Repúblikanar í vandræðum með skattafrumvarp Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 23:40 Mitch McConnell er leiðtogi repúblikana á öldungadeildinni. Vísir/AFP Repúblikanar eru komnir í veruleg vandræði með skattafrumvarp sitt eftir að öldungadeildarþingmaður flokksins lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja það. Annar þingmaður hefur lýst yfir verulegum áhyggjum með frumvarpið. Ron Johnson segir að hann muni ekki styðja frumvarpið þar sem það hylli stórum fyrirtækjum á kostnað annarra og smærri fyrirtækja. „Ef þeir geta komið því í gegnum þingið án mín, þá mega þeir það. Ég ætla ekki að greiða atkvæði með frumvarpinu,“ segir Johnson. Hann segir einnig að hann geti stutt frumvarpið ef verulegar breytingar verði gerði gerðar á því. Þingkonan Susan Collins sagði í dag að hún hefði verulegar áhyggjur af frumvarpinu og þá sérstaklega því að búið er að bæta við grein í frumvarpið sem myndi koma verulega niður á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, Obamacare, sem repúblikönum hefur hingað til mistekist að fella niður að fullu. Allt útlit er fyrir að frumvarpið muni verða samþykkt á fulltrúadeild þingsins en repúblikanar hafa lagt mikið á sig til að koma frumvarpinu til Donald Trump, forseta, fyrir jól. Repúblikanar hafa enn ekki náð að koma umfangsmiklum lagabreytingum í gegnum báðar deildir þingsins og eru ólmir í sigur. Repúblikanaflokkurinn stjórnar öldungadeildinni með 52 þingmenn á móti 42 þingmönnum Demókrataflokksins. Demókratar ætla ekki að styðja frumvarpið og segja það vera hannað til þess að hagnast ríkustu íbúum Bandaríkjanna á kostnað hinna fátæku. Auk Johnson og Collins hafa nokkrir þingmenn flokksins ekki gefið upp afstöðu sína, samkvæmt frétt Washington Post.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa greinendur sagt að breytingarnar sem frumvarpinu er ætlað að gera á Obamacare myndu valda því að þrettán milljónir manna myndu missa tryggingar sínar á næstu tíu árum. Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Repúblikanar eru komnir í veruleg vandræði með skattafrumvarp sitt eftir að öldungadeildarþingmaður flokksins lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja það. Annar þingmaður hefur lýst yfir verulegum áhyggjum með frumvarpið. Ron Johnson segir að hann muni ekki styðja frumvarpið þar sem það hylli stórum fyrirtækjum á kostnað annarra og smærri fyrirtækja. „Ef þeir geta komið því í gegnum þingið án mín, þá mega þeir það. Ég ætla ekki að greiða atkvæði með frumvarpinu,“ segir Johnson. Hann segir einnig að hann geti stutt frumvarpið ef verulegar breytingar verði gerði gerðar á því. Þingkonan Susan Collins sagði í dag að hún hefði verulegar áhyggjur af frumvarpinu og þá sérstaklega því að búið er að bæta við grein í frumvarpið sem myndi koma verulega niður á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, Obamacare, sem repúblikönum hefur hingað til mistekist að fella niður að fullu. Allt útlit er fyrir að frumvarpið muni verða samþykkt á fulltrúadeild þingsins en repúblikanar hafa lagt mikið á sig til að koma frumvarpinu til Donald Trump, forseta, fyrir jól. Repúblikanar hafa enn ekki náð að koma umfangsmiklum lagabreytingum í gegnum báðar deildir þingsins og eru ólmir í sigur. Repúblikanaflokkurinn stjórnar öldungadeildinni með 52 þingmenn á móti 42 þingmönnum Demókrataflokksins. Demókratar ætla ekki að styðja frumvarpið og segja það vera hannað til þess að hagnast ríkustu íbúum Bandaríkjanna á kostnað hinna fátæku. Auk Johnson og Collins hafa nokkrir þingmenn flokksins ekki gefið upp afstöðu sína, samkvæmt frétt Washington Post.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa greinendur sagt að breytingarnar sem frumvarpinu er ætlað að gera á Obamacare myndu valda því að þrettán milljónir manna myndu missa tryggingar sínar á næstu tíu árum.
Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira