Meðlagsgreiðendur eignalausir og í skuld Snærós Sindradóttir skrifar 6. apríl 2017 07:00 Á Íslandi er greitt meðlag með rúmlega 10 þúsund börnum á ári. vísir/vilhelm Ríflega fjórðungur meðlagsgreiðenda, um 27 prósent, hefur farið í gegnum árangurslaust fjárnám á síðastliðnum fjórum árum vegna meðlagsskulda sinna. Af 11.716 meðlagsgreiðendum á Íslandi höfðu ríflega 3.200 farið í gegnum árangurslaust fjárnám um síðustu áramót. Meðlagsgreiðslur hækkuðu um síðustu áramót og eru nú ríflega þrjátíu þúsund krónur á hvert barn. „Til þess að við reynum fjárnám þarf viðkomandi að vera í vanskilum um nokkurt skeið. Hann fær greiðsluáskorun í framhaldinu og þegar búið er að birta hana fær hann fimmtán daga til að gera upp áður en farið er í fjárnám,“ segir Bragi R. Axelsson, forstöðumaður starfsstöðvar Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Sé farið í árangurslaust fjárnám þýðir það að viðkomandi hefur því verið í töluverðum vanskilum, og á annaðhvort ekki eignir sem geta gengið til tryggingar skuldinni, eða eignir viðkomandi eru yfirveðsettar. Samkvæmt lögum um fjárnám getur sá sem fer fram á fjárnámið farið fram á gjaldþrotaskipti hjá þeim sem ekki getur staðist slíka kröfu. Allir þeir sem fara í gegnum árangurslaust fjárnám fara á skrá hjá CreditInfo og er þeim upplýsingum komið á framfæri við banka og aðrar lánastofnanir. Slíkar upplýsingar geta til dæmis komið í veg fyrir að viðkomandi fái lán hjá bönkum í allt að fjögur ár. „Það er samt hægt að semja við okkur í öllum tilfellum. Á síðasta ári voru 2.314 umsóknir um ívilnun en það eru þeir sem óska eftir samningi við stofnunina um greiðslur,“ segir Bragi. Heildarafskriftir meðlagsskulda árið 2016 námu 277,6 milljónum króna. Afskriftir stafa af ívilnunarsamningum, fyrningum skulda, gjaldþrotum eða andláti greiðenda. Á síðasta ári fengu 142 karlar og 12 konur afskrifaða hluta eða heild meðlagsskuldar sinnar. „Í þeim hópi sem óskar eftir samningi við stofnunina um greiðslur geta verið sömu einstaklingar oft, í einhverjum tilfellum. Fólk getur samið í skemmri tíma og lengri tíma.“ Á síðasta ári var stofnuninni gert að innheimta 3,6 milljarða króna af meðlagsgreiðslum. 3,2 milljarðar fengust upp í skuldirnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Ríflega fjórðungur meðlagsgreiðenda, um 27 prósent, hefur farið í gegnum árangurslaust fjárnám á síðastliðnum fjórum árum vegna meðlagsskulda sinna. Af 11.716 meðlagsgreiðendum á Íslandi höfðu ríflega 3.200 farið í gegnum árangurslaust fjárnám um síðustu áramót. Meðlagsgreiðslur hækkuðu um síðustu áramót og eru nú ríflega þrjátíu þúsund krónur á hvert barn. „Til þess að við reynum fjárnám þarf viðkomandi að vera í vanskilum um nokkurt skeið. Hann fær greiðsluáskorun í framhaldinu og þegar búið er að birta hana fær hann fimmtán daga til að gera upp áður en farið er í fjárnám,“ segir Bragi R. Axelsson, forstöðumaður starfsstöðvar Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Sé farið í árangurslaust fjárnám þýðir það að viðkomandi hefur því verið í töluverðum vanskilum, og á annaðhvort ekki eignir sem geta gengið til tryggingar skuldinni, eða eignir viðkomandi eru yfirveðsettar. Samkvæmt lögum um fjárnám getur sá sem fer fram á fjárnámið farið fram á gjaldþrotaskipti hjá þeim sem ekki getur staðist slíka kröfu. Allir þeir sem fara í gegnum árangurslaust fjárnám fara á skrá hjá CreditInfo og er þeim upplýsingum komið á framfæri við banka og aðrar lánastofnanir. Slíkar upplýsingar geta til dæmis komið í veg fyrir að viðkomandi fái lán hjá bönkum í allt að fjögur ár. „Það er samt hægt að semja við okkur í öllum tilfellum. Á síðasta ári voru 2.314 umsóknir um ívilnun en það eru þeir sem óska eftir samningi við stofnunina um greiðslur,“ segir Bragi. Heildarafskriftir meðlagsskulda árið 2016 námu 277,6 milljónum króna. Afskriftir stafa af ívilnunarsamningum, fyrningum skulda, gjaldþrotum eða andláti greiðenda. Á síðasta ári fengu 142 karlar og 12 konur afskrifaða hluta eða heild meðlagsskuldar sinnar. „Í þeim hópi sem óskar eftir samningi við stofnunina um greiðslur geta verið sömu einstaklingar oft, í einhverjum tilfellum. Fólk getur samið í skemmri tíma og lengri tíma.“ Á síðasta ári var stofnuninni gert að innheimta 3,6 milljarða króna af meðlagsgreiðslum. 3,2 milljarðar fengust upp í skuldirnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira