Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 18:41 Theresa May ásamt Donald Tusk. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tjáð Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, að Bretland muni ekki fallast á það í samningaviðræðum að gefa fullveldi Gíbraltar upp á bátinn í komandi samningaviðræðum. Guardian greinir frá. Staða Gíbraltar hefur að undanförnu verið í eldlínunni í samskiptum Bretlands við Evrópusambandið eftir að í ljós kom í samningsdrögum sambandsins í komandi Brexit viðræðum, að Spánverjar munu hafa úrslitavald í atriðum sem varða Gíbraltar. Löndin tvö hafa deilt um Gíbraltar í aldaraðir. Tusk er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bretlandi en ljóst er að leiðtogarnir tveir hafa nóg til að tala um fyrir komandi útgönguviðræður Breta við sambandið. Samkvæmt tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu fór vel á með þeim Tusk og May á fundinum og var andrúmsloftið jákvætt. Sammældust þau um að vera í nánum tengslum á komandi vikum og mánuðum, á meðan útgönguferli Bretlands stendur. Í tilkynningunni segir um Gíbraltar:„Forsætisráðherrann gerði Tusk það einnig ljóst að í málum Gíbraltar, er afstaða Bretlands óbreytt. Bretland mun falast eftir sem bestum samning fyrir Gíbraltar við útgöngu Bretlands og það verða engar viðræður um fullveldi þeirra án samþykkis fólksins sem býr í Gíbraltar.“ Skoðanakannanir sem gerðar eru meðal fólks sem býr í Gíbraltar sýna ítrekað að mikill meirihluti fólksins vill að skaginn verði áfram hluti af Bretlandi en á sama tíma kusu 96 prósent þeirra með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. May tók aftur fram í viðræðum við Tusk, að hún vilji falast eftir „djúpum og sérstökum samskiptum“ við Evrópusambandið eftir útgöngu Bretlands. Gíbraltar Tengdar fréttir Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar Breski herflotinn sendi tilmæli til spænsks herskips sem sigldi inn fyrir lögsögu Gíbraltar, um að yfirgefa svæðið. 4. apríl 2017 22:20 ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán. 1. apríl 2017 19:05 Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar. 2. apríl 2017 19:34 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tjáð Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, að Bretland muni ekki fallast á það í samningaviðræðum að gefa fullveldi Gíbraltar upp á bátinn í komandi samningaviðræðum. Guardian greinir frá. Staða Gíbraltar hefur að undanförnu verið í eldlínunni í samskiptum Bretlands við Evrópusambandið eftir að í ljós kom í samningsdrögum sambandsins í komandi Brexit viðræðum, að Spánverjar munu hafa úrslitavald í atriðum sem varða Gíbraltar. Löndin tvö hafa deilt um Gíbraltar í aldaraðir. Tusk er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bretlandi en ljóst er að leiðtogarnir tveir hafa nóg til að tala um fyrir komandi útgönguviðræður Breta við sambandið. Samkvæmt tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu fór vel á með þeim Tusk og May á fundinum og var andrúmsloftið jákvætt. Sammældust þau um að vera í nánum tengslum á komandi vikum og mánuðum, á meðan útgönguferli Bretlands stendur. Í tilkynningunni segir um Gíbraltar:„Forsætisráðherrann gerði Tusk það einnig ljóst að í málum Gíbraltar, er afstaða Bretlands óbreytt. Bretland mun falast eftir sem bestum samning fyrir Gíbraltar við útgöngu Bretlands og það verða engar viðræður um fullveldi þeirra án samþykkis fólksins sem býr í Gíbraltar.“ Skoðanakannanir sem gerðar eru meðal fólks sem býr í Gíbraltar sýna ítrekað að mikill meirihluti fólksins vill að skaginn verði áfram hluti af Bretlandi en á sama tíma kusu 96 prósent þeirra með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. May tók aftur fram í viðræðum við Tusk, að hún vilji falast eftir „djúpum og sérstökum samskiptum“ við Evrópusambandið eftir útgöngu Bretlands.
Gíbraltar Tengdar fréttir Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar Breski herflotinn sendi tilmæli til spænsks herskips sem sigldi inn fyrir lögsögu Gíbraltar, um að yfirgefa svæðið. 4. apríl 2017 22:20 ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán. 1. apríl 2017 19:05 Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar. 2. apríl 2017 19:34 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar Breski herflotinn sendi tilmæli til spænsks herskips sem sigldi inn fyrir lögsögu Gíbraltar, um að yfirgefa svæðið. 4. apríl 2017 22:20
ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán. 1. apríl 2017 19:05
Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar. 2. apríl 2017 19:34