Fimmtíu störf í uppnámi í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2017 19:37 Um fimmtíu störf í Þorlákshöfn eru í uppnámi eftir að stærsti vinnuveitandi staðarins hefur ákveðið að skella í lás og flytja alla starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Bæjarstjórinn segir málið grautfúl. Frostfiskur er 25 ára gamalt fyrirtæki í eigu bræðranna Steingríms og Þorgríms sem eru Leifssynir. Síðustu 19 ár hefur fyrirtækið verið í Þorlákshöfn. Bræðurnir eru einnig með fiskþurrkun í Ólafsvík. Lokað verður í Þorlákshöfn fljótlega á nýju ári og hefur öllu starfsfólki verið kynnt sú ákvörðun. „Við þurfum að komast nær höfuðborgarsvæðinu eða hreinlega að kjarna okkur eins og við segjum. Að lækka kostnað, minnka flutningskostnað og komast í nýtt hús með nútímatækjum. Við reiknum með að vera með fjörutíu starfsmenn á nýja staðnum og væntanlega er einhver hluti af starfsfólkinu sem flytur með okkur. Við reiknum með að það henti ekki öllum að fara að vinna í Hafnarfirði. Þetta eru 40 kílómetrar hér á milli,“ segir Steingrímur. „En við erum að vinna í þessu máli núna.“ Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, og samfélagið í Þorlákshöfn er sláandi yfir fréttunum um að Frostfiskur sé að skella í lás. „Þetta er alveg grautfúlt. Það er bara þannig. Það eru fjölskyldur sem koma þarna við sögu og fólk sem hefur búið hér lengi. Það kemur rót á fólk. Það held ég að sé alveg ljóst,“ segir Gunnsteinn. „Þetta eru engin endalok fyrir okkur en við þurfum að halda áfram að berja og við þurfum að byggja hér upp og fjölga hér atvinnutækifærum. Það er alveg ljóst.“ Hús Frostfisks sem er risa stórt á fjórum hæðum fer nú á sölu og öll tæki og búnaður tekin út úr því samhliða flutningunum til Hafnarfjarðar. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Um fimmtíu störf í Þorlákshöfn eru í uppnámi eftir að stærsti vinnuveitandi staðarins hefur ákveðið að skella í lás og flytja alla starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Bæjarstjórinn segir málið grautfúl. Frostfiskur er 25 ára gamalt fyrirtæki í eigu bræðranna Steingríms og Þorgríms sem eru Leifssynir. Síðustu 19 ár hefur fyrirtækið verið í Þorlákshöfn. Bræðurnir eru einnig með fiskþurrkun í Ólafsvík. Lokað verður í Þorlákshöfn fljótlega á nýju ári og hefur öllu starfsfólki verið kynnt sú ákvörðun. „Við þurfum að komast nær höfuðborgarsvæðinu eða hreinlega að kjarna okkur eins og við segjum. Að lækka kostnað, minnka flutningskostnað og komast í nýtt hús með nútímatækjum. Við reiknum með að vera með fjörutíu starfsmenn á nýja staðnum og væntanlega er einhver hluti af starfsfólkinu sem flytur með okkur. Við reiknum með að það henti ekki öllum að fara að vinna í Hafnarfirði. Þetta eru 40 kílómetrar hér á milli,“ segir Steingrímur. „En við erum að vinna í þessu máli núna.“ Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, og samfélagið í Þorlákshöfn er sláandi yfir fréttunum um að Frostfiskur sé að skella í lás. „Þetta er alveg grautfúlt. Það er bara þannig. Það eru fjölskyldur sem koma þarna við sögu og fólk sem hefur búið hér lengi. Það kemur rót á fólk. Það held ég að sé alveg ljóst,“ segir Gunnsteinn. „Þetta eru engin endalok fyrir okkur en við þurfum að halda áfram að berja og við þurfum að byggja hér upp og fjölga hér atvinnutækifærum. Það er alveg ljóst.“ Hús Frostfisks sem er risa stórt á fjórum hæðum fer nú á sölu og öll tæki og búnaður tekin út úr því samhliða flutningunum til Hafnarfjarðar.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira