Patrekur: Alltaf gaman að koma í KA-heimilið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2017 17:15 Patrekur og félagar hafa tapað tveimur leikjum í röð í Olís-deild karla. vísir/vilhelm Patrekur Jóhannesson fer aftur á sinn gamla heimavöll þegar Selfoss sækir KA heim í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í desember. Patrekur lék með KA á árunum 1994-96 og varð tvívegis bikarmeistari og einu sinni deildarmeistari með liðinu. „Það er alltaf gaman að koma norður og koma í KA-heimilið. Ég á góðar minningar þaðan. Þetta var frábær tími, einn sá skemmtilegasti á mínum ferli sem leikmaður,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi eftir að dregið var í 16-liða úrslit Coca Cola-bikarsins í dag. KA skráði sig aftur til leiks fyrir tímabilið og situr á toppi 1. deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö umferðir. Patrekur segir að það sé mikið spunnið í lið KA. „Ég veit að KA-liðið er mjög sterkt. Þetta er krefjandi en ég hlakka til að fara norður,“ sagði Patrekur. Hann segir Selfoss ætla sér stóra hluti í bikarkeppninni á þessu tímabili. „Við stefnum á að komast í Höllina eins og öll lið. En við vitum að við þurfum að spila vel gegn KA, þótt þeir séu í 1. deild og þannig séð nýtt lið,“ sagði Patrekur sem er meðvitaður um að stysta leiðin að stórum titli er í bikarkeppninni. „Bikarinn er skemmtilegur. Ég hef verið það heppinn að vera í góðum liðum og unnið hann fjórum sinnum sem leikmaður og einu sinni sem þjálfari. Þetta er ekki eins og að vinna deildakeppni. Þetta er stutt leið en bikarhelgin er stór.“ Patrekur segir að hið svokallaða Final Four fyrirkomulag, bikarhelgin, hafi gert mikið fyrir bikarkeppnina. „Ég held það. Ég kynntist þessu í Þýskalandi og þar er frábær helgi í Hamborg. Mér finnst þetta gott. Svo ertu líka með yngri flokkana þarna svo þessi helgi er mjög skemmtilegt fyrir alla,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Dregið í 16-liða Coca Cola-bikarsins | Patrekur fer á sinn gamla heimavöll Dregið var í 16-liða úrslit Coca Cola-bikars karla í dag. 15. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Patrekur Jóhannesson fer aftur á sinn gamla heimavöll þegar Selfoss sækir KA heim í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í desember. Patrekur lék með KA á árunum 1994-96 og varð tvívegis bikarmeