Innlent

Skjálftahrina í Bárðarbungu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Öflug skjálftahrina reið yfir Bárðarbungu í dag.
Öflug skjálftahrina reið yfir Bárðarbungu í dag. Vísir/Grafík
Skjálftahrina reið yfir norðanverða Bárðarbunguöskju á þriðja tímanum í dag en um var að ræða öfluga skjálftahrinu og mældist stærsti skjálftinn 4,1 að stærð.

Þá fylgdu margir smærri skjálftar í kjölfarið en sá næst stærsti mældist 3,2 og lauk skjálftahrinunni rúmlega hálftíma síðar.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu þýðir þetta þó ekki auknar líkur á gosi og eru engin merki um gosóróa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×