Polar Row eru staddir á eyjunni Jan Mayen eftir að hafa komist í hann krappan þegar þeir voru að róa Norður Atlantshafsleiðina. Óvíst er hvort þeir haldi förinni áfram.Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði er Íslendingurinn Fiann Paul leiðtogi átta manna hóps sem hélt af stað þann 20. júlí í mikla háskaför. Ætluðu þeir að vera fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. Aldrei hafa menn áður róið með handafli svo norðarlega á hnettinum en hvorki mótor né segl eru um borð í bátnum.Bjóst ekki við að lifa ferðina af Veðuraðstæður reyndust afar erfiðar þegar áhöfnin hóf lokaspölinn frá Svalbarða til Íslands og segir Alex Gregory, einn meðlimur áhafnarinnar á Twitter síðu sinni að hann hafi ekki búist við því að lifa ferðina af. „Ég hafði enga tilfinningu fyrir fjarlægð og við virtumst aldrei komast langt, ekkert breyttist. Allt var grátt.“ Áhöfnin náði landi á Jan Mayen og tóku meðlimir úr norska hernum á móti þeim og hafa hýst þá síðustu daga. Nú hafa fjórir af af átta áhafnarmeðlimum ákveðið að halda förinni ekki áfram. Alex Gregory segir að það hafi ekki verið erfitt að taka þá ákvörðun. „Ég á þrjá unga krakka og þeir þurfa föður sinn, að hann sé ábyrgur og taki réttar ákvarðanir.“Fiann vill halda áfram til Íslands með nýrri áhöfn Mikil óvissa er um framhaldið en engar reglulegar ferðir eru til og frá Jan Mayen. Alex segist hafa fengið fréttir þess efnis að skip sé á leiðinni til eyjunnar í næstu viku og bindur hann vonir við að þeir hleypi áhöfninni um borð. Fiann Paul og þeir sem vilja halda svaðilförinni áfram vonast hins vegar til að geta fengið nýja áhafnarmeðlimi til Jan Mayen til að geta haldið áfram. Í myndskeiðinu hér að neðan lýsir Alex Gregory aðstæðum á Jan Mayen.Latest update & checking out this truely unique island of Jan Mayen @thepolarrow #adventure pic.twitter.com/rcg49pbnvh— Alex Gregory (@AlexGregoryGB) August 22, 2017
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira