Fimmtíu störf í uppnámi í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2017 19:37 Um fimmtíu störf í Þorlákshöfn eru í uppnámi eftir að stærsti vinnuveitandi staðarins hefur ákveðið að skella í lás og flytja alla starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Bæjarstjórinn segir málið grautfúl. Frostfiskur er 25 ára gamalt fyrirtæki í eigu bræðranna Steingríms og Þorgríms sem eru Leifssynir. Síðustu 19 ár hefur fyrirtækið verið í Þorlákshöfn. Bræðurnir eru einnig með fiskþurrkun í Ólafsvík. Lokað verður í Þorlákshöfn fljótlega á nýju ári og hefur öllu starfsfólki verið kynnt sú ákvörðun. „Við þurfum að komast nær höfuðborgarsvæðinu eða hreinlega að kjarna okkur eins og við segjum. Að lækka kostnað, minnka flutningskostnað og komast í nýtt hús með nútímatækjum. Við reiknum með að vera með fjörutíu starfsmenn á nýja staðnum og væntanlega er einhver hluti af starfsfólkinu sem flytur með okkur. Við reiknum með að það henti ekki öllum að fara að vinna í Hafnarfirði. Þetta eru 40 kílómetrar hér á milli,“ segir Steingrímur. „En við erum að vinna í þessu máli núna.“ Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, og samfélagið í Þorlákshöfn er sláandi yfir fréttunum um að Frostfiskur sé að skella í lás. „Þetta er alveg grautfúlt. Það er bara þannig. Það eru fjölskyldur sem koma þarna við sögu og fólk sem hefur búið hér lengi. Það kemur rót á fólk. Það held ég að sé alveg ljóst,“ segir Gunnsteinn. „Þetta eru engin endalok fyrir okkur en við þurfum að halda áfram að berja og við þurfum að byggja hér upp og fjölga hér atvinnutækifærum. Það er alveg ljóst.“ Hús Frostfisks sem er risa stórt á fjórum hæðum fer nú á sölu og öll tæki og búnaður tekin út úr því samhliða flutningunum til Hafnarfjarðar. Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Sjá meira
Um fimmtíu störf í Þorlákshöfn eru í uppnámi eftir að stærsti vinnuveitandi staðarins hefur ákveðið að skella í lás og flytja alla starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Bæjarstjórinn segir málið grautfúl. Frostfiskur er 25 ára gamalt fyrirtæki í eigu bræðranna Steingríms og Þorgríms sem eru Leifssynir. Síðustu 19 ár hefur fyrirtækið verið í Þorlákshöfn. Bræðurnir eru einnig með fiskþurrkun í Ólafsvík. Lokað verður í Þorlákshöfn fljótlega á nýju ári og hefur öllu starfsfólki verið kynnt sú ákvörðun. „Við þurfum að komast nær höfuðborgarsvæðinu eða hreinlega að kjarna okkur eins og við segjum. Að lækka kostnað, minnka flutningskostnað og komast í nýtt hús með nútímatækjum. Við reiknum með að vera með fjörutíu starfsmenn á nýja staðnum og væntanlega er einhver hluti af starfsfólkinu sem flytur með okkur. Við reiknum með að það henti ekki öllum að fara að vinna í Hafnarfirði. Þetta eru 40 kílómetrar hér á milli,“ segir Steingrímur. „En við erum að vinna í þessu máli núna.“ Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, og samfélagið í Þorlákshöfn er sláandi yfir fréttunum um að Frostfiskur sé að skella í lás. „Þetta er alveg grautfúlt. Það er bara þannig. Það eru fjölskyldur sem koma þarna við sögu og fólk sem hefur búið hér lengi. Það kemur rót á fólk. Það held ég að sé alveg ljóst,“ segir Gunnsteinn. „Þetta eru engin endalok fyrir okkur en við þurfum að halda áfram að berja og við þurfum að byggja hér upp og fjölga hér atvinnutækifærum. Það er alveg ljóst.“ Hús Frostfisks sem er risa stórt á fjórum hæðum fer nú á sölu og öll tæki og búnaður tekin út úr því samhliða flutningunum til Hafnarfjarðar.
Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Sjá meira