Fyrirtækið gerir út fiskiskipið Ólaf Bjarnason, og sérhæfir sig í saltfiskverkun. Hún stofnaði Valafell með eiginmanni sínum, skipstjóranum Birni Erlingi Jónassyni, árið 1969. Hans hlutskipti var að vera á sjónum meðan hún stýrði rekstrinum í landi og nú er hún orðinn einn reyndasti stjórnandi í útgerð og fiskvinnslu hérlendis, - og ein af fáum konum á forstjórastól.
Hjá fyrirtækinu starfa alls um fjörutíu manns, þar af um þrjátíu í landvinnslunni, meirihlutinn Íslendingar, og flestir hafa unnið lengi hjá fyrirtækinu.

Nánar verður rætt við Kristínu í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld en hann fjallar um útgerðarstöðina Snæfellsbæ.