Rifist um efnavopnaárásina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. apríl 2017 06:00 Fórnarlömb árásarinnar voru mörg hver jörðuð í gær. Nordicphotos/AFP Varafulltrúi Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kljáðist við fulltrúa annarra ríkja á fundi ráðsins í gær. Umræðuefnið var efnavopnaárás þriðjudagsins á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með borgarastyrjöldinni í Sýrlandi á jörðu niðri, greindu frá því á þriðjudag að íbúar bæjarins hefðu séð sprengjur falla úr lofti. Í kjölfarið hafi fórnarlömb árásarinnar meðal annars froðufellt og kafnað. Líklegt þykir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að saríngas væri banvænt efnavopn, um tuttugu sinnum banvænna en blásýra, og ylli einna helst köfnun þar sem gasið réðist á miðtaugakerfi líkamans og lamaði öndunarfæri.Nikki Haley hafði með sér myndir af fórnarlömbunum á fund öryggisráðs SÞ.Nordicphotos/AFPAfstaða Rússa óverjandi Tilgátu Igors Konoshenkov, varnarmálaráðherra Rússlands, um að sýrlenskar þotur hefðu hæft efnavopnaframleiðslu uppreisnarmanna og þannig eitrað fyrir fórnarlömbum, var hafnað á fundi öryggisráðsins. Sjálfir hafa Sýrlendingar sagst aldrei hafa beitt efnavopnum. Matthew Rycroft, fulltrúi Bretlands, sagði að með árásinni hefði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, niðurlægt Rússa og hæðst að friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Þá sagði Rycroft Rússa verja hið óverjanlega með stuðningi sínum við stjórn al-Assads. Vladimir Safronkov, varafulltrúi Rússa, svaraði fyrir sig og sagði Breta heltekna af markmiði sínu um að steypa al-Assad af stóli í stað þess að reyna að koma á friði. Þá sagði hann ríki sitt ekki sjá þörf á því að öryggisráðið samþykkti nýjar ályktanir eða aðgerðir. Þess í stað ætti ráðið að fara fram á hlutlausa, ítarlega og alþjóðlega rannsókn á árinu. Ekki væri hægt að reiða sig á upptökur af vettvangi þar sem megnið af þeim væri „sviðsett“. Þess ber að geta að Rússar hafa neitunarvald í öryggisráðinu. Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði að efnavopnaárásir Sýrlendinga myndu halda áfram þar til eitthvað yrði gert. „Rússar styðjast endurtekið við sömu skálduðu frásagnirnar til þess að beina athyglinni frá bandamönnum þeirra í Damaskus,“ sagði Haley. Tala látinna er enn á reiki. Syrian Observatory heldur því fram að alls hafi 72 látist í árásinni, þar af tuttugu börn. Hins vegar héldu þeir François Delattre, fulltrúi Frakklands í öryggisráðinu, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því fram í gær að yfir hundrað hefðu farist. Ekki fyrsta efnavopnaárásinÞann 21. ágúst árið 2013 vöknuðu íbúar í úthverfum Damaskus við mannskæðustu efnavopnaárás síðustu fjögurra áratuga. Sprengjur sem innihéldu saríngas skullu á hverfunum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna. Rannsóknarlið frá Sameinuðu þjóðunum fann í kjölfarið sönnunargögn sem sýndu fram á að saríngasi hefði verið skotið á svæðið. Sýrlenski herinn var sagður hafa staðið að árásinni. Ekki er ljóst hversu margir fórust í árásinni. Bretar telja 350 hafa farist, Syrian Observatory for Human Rights telja þá vera 502, Bandaríkin segja 1.429 hafa farist og uppreisnarmenn sjálfir segja að 1.729 hafi farist. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Varafulltrúi Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kljáðist við fulltrúa annarra ríkja á fundi ráðsins í gær. Umræðuefnið var efnavopnaárás þriðjudagsins á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með borgarastyrjöldinni í Sýrlandi á jörðu niðri, greindu frá því á þriðjudag að íbúar bæjarins hefðu séð sprengjur falla úr lofti. Í kjölfarið hafi fórnarlömb árásarinnar meðal annars froðufellt og kafnað. Líklegt þykir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að saríngas væri banvænt efnavopn, um tuttugu sinnum banvænna en blásýra, og ylli einna helst köfnun þar sem gasið réðist á miðtaugakerfi líkamans og lamaði öndunarfæri.Nikki Haley hafði með sér myndir af fórnarlömbunum á fund öryggisráðs SÞ.Nordicphotos/AFPAfstaða Rússa óverjandi Tilgátu Igors Konoshenkov, varnarmálaráðherra Rússlands, um að sýrlenskar þotur hefðu hæft efnavopnaframleiðslu uppreisnarmanna og þannig eitrað fyrir fórnarlömbum, var hafnað á fundi öryggisráðsins. Sjálfir hafa Sýrlendingar sagst aldrei hafa beitt efnavopnum. Matthew Rycroft, fulltrúi Bretlands, sagði að með árásinni hefði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, niðurlægt Rússa og hæðst að friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Þá sagði Rycroft Rússa verja hið óverjanlega með stuðningi sínum við stjórn al-Assads. Vladimir Safronkov, varafulltrúi Rússa, svaraði fyrir sig og sagði Breta heltekna af markmiði sínu um að steypa al-Assad af stóli í stað þess að reyna að koma á friði. Þá sagði hann ríki sitt ekki sjá þörf á því að öryggisráðið samþykkti nýjar ályktanir eða aðgerðir. Þess í stað ætti ráðið að fara fram á hlutlausa, ítarlega og alþjóðlega rannsókn á árinu. Ekki væri hægt að reiða sig á upptökur af vettvangi þar sem megnið af þeim væri „sviðsett“. Þess ber að geta að Rússar hafa neitunarvald í öryggisráðinu. Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði að efnavopnaárásir Sýrlendinga myndu halda áfram þar til eitthvað yrði gert. „Rússar styðjast endurtekið við sömu skálduðu frásagnirnar til þess að beina athyglinni frá bandamönnum þeirra í Damaskus,“ sagði Haley. Tala látinna er enn á reiki. Syrian Observatory heldur því fram að alls hafi 72 látist í árásinni, þar af tuttugu börn. Hins vegar héldu þeir François Delattre, fulltrúi Frakklands í öryggisráðinu, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, því fram í gær að yfir hundrað hefðu farist. Ekki fyrsta efnavopnaárásinÞann 21. ágúst árið 2013 vöknuðu íbúar í úthverfum Damaskus við mannskæðustu efnavopnaárás síðustu fjögurra áratuga. Sprengjur sem innihéldu saríngas skullu á hverfunum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna. Rannsóknarlið frá Sameinuðu þjóðunum fann í kjölfarið sönnunargögn sem sýndu fram á að saríngasi hefði verið skotið á svæðið. Sýrlenski herinn var sagður hafa staðið að árásinni. Ekki er ljóst hversu margir fórust í árásinni. Bretar telja 350 hafa farist, Syrian Observatory for Human Rights telja þá vera 502, Bandaríkin segja 1.429 hafa farist og uppreisnarmenn sjálfir segja að 1.729 hafi farist.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00