Umboðssvik Kári Stefánsson skrifar 29. maí 2017 07:00 Á öldunum áður í Kína var litið svo á að keisarar stjórnuðu í umboði guðanna. Þegar fólkið í landinu fékk það á tilfinninguna að keisarinn hefði glatað umboðinu gerði það uppreisn. Ein slík átti sér stað í kringum 1850 og létu fimmtíu milljón manns lífið í henni. Alþingi stjórnar Íslandi í umboði fólksins í landinu, sem er endurnýjað á fjögurra ára fresti. Alþingi framselur svo hluta af þessu valdi til ríkisstjórnar sem það getur þó tekið til baka án nokkurs fyrirvara. Ísland er lýðveldi og í lýðveldinu hvílir valdið hjá fólkinu, lýðnum. Á Íslandi veitir fólkið Alþingi heimild til þess að stjórna í sínu umboði. Þetta umboð er mismunandi skilyrt og fer það eftir því hvað var sagt í kosningabaráttunni bæði af kjósendum og frambjóðendum og hverju var lofað af þeim síðarnefndu. Í aðdraganda kosninga á hausti tjáði þjóðin skýrt þá skoðun sína að heilbrigðiskerfi landsins væri laskað og krafðist þess af Alþingi að það yrði endurreist á myndarlegan máta. Frambjóðendur allra flokka hétu því að verða við kröfunni. Nú er ríkisstjórnin sem Alþingi bauð þjóðinni upp á eftir kosningar búin að leggja fram fimm ára áætlun ríkisfjármála sem sýnir fram á að hún ætli ekki að fara að kröfu þjóðarinnar um myndarlega endurreisn heilbrigðiskerfisins og þar með svíkja loforð sem frambjóðendur allra flokka veittu fyrir kosningar. Ef Alþingi samþykkir áætlunina væri um að ræða umboðssvik af þess hálfu. Það er nokkuð ljóst að kjósendur, fólkið í landinu, veittu þeim umboð til þess að stjórna sem þeir höfðu ástæðu til þess að ætla að sæju til þess að heilbrigðiskerfið yrði endurreist. Umboð þeirra til þess að stjórna var skilyrt því. Þess vegna má leiða að því rök að ef Alþingi samþykkir áætlunina hafi það glatað umboðinu. Ef svo fer væri það í samræmi við hugmyndir okkar um lýðræði að rjúfa þing og efna til kosninga. Ef Alþingi gerir það ekki af sjálfsdáðum finnur þjóðin leið til þess að sannfæra kjörna fulltrúa sína um að það gerist víðar stórtíðindi en í Kína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á öldunum áður í Kína var litið svo á að keisarar stjórnuðu í umboði guðanna. Þegar fólkið í landinu fékk það á tilfinninguna að keisarinn hefði glatað umboðinu gerði það uppreisn. Ein slík átti sér stað í kringum 1850 og létu fimmtíu milljón manns lífið í henni. Alþingi stjórnar Íslandi í umboði fólksins í landinu, sem er endurnýjað á fjögurra ára fresti. Alþingi framselur svo hluta af þessu valdi til ríkisstjórnar sem það getur þó tekið til baka án nokkurs fyrirvara. Ísland er lýðveldi og í lýðveldinu hvílir valdið hjá fólkinu, lýðnum. Á Íslandi veitir fólkið Alþingi heimild til þess að stjórna í sínu umboði. Þetta umboð er mismunandi skilyrt og fer það eftir því hvað var sagt í kosningabaráttunni bæði af kjósendum og frambjóðendum og hverju var lofað af þeim síðarnefndu. Í aðdraganda kosninga á hausti tjáði þjóðin skýrt þá skoðun sína að heilbrigðiskerfi landsins væri laskað og krafðist þess af Alþingi að það yrði endurreist á myndarlegan máta. Frambjóðendur allra flokka hétu því að verða við kröfunni. Nú er ríkisstjórnin sem Alþingi bauð þjóðinni upp á eftir kosningar búin að leggja fram fimm ára áætlun ríkisfjármála sem sýnir fram á að hún ætli ekki að fara að kröfu þjóðarinnar um myndarlega endurreisn heilbrigðiskerfisins og þar með svíkja loforð sem frambjóðendur allra flokka veittu fyrir kosningar. Ef Alþingi samþykkir áætlunina væri um að ræða umboðssvik af þess hálfu. Það er nokkuð ljóst að kjósendur, fólkið í landinu, veittu þeim umboð til þess að stjórna sem þeir höfðu ástæðu til þess að ætla að sæju til þess að heilbrigðiskerfið yrði endurreist. Umboð þeirra til þess að stjórna var skilyrt því. Þess vegna má leiða að því rök að ef Alþingi samþykkir áætlunina hafi það glatað umboðinu. Ef svo fer væri það í samræmi við hugmyndir okkar um lýðræði að rjúfa þing og efna til kosninga. Ef Alþingi gerir það ekki af sjálfsdáðum finnur þjóðin leið til þess að sannfæra kjörna fulltrúa sína um að það gerist víðar stórtíðindi en í Kína.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar