Barnabókahöfundar hafa verið að gera sig meira gildandi á sölulistum á Íslandi á undanförnum árum en verið hefur. Þetta eru áberandi höfundar svo sem Gunnar Helgason og Vísinda-Ævar, sem eru komnir á listamannalaun og svo Villi naglbítur sem þurfti að láta í minni pokann fyrir þeim tveimur á síðustu bókavertíð. Þessir höfundar eiga það sammerkt að vera frægir á Íslandi, þá einkum fyrir störf sín í sjónvarpi þar sem þeir hafa meðal annars starfað við gerð barnaefnis. Víkur þá sögunni út í hinn stóra heim þar sem það færist stöðugt í aukana að frægðarfólk sendi frá sér barnabækur. Guardian birti nýverið grein þar sem farið er yfir þessa þróun. Vikulega tilkynnir einhver frægur að hann sé að „skrifa“ barnabók. Jamie Lee Curtis, Chelsea Clinton, Madonna, Frank Lampard... Í greininni er gert ráð fyrir því að í mörgum tilfellum sé um skuggahöfund að ræða, einhver fagmaður sem skrifar bókina fyrir viðkomandi. Leiðarstefið í greininni er að frægðarfólk sé að ýta alvöru höfundum út í kuldann. „How celebrity deals are shutting children´s authors out of their own trade“ er yfirskrift greinarinnar. Ákveðin vatnaskil urðu í útgáfumálum þegar grínistinn David Walliams kom fram á sjónarsviðið sem barnabókahöfundur. David Walliams nýtur verulegra vinsælda á Íslandi sem um heim allan sem barnabókahöfundur.Greina má nokkur vatnaskil með Walliams sem nýtur gríðarlegra vinsælda sem barnabókahöfundur -- margt frægðarmennið vildu þá Lilju kveðið hafa.Útgefandi Walliams á Íslandi er Jónas Sigurgeirsson. Hann segir engum blöðum um það að fletta að Walliams sé orðinn vinsælasti rithöfundur Bretlands. Síðasta barnabók hans var mest selda bókin, þó allir flokkar séu taldir með. „Hann ber höfuð og herðar yfir alla barnabókahöfunda í Bretlandi. Hann er kominn í þá stöðu sem J.K. Rowling höfundur Potter-bókanna hafði áður.“Jónas segir svo frá að eitt sinn þegar hann fór utan til að hitta útgefanda Walliams tjáði sú honum að það sem væri svo gott við Walliams væri að hann gæti raunverulega skrifað. Í þessu felst vitaskuld sá undirtexti að svo sé ekki með alla þá frægu sem eru að senda frá sér bækur. „Fyrsta bókin sem hann skrifaði, strákurinn í kjólnum, er algerlega frábær bók og enn eftirlætis bókin mín af bókunum hans. Walliams er gríðarlega hæfileikaríkur,“ segir Jónas.Margir með barnabók í maganum Engum blandast hugur þar um. Walliams er nú, meðal annars, vinsæll sjónvarpsmaður sem er í Brittain Got Talent, en drög að frægð sinni lagði hann sem annar þeirra sem stóðu að grínþáttunum Little Britain. Jónas bendir á athyglisvert atriði í þessu sambandi sem er að hann varð vinsæll við að leika eftir handriti sem hann skrifaði sjálfur. Og, eins og kerlingin fyrir austan segir: Þegar einni beljunni er mál míga þær allar. Velgengni Walliams, sem fært hafa honum nokkurn auð, hefur haft þau áhrif að nú vilja allir feta sig inn á þær slóðir. Jónas, sem einnig hefur gefið út barnabækur eftir Sveppa, segir þetta í sjálfu sér ekkert nýtt. „Margir hafa áhuga á að búa til barnabækur. Þetta gengur yfir línuna. Margir sem telja sig geta búið til fína barnabók. Þetta sýnir sig í fjölda útgefinna barnabóka á Íslandi. Þeir skipta hundruðum sem hafa sent frá sér barnabók á Íslandi og enn fleiri sem hafa skrifað slíka bók.