Erlent

Syrgjendur mótmæla blóðugri herferð Duterte

Kjartan Kjartansson skrifar
Dauði unga mannsins hefur opnað augu sumra fyrir voðaverkum lögreglunnar í fíkniefnastríðinu.
Dauði unga mannsins hefur opnað augu sumra fyrir voðaverkum lögreglunnar í fíkniefnastríðinu. Vísir/AFP
Dauði ungs manns fyrir hendi lögreglunnar á Filippseyjum hefur vakið reiði í garð Rodrigo Duterte forseta og herferðar hans gegn fíkniefum í landinu. Þúsundir manna hafa verið drepin í fíkniefnastríði forsetans.

Kian Delos Santo var skotinn til bana af lögreglumönnum sem fullyrtu að hann hafi veitt mótþróa þegar þeir ætluðu að handtaka hann vegna fíkniefnaviðskipta, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Vísbendingar eru hins vegar um að drengurinn, sem var sautján ára gamall, hafi verið krjúpandi og snúið andlitinu að jörðinni þegar hann var drepinn. Upptökur úr eftirlitsmyndavél sýna óeinkennisklædda lögreglumenn draga dreginn burt.

Hundruð syrgjenda mættu í útför hans í höfuðborginni Manila um helgina. Syrgjendur beindu spjótum sínum meðal annars að Duterte og kröfðust þess að hann léti af blóðugri herferð sinni.

Mannréttindasamtök hafa sakað lögregluna á Filippseyjum um að skipuleggja aftökur án dóms og laga og að hagnast jafnvel á þeim. Lögreglan segir aftur á móti að sakborningar séu aðeins drepnir ef þeir veita lögreglunni vopnaða mótstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×