Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2017 13:30 Lögregla stöðvaði bílinn á leiðinni út úr Borgarnesi eftir að maðurinn hafði setið að sumbli í Hyrnunni. Vísir/Vilhelm Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn í Borgarnesi síðastliðna helgi vegna gruns um ölvun við akstur. Nokkrum mínútum síðar þurfti konan að keyra út í kant vegna ofbeldis mannsins í bílnum en hann sat í aftursæti bílsins, lét ófriðlega og reif reglulega í hana þar sem hún var við akstur. Ökumaður annarrar bifreiðar kom konunni til aðstoðar. Konunni var ekið á bráðamóttöku þar sem áverkar hennar voru skoðaðir. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður konunnar, staðfestir í samtali við Vísi að hann sé að skoða líkamsárásina og stöðu skjólstæðings síns.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður konunnar.Lögreglu var tilkynnt um atvikið en þegar lögreglumenn komu á vettvang var bíllinn yfirgefinn úti í vegakanti.Ölvaður undir stýri Handtakan í Borgarnesi var síðdegis á laugardaginn. Maðurinn og konan höfðu farið saman út úr bænum en sinnast og ákveðið að halda aftur til borgarinnar. Í Borgarnesi sauð upp úr og fóru þau hvort á sinn staðinn í Borgarnesi, verslun Olís annars vegar og Hyrnuna hins vegar. Maðurinn virðist hafa tekið til við drykkju en eftir að fólkið hafði rætt málin og ákveðið að aka saman til borgarinnar stöðvaði lögregla bílinn vegna gruns um að maðurinn væri ölvaður. Var hann handtekinn, færður á lögreglustöð áður en honum var sleppt. Tók konan við akstri bílsins. Samkvæmt heimildum Vísis lét maðurinn ófriðlega í aftursæti bílsins, reif í konuna og var svo ágengur að konan keyrði að endingu út í vegakant og hljóp undan manninum.Greindi frá áralöngu ofbeldi Oft er talað um litla Ísland og það átti svo sannarlega við þegar ökumaður sem var á ferð á Vesturlandsvegi stöðvaði bíl sinn til að hjálpa konunni. Þar var á ferðinni vinkona systur fyrrverandi sambýliskonu mannsins sem hefur sömuleiðis sakað manninn um gróft ofbeldi yfir langan tíma. Konan var í sambúð með manninum í 17 ár og sagði hún í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að maðurinn hefði margoft gengið í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá.Lögregla handtók manninn á þriðja tímanum um nóttina eftir að starfsfólk Four Seasons hótelsins hafði haft samband.Four Seasons AustinSætir rannsókn í Texas Maðurinn, sem er tæplega fertugur, var handtekinn í Texas þann 9. mars vegna gruns um að hafa ráðist á kærustuna sína á hóteli í miðbæ Austin. Maðurinn var látinn laus úr fangelsinu gegn sex þúsund dollara tryggingu, um 650 þúsund króna. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Texas en til undatekninga heyrir að saksóknarar í ríkinu falli frá ákæru. Því má fastlega búist við því að málið fari fyrir dóm þar í landi. Maðurinn á sér ekki brotasögu en hefur verið stefnt fyrir ærumeiðingar. Maðurinn dró orð sín til baka svo ekki kom til þess að dómur félli í málinu. Ekki náðist í manninn við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. 16. mars 2017 07:00 Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Íslendingurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. 14. mars 2017 23:15 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn í Borgarnesi síðastliðna helgi vegna gruns um ölvun við akstur. Nokkrum mínútum síðar þurfti konan að keyra út í kant vegna ofbeldis mannsins í bílnum en hann sat í aftursæti bílsins, lét ófriðlega og reif reglulega í hana þar sem hún var við akstur. Ökumaður annarrar bifreiðar kom konunni til aðstoðar. Konunni var ekið á bráðamóttöku þar sem áverkar hennar voru skoðaðir. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður konunnar, staðfestir í samtali við Vísi að hann sé að skoða líkamsárásina og stöðu skjólstæðings síns.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður konunnar.Lögreglu var tilkynnt um atvikið en þegar lögreglumenn komu á vettvang var bíllinn yfirgefinn úti í vegakanti.Ölvaður undir stýri Handtakan í Borgarnesi var síðdegis á laugardaginn. Maðurinn og konan höfðu farið saman út úr bænum en sinnast og ákveðið að halda aftur til borgarinnar. Í Borgarnesi sauð upp úr og fóru þau hvort á sinn staðinn í Borgarnesi, verslun Olís annars vegar og Hyrnuna hins vegar. Maðurinn virðist hafa tekið til við drykkju en eftir að fólkið hafði rætt málin og ákveðið að aka saman til borgarinnar stöðvaði lögregla bílinn vegna gruns um að maðurinn væri ölvaður. Var hann handtekinn, færður á lögreglustöð áður en honum var sleppt. Tók konan við akstri bílsins. Samkvæmt heimildum Vísis lét maðurinn ófriðlega í aftursæti bílsins, reif í konuna og var svo ágengur að konan keyrði að endingu út í vegakant og hljóp undan manninum.Greindi frá áralöngu ofbeldi Oft er talað um litla Ísland og það átti svo sannarlega við þegar ökumaður sem var á ferð á Vesturlandsvegi stöðvaði bíl sinn til að hjálpa konunni. Þar var á ferðinni vinkona systur fyrrverandi sambýliskonu mannsins sem hefur sömuleiðis sakað manninn um gróft ofbeldi yfir langan tíma. Konan var í sambúð með manninum í 17 ár og sagði hún í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að maðurinn hefði margoft gengið í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá.Lögregla handtók manninn á þriðja tímanum um nóttina eftir að starfsfólk Four Seasons hótelsins hafði haft samband.Four Seasons AustinSætir rannsókn í Texas Maðurinn, sem er tæplega fertugur, var handtekinn í Texas þann 9. mars vegna gruns um að hafa ráðist á kærustuna sína á hóteli í miðbæ Austin. Maðurinn var látinn laus úr fangelsinu gegn sex þúsund dollara tryggingu, um 650 þúsund króna. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Texas en til undatekninga heyrir að saksóknarar í ríkinu falli frá ákæru. Því má fastlega búist við því að málið fari fyrir dóm þar í landi. Maðurinn á sér ekki brotasögu en hefur verið stefnt fyrir ærumeiðingar. Maðurinn dró orð sín til baka svo ekki kom til þess að dómur félli í málinu. Ekki náðist í manninn við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. 16. mars 2017 07:00 Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Íslendingurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. 14. mars 2017 23:15 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. 16. mars 2017 07:00
Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Íslendingurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. 14. mars 2017 23:15
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38