“Jónas er útgefandi Walliams á Íslandi. Hann bendir á að ekki sé úr vegi að ætla að þeir sem hafa fengist við að skemmta börnum séu vel til þess fallnir að skrifa fyrir þau einnig.visir/hariSpurningin sem útaf stendur er þessi hvort útgefendur líti fremur til þess að höfundurinn sé frægur og þannig „seljanlegur“ sem slíkur fremur en að handritin skipti máli. Samkvæmt áðurnefndri grein í Guardian ætti enginn að þurfa að velkjast í vafa um svarið.Frægir ekki vonarpeningur íslenskra útgefenda En, sé rætt við útgefendur á Íslandi vandast málin. Þeir útgefendur sem Vísir ræddu við töldu önnur öfl að verki hér. Guðrún Vilmundardóttir, sem lengi var hjá Bjarti en hefur nú stofnað sína eigin útgáfu sem heitir Benedikt, vísar þessu reyndar alfarið á bug að Ísland sé tilraunaeldhús andskotans í þessum efnum sé litið til þeirra frægu sem hafa tröllriðið bóksölulistum hér á Íslandi á undanförnum árum. „Ég held raunar að smæð íslenska markaðarins frelsi hann að einhverju leyti undan þessum áhuga erlendra útgefenda á að fá frægar stjörnur til samstarfs. Það séu önnur element sem ráði því að þekktir leikarar og tónlistarmenn verði hér vinsælir barnabókahöfundar,“ segir Guðrún. En, hljóta útgefendur ekki að líta til þess, þegar þeir taka ákvörðun um hvaða handrit skuli gefin út, hvort höfundurinn sé söluvænlegur, frambærilegur, líklegur til að taka að sér sölustörf og vera duglegur við að koma sér á framfæri við fjölmiðla? Guðrún heldur ekki.Guðrún kannast ekkert við þá stöðu sem lýst er í Guardian; að frægur höfundur með ómögulegt handrit sé vonarpeningur fyrir útgefendur.visir/anton brink„Ég held að útgefendur einblíni á handritið þegar þeir taki ákvörðun um hvað skuli gefið út. Þegar að því kemur að kynna bók og selja er svo kannski spurning hversu mikinn þátt höfundur tekur. Hvort hann eigi gott með að koma fram og hafi áhuga á því,“ segir Guðrún sem kannast ekki við þá stöðu sem lýst er í Guardian hér á Íslandi. „Nei, ég kannast ekki við þá stöðu. Að frægur höfundur með ómögulegt handrit sé vonarpeningur fyrir útgefendur.“Hjálpar að hafa bakgrunn í fjölmiðlum Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdastjóri Forlagsins auk þess sem hann er formaður Félags íslenskra útgefenda. Hann tekur í svipaðan streng og Guðrún þó hann vilji slá varnagla. „Ein algengasta spurning sem maður fær þegar maður er að kynna íslenskar bækur erlendis er hvort viðkomandi höfundur sé „promotable“? Við lifum og hrærumst í markaðssamfélagi og það segir sig sjálft að viðkomandi höfundar verða að gera komið sínu frá sér. Að sjálfsögðu hjálpar ef viðkomandi höfundur er með bakgrunn í fjölmiðlum. En, það er langt því frá eitthvert úrslitaatriði þegar kemur að ákvörðun um útgáfu. Hvort heldur er hjá okkur þegar við ákveðum hvað gefið er út né á erlendum vettvangi. Þó vissulega geti slíkt haft áhrif,“ segir Egill Örn.Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda lætur blaðamann Vísis ekki teyma sig of langt út í vangaveltur um að frægir séu að ýta alvöru höfundum af útgáfulistum.visir/jakobEn, þegar blaðamaður reynir að herða skrúfurnar bregst formaður íslenskra bókaútgefenda hart við. Eru þetta ekki brenglaðar forsendur, að það skipti máli hversu frægur höfundurinn er? Egill vísar þessu alfarið á bug, segir að þetta séu sannarlega ekki frumforsendur.„Fjarri lagi. Ef svo væri tel ég öruggt að slík útgáfa yrði ekki langlíf. Fyrst og fremst snýst bókaútgáfa um að gefa út góðar bækur sem fólk hefur áhuga á að lesa. En ekki hvort höfundur hafi einhverju sinni prýtt forsíðu Séð og heyrt.“Enginn hafnar snilldarhandriti á altari frægðarleysis Og Jónas er á svipuðum slóðum og Egill þegar hann fær sömu spurningu til að kljást við. „Klárlega hluti er það hluti af mati við útgáfu bókar hvort höfundurinn sé frambærilegur, að koma fram og duglegur; fara á milli skóla – mæta og kynna bókina. Það blasir við. Þessi þróun sem Guardian bendir á: alþjóðleg og hefur náð til Íslands og hefur verið hér um alllangt skeið.“ En, Jónas bendir á að þetta sé ekki svona einfalt, um sé að ræða samspil ýmissa þátta. „Ég held að enginn hafni snilldarhandriti af því að viðkomandi höfundur er ekki nógu frægur,“ segir Jónas og bendir jafnframt á að sé ekki sé úr vegi að þeir sem hafa fengist við að skemmta börnum kunni að skrifa fyrir þann hóp: „Þeir vita hvað börn vilja og hverju þau hafa gaman að.“ Menning Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið
Barnabókahöfundar hafa verið að gera sig meira gildandi á sölulistum á Íslandi á undanförnum árum en verið hefur. Þetta eru áberandi höfundar svo sem Gunnar Helgason og Vísinda-Ævar, sem eru komnir á listamannalaun og svo Villi naglbítur sem þurfti að láta í minni pokann fyrir þeim tveimur á síðustu bókavertíð. Þessir höfundar eiga það sammerkt að vera frægir á Íslandi, þá einkum fyrir störf sín í sjónvarpi þar sem þeir hafa meðal annars starfað við gerð barnaefnis. Víkur þá sögunni út í hinn stóra heim þar sem það færist stöðugt í aukana að frægðarfólk sendi frá sér barnabækur. Guardian birti nýverið grein þar sem farið er yfir þessa þróun. Vikulega tilkynnir einhver frægur að hann sé að „skrifa“ barnabók. Jamie Lee Curtis, Chelsea Clinton, Madonna, Frank Lampard... Í greininni er gert ráð fyrir því að í mörgum tilfellum sé um skuggahöfund að ræða, einhver fagmaður sem skrifar bókina fyrir viðkomandi. Leiðarstefið í greininni er að frægðarfólk sé að ýta alvöru höfundum út í kuldann. „How celebrity deals are shutting children´s authors out of their own trade“ er yfirskrift greinarinnar. Ákveðin vatnaskil urðu í útgáfumálum þegar grínistinn David Walliams kom fram á sjónarsviðið sem barnabókahöfundur. David Walliams nýtur verulegra vinsælda á Íslandi sem um heim allan sem barnabókahöfundur.Greina má nokkur vatnaskil með Walliams sem nýtur gríðarlegra vinsælda sem barnabókahöfundur -- margt frægðarmennið vildu þá Lilju kveðið hafa.Útgefandi Walliams á Íslandi er Jónas Sigurgeirsson. Hann segir engum blöðum um það að fletta að Walliams sé orðinn vinsælasti rithöfundur Bretlands. Síðasta barnabók hans var mest selda bókin, þó allir flokkar séu taldir með. „Hann ber höfuð og herðar yfir alla barnabókahöfunda í Bretlandi. Hann er kominn í þá stöðu sem J.K. Rowling höfundur Potter-bókanna hafði áður.“Jónas segir svo frá að eitt sinn þegar hann fór utan til að hitta útgefanda Walliams tjáði sú honum að það sem væri svo gott við Walliams væri að hann gæti raunverulega skrifað. Í þessu felst vitaskuld sá undirtexti að svo sé ekki með alla þá frægu sem eru að senda frá sér bækur. „Fyrsta bókin sem hann skrifaði, strákurinn í kjólnum, er algerlega frábær bók og enn eftirlætis bókin mín af bókunum hans. Walliams er gríðarlega hæfileikaríkur,“ segir Jónas.Margir með barnabók í maganum Engum blandast hugur þar um. Walliams er nú, meðal annars, vinsæll sjónvarpsmaður sem er í Brittain Got Talent, en drög að frægð sinni lagði hann sem annar þeirra sem stóðu að grínþáttunum Little Britain. Jónas bendir á athyglisvert atriði í þessu sambandi sem er að hann varð vinsæll við að leika eftir handriti sem hann skrifaði sjálfur. Og, eins og kerlingin fyrir austan segir: Þegar einni beljunni er mál míga þær allar. Velgengni Walliams, sem fært hafa honum nokkurn auð, hefur haft þau áhrif að nú vilja allir feta sig inn á þær slóðir. Jónas, sem einnig hefur gefið út barnabækur eftir Sveppa, segir þetta í sjálfu sér ekkert nýtt. „Margir hafa áhuga á að búa til barnabækur. Þetta gengur yfir línuna. Margir sem telja sig geta búið til fína barnabók. Þetta sýnir sig í fjölda útgefinna barnabóka á Íslandi. Þeir skipta hundruðum sem hafa sent frá sér barnabók á Íslandi og enn fleiri sem hafa skrifað slíka bók.“Jónas er útgefandi Walliams á Íslandi. Hann bendir á að ekki sé úr vegi að ætla að þeir sem hafa fengist við að skemmta börnum séu vel til þess fallnir að skrifa fyrir þau einnig.visir/hariSpurningin sem útaf stendur er þessi hvort útgefendur líti fremur til þess að höfundurinn sé frægur og þannig „seljanlegur“ sem slíkur fremur en að handritin skipti máli. Samkvæmt áðurnefndri grein í Guardian ætti enginn að þurfa að velkjast í vafa um svarið.Frægir ekki vonarpeningur íslenskra útgefenda En, sé rætt við útgefendur á Íslandi vandast málin. Þeir útgefendur sem Vísir ræddu við töldu önnur öfl að verki hér. Guðrún Vilmundardóttir, sem lengi var hjá Bjarti en hefur nú stofnað sína eigin útgáfu sem heitir Benedikt, vísar þessu reyndar alfarið á bug að Ísland sé tilraunaeldhús andskotans í þessum efnum sé litið til þeirra frægu sem hafa tröllriðið bóksölulistum hér á Íslandi á undanförnum árum. „Ég held raunar að smæð íslenska markaðarins frelsi hann að einhverju leyti undan þessum áhuga erlendra útgefenda á að fá frægar stjörnur til samstarfs. Það séu önnur element sem ráði því að þekktir leikarar og tónlistarmenn verði hér vinsælir barnabókahöfundar,“ segir Guðrún. En, hljóta útgefendur ekki að líta til þess, þegar þeir taka ákvörðun um hvaða handrit skuli gefin út, hvort höfundurinn sé söluvænlegur, frambærilegur, líklegur til að taka að sér sölustörf og vera duglegur við að koma sér á framfæri við fjölmiðla? Guðrún heldur ekki.Guðrún kannast ekkert við þá stöðu sem lýst er í Guardian; að frægur höfundur með ómögulegt handrit sé vonarpeningur fyrir útgefendur.visir/anton brink„Ég held að útgefendur einblíni á handritið þegar þeir taki ákvörðun um hvað skuli gefið út. Þegar að því kemur að kynna bók og selja er svo kannski spurning hversu mikinn þátt höfundur tekur. Hvort hann eigi gott með að koma fram og hafi áhuga á því,“ segir Guðrún sem kannast ekki við þá stöðu sem lýst er í Guardian hér á Íslandi. „Nei, ég kannast ekki við þá stöðu. Að frægur höfundur með ómögulegt handrit sé vonarpeningur fyrir útgefendur.“Hjálpar að hafa bakgrunn í fjölmiðlum Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdastjóri Forlagsins auk þess sem hann er formaður Félags íslenskra útgefenda. Hann tekur í svipaðan streng og Guðrún þó hann vilji slá varnagla. „Ein algengasta spurning sem maður fær þegar maður er að kynna íslenskar bækur erlendis er hvort viðkomandi höfundur sé „promotable“? Við lifum og hrærumst í markaðssamfélagi og það segir sig sjálft að viðkomandi höfundar verða að gera komið sínu frá sér. Að sjálfsögðu hjálpar ef viðkomandi höfundur er með bakgrunn í fjölmiðlum. En, það er langt því frá eitthvert úrslitaatriði þegar kemur að ákvörðun um útgáfu. Hvort heldur er hjá okkur þegar við ákveðum hvað gefið er út né á erlendum vettvangi. Þó vissulega geti slíkt haft áhrif,“ segir Egill Örn.Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda lætur blaðamann Vísis ekki teyma sig of langt út í vangaveltur um að frægir séu að ýta alvöru höfundum af útgáfulistum.visir/jakobEn, þegar blaðamaður reynir að herða skrúfurnar bregst formaður íslenskra bókaútgefenda hart við. Eru þetta ekki brenglaðar forsendur, að það skipti máli hversu frægur höfundurinn er? Egill vísar þessu alfarið á bug, segir að þetta séu sannarlega ekki frumforsendur.„Fjarri lagi. Ef svo væri tel ég öruggt að slík útgáfa yrði ekki langlíf. Fyrst og fremst snýst bókaútgáfa um að gefa út góðar bækur sem fólk hefur áhuga á að lesa. En ekki hvort höfundur hafi einhverju sinni prýtt forsíðu Séð og heyrt.“Enginn hafnar snilldarhandriti á altari frægðarleysis Og Jónas er á svipuðum slóðum og Egill þegar hann fær sömu spurningu til að kljást við. „Klárlega hluti er það hluti af mati við útgáfu bókar hvort höfundurinn sé frambærilegur, að koma fram og duglegur; fara á milli skóla – mæta og kynna bókina. Það blasir við. Þessi þróun sem Guardian bendir á: alþjóðleg og hefur náð til Íslands og hefur verið hér um alllangt skeið.“ En, Jónas bendir á að þetta sé ekki svona einfalt, um sé að ræða samspil ýmissa þátta. „Ég held að enginn hafni snilldarhandriti af því að viðkomandi höfundur er ekki nógu frægur,“ segir Jónas og bendir jafnframt á að sé ekki sé úr vegi að þeir sem hafa fengist við að skemmta börnum kunni að skrifa fyrir þann hóp: „Þeir vita hvað börn vilja og hverju þau hafa gaman að.“