Allir á tánum vegna risaborðspils Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2017 10:30 Hópurinn hittist síðastliðið sunnudagskvöld til að ljúka spilinu þar sem spennan var orðin óbærileg. vísir/ernir Undanfarnar fjórar vikur hafa vinnufélagar hjá Novomatic Lottery Solutions í Kópavogi nýtt hádegishléin til þess að spila borðspilið Mega Civ. Spilið hefur haft talsverð áhrif á andann á vinnustaðnum. „Reglan er sú að við förum snemma í mat, setjumst yfir spilið, stillum vekjaraklukku og spilum þar til hún hringir. Þá standa allir upp og fara aftur að vinna,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson. Mega Civ kom út árið 2015 og byggir á grunni Civilization-spila, sem síðar urðu að tölvuleikjum, nema spilið er allt miklu miklu stærra. Spilið er fyrir fimm til átján leikmenn og er gert ráð fyrir því að hvert spil taki minnst um tólf klukkustundir. Pantað að utan kostar spilið um 40 þúsund krónur komið til landsins. „Það eru átta þjóðir sem spila hjá okkur en síðan eru þrír varamenn sem hlaupa inn í spilið ef svo óheppilega vill til að fundur hitti á matarhléið,“ segir Rúnar Þór. Hópurinn við borðið.vísir/ernir Áður en hafist var handa við að spila þekktust ekki allir leikmenn innbyrðis. Sumir voru svo að kalla nýbyrjaðir að vinna hjá fyrirtækinu og segja að leikurinn hafi verið fyrirtaksleið til að kynnast vinnufélögunum. Líkt og þeir sem hafa spilað Civilization vita snýst leikurinn um að byggja upp veldi með því að reisa borgir og þróa þær. Maður getur þó ekki gert það einn síns liðs því maður verður alltaf að vera á varðbergi fyrir mögulegum árásum annarra leikmanna sem horfa öfundaraugum á heimsveldi þitt. „Við höfum gert bandalög til varnar og viðskipta og venjulega eru slík bandalög í mesta lagi til einnar eða tveggja umferða. Nú hafa handsöluð bandalög hins vegar haldist allt spilið,“ segir Rúnar. „Í vinnunni er maður alltaf tortrygginn. Það eru margar hópspjallrásir í gangi fyrir hvert og eitt bandalag og það er mjög óþægilegt að ganga fram hjá tölvuskjá hjá einhverjum og sjá að hann er í hópspjalli sem þú ert ekki í sjálfur. Þetta hefur breytt vinnudeginum svolítið. Öll samtöl hafa einhvern undirliggjandi tón sem tengist spilinu,“ segir Rúnar. „En þetta hefur orðið til að bæta andann. Við munum klárlega spila þetta aftur með svipuðum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Undanfarnar fjórar vikur hafa vinnufélagar hjá Novomatic Lottery Solutions í Kópavogi nýtt hádegishléin til þess að spila borðspilið Mega Civ. Spilið hefur haft talsverð áhrif á andann á vinnustaðnum. „Reglan er sú að við förum snemma í mat, setjumst yfir spilið, stillum vekjaraklukku og spilum þar til hún hringir. Þá standa allir upp og fara aftur að vinna,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson. Mega Civ kom út árið 2015 og byggir á grunni Civilization-spila, sem síðar urðu að tölvuleikjum, nema spilið er allt miklu miklu stærra. Spilið er fyrir fimm til átján leikmenn og er gert ráð fyrir því að hvert spil taki minnst um tólf klukkustundir. Pantað að utan kostar spilið um 40 þúsund krónur komið til landsins. „Það eru átta þjóðir sem spila hjá okkur en síðan eru þrír varamenn sem hlaupa inn í spilið ef svo óheppilega vill til að fundur hitti á matarhléið,“ segir Rúnar Þór. Hópurinn við borðið.vísir/ernir Áður en hafist var handa við að spila þekktust ekki allir leikmenn innbyrðis. Sumir voru svo að kalla nýbyrjaðir að vinna hjá fyrirtækinu og segja að leikurinn hafi verið fyrirtaksleið til að kynnast vinnufélögunum. Líkt og þeir sem hafa spilað Civilization vita snýst leikurinn um að byggja upp veldi með því að reisa borgir og þróa þær. Maður getur þó ekki gert það einn síns liðs því maður verður alltaf að vera á varðbergi fyrir mögulegum árásum annarra leikmanna sem horfa öfundaraugum á heimsveldi þitt. „Við höfum gert bandalög til varnar og viðskipta og venjulega eru slík bandalög í mesta lagi til einnar eða tveggja umferða. Nú hafa handsöluð bandalög hins vegar haldist allt spilið,“ segir Rúnar. „Í vinnunni er maður alltaf tortrygginn. Það eru margar hópspjallrásir í gangi fyrir hvert og eitt bandalag og það er mjög óþægilegt að ganga fram hjá tölvuskjá hjá einhverjum og sjá að hann er í hópspjalli sem þú ert ekki í sjálfur. Þetta hefur breytt vinnudeginum svolítið. Öll samtöl hafa einhvern undirliggjandi tón sem tengist spilinu,“ segir Rúnar. „En þetta hefur orðið til að bæta andann. Við munum klárlega spila þetta aftur með svipuðum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira