Rifist um efnavopnaárásina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. apríl 2017 06:00 Fórnarlömb árásarinnar voru mörg hver jörðuð í gær. Nordicphotos/AFP Varafulltrúi Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kljáðist við fulltrúa annarra ríkja á fundi ráðsins í gær. Umræðuefnið var efnavopnaárás þriðjudagsins á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með borgarastyrjöldinni í Sýrlandi á jörðu niðri, greindu frá því á þriðjudag að íbúar bæjarins hefðu séð sprengjur falla úr lofti. Í kjölfarið hafi fórnarlömb árásarinnar meðal annars froðufellt og kafnað. Líklegt þykir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að saríngas væri banvænt efnavopn, um tuttugu sinnum banvænna en blásýra, og ylli einna helst köfnun þar sem gasið réðist á miðtaugakerfi líkamans og lamaði öndunarfæri.Nikki Haley hafði með sér myndir af fórnarlömbunum á fund öryggisráðs SÞ.Nordicphotos/AFPAfstaða Rússa óverjandi Tilgátu Igors Konoshenkov, varnarmálaráðherra Rússlands, um að sýrlenskar þotur hefðu hæft efnavopnaframleiðslu uppreisnarmanna og þannig eitrað fyrir fórnarlömbum, var hafnað á fundi öryggisráðsins. Sjálfir hafa Sýrlendingar sagst aldrei hafa beitt efnavopnum. Matthew Rycroft, fulltrúi Bretlands, sagði að með árásinni hefði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, niðurlægt Rússa og hæðst að friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Þá sagði Rycroft Rússa verja hið óverjanlega með stuðningi sínum við stjórn al-Assads. Vladimir Safronkov, varafulltrúi Rússa, svaraði fyrir sig og sagði Breta heltekna af markmiði sínu um að steypa al-Assad af stóli í stað þess að reyna að koma á friði. Þá sagði hann ríki sitt ekki sjá þörf á því að öryggisráðið samþykkti nýjar ályktanir eða aðgerðir. Þess í stað ætti ráðið að fara fram á hlutlausa, ítarlega og alþjóðlega rannsókn á árinu. Ekki væri hægt að reiða sig á upptökur af vettvangi þar sem megnið af þeim væri „sviðsett“. Þess ber að geta að Rússar hafa neitunarvald í öryggisráðinu. Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði að efnavopnaárásir Sýrlendinga myndu halda áfram þar til eitthvað yrði gert. „Rússar styðjast endurtekið við sömu skálduðu frásagnirnar til þess að beina athyglinni frá bandamönnum þeirra í Damaskus,“ sagði Haley. Tala látinna er enn á reiki. Syrian Observatory heldur því fram að alls hafi 72 látist í árásinni, þar af tuttugu börn. Hins vegar héldu þeir François Delattre, fulltrúi Frakklands í öryggisráðinu, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því fram í gær að yfir hundrað hefðu farist. Ekki fyrsta efnavopnaárásinÞann 21. ágúst árið 2013 vöknuðu íbúar í úthverfum Damaskus við mannskæðustu efnavopnaárás síðustu fjögurra áratuga. Sprengjur sem innihéldu saríngas skullu á hverfunum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna. Rannsóknarlið frá Sameinuðu þjóðunum fann í kjölfarið sönnunargögn sem sýndu fram á að saríngasi hefði verið skotið á svæðið. Sýrlenski herinn var sagður hafa staðið að árásinni. Ekki er ljóst hversu margir fórust í árásinni. Bretar telja 350 hafa farist, Syrian Observatory for Human Rights telja þá vera 502, Bandaríkin segja 1.429 hafa farist og uppreisnarmenn sjálfir segja að 1.729 hafi farist. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Varafulltrúi Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kljáðist við fulltrúa annarra ríkja á fundi ráðsins í gær. Umræðuefnið var efnavopnaárás þriðjudagsins á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með borgarastyrjöldinni í Sýrlandi á jörðu niðri, greindu frá því á þriðjudag að íbúar bæjarins hefðu séð sprengjur falla úr lofti. Í kjölfarið hafi fórnarlömb árásarinnar meðal annars froðufellt og kafnað. Líklegt þykir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að saríngas væri banvænt efnavopn, um tuttugu sinnum banvænna en blásýra, og ylli einna helst köfnun þar sem gasið réðist á miðtaugakerfi líkamans og lamaði öndunarfæri.Nikki Haley hafði með sér myndir af fórnarlömbunum á fund öryggisráðs SÞ.Nordicphotos/AFPAfstaða Rússa óverjandi Tilgátu Igors Konoshenkov, varnarmálaráðherra Rússlands, um að sýrlenskar þotur hefðu hæft efnavopnaframleiðslu uppreisnarmanna og þannig eitrað fyrir fórnarlömbum, var hafnað á fundi öryggisráðsins. Sjálfir hafa Sýrlendingar sagst aldrei hafa beitt efnavopnum. Matthew Rycroft, fulltrúi Bretlands, sagði að með árásinni hefði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, niðurlægt Rússa og hæðst að friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Þá sagði Rycroft Rússa verja hið óverjanlega með stuðningi sínum við stjórn al-Assads. Vladimir Safronkov, varafulltrúi Rússa, svaraði fyrir sig og sagði Breta heltekna af markmiði sínu um að steypa al-Assad af stóli í stað þess að reyna að koma á friði. Þá sagði hann ríki sitt ekki sjá þörf á því að öryggisráðið samþykkti nýjar ályktanir eða aðgerðir. Þess í stað ætti ráðið að fara fram á hlutlausa, ítarlega og alþjóðlega rannsókn á árinu. Ekki væri hægt að reiða sig á upptökur af vettvangi þar sem megnið af þeim væri „sviðsett“. Þess ber að geta að Rússar hafa neitunarvald í öryggisráðinu. Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði að efnavopnaárásir Sýrlendinga myndu halda áfram þar til eitthvað yrði gert. „Rússar styðjast endurtekið við sömu skálduðu frásagnirnar til þess að beina athyglinni frá bandamönnum þeirra í Damaskus,“ sagði Haley. Tala látinna er enn á reiki. Syrian Observatory heldur því fram að alls hafi 72 látist í árásinni, þar af tuttugu börn. Hins vegar héldu þeir François Delattre, fulltrúi Frakklands í öryggisráðinu, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því fram í gær að yfir hundrað hefðu farist. Ekki fyrsta efnavopnaárásinÞann 21. ágúst árið 2013 vöknuðu íbúar í úthverfum Damaskus við mannskæðustu efnavopnaárás síðustu fjögurra áratuga. Sprengjur sem innihéldu saríngas skullu á hverfunum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna. Rannsóknarlið frá Sameinuðu þjóðunum fann í kjölfarið sönnunargögn sem sýndu fram á að saríngasi hefði verið skotið á svæðið. Sýrlenski herinn var sagður hafa staðið að árásinni. Ekki er ljóst hversu margir fórust í árásinni. Bretar telja 350 hafa farist, Syrian Observatory for Human Rights telja þá vera 502, Bandaríkin segja 1.429 hafa farist og uppreisnarmenn sjálfir segja að 1.729 hafi farist.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00