Körfubolti

Hannes: Gæti orðið til þess að fleiri atvinnumenn komi heim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stjórn KKÍ hefur ákveðið að 4+1 reglan svokallaða verði afnumin frá og með næsta keppnistímabili en þetta kom fram í tilkynningu frá henni í dag.

Fyrr í dag sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, íslenska ríkinu ályktun þess efnis að reglan bryti á EES-samningnum. Það sé álit stofnunarinnar að evrópskir körfuboltamenn eigi að fá að starfa við sömu skilyrði hér á landi og íslenskir körfuboltamenn.

Samkvæmt 4+1 reglunni er íslenskum liðum aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann í leik hverju sinni. Það eru hins vegar engar takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í leikmannahópnum sjálfum.

„Það er ljóst að þetta er mál sem við getum verið að vinna með næstu tvö til þrjú árin ef við viljum. Við teljum samt með heildarhagsmuni hreyfingarinnar að leiðarljósi að það sé best að taka af skarið. Ég sé enga ástæðu til að höfða dómsmál eða annað,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en má þá ekki búast við verulegri fjölgun erlendri leikmanna í íslensku deildunum næsta vetur?

„Þetta gæti gert það að verkum að fleiri atvinnumenn komi heim ef félögin hafa bolmagn til þess. Auðvitað getur það gerst að við sjáum fleiri Evrópubúa. Við sjáum hvað gerist. Það verður væntanlega einn Kani leyfður en það má vera með eins marga Evrópubúa og menn vilja.“

Fréttina má sjá í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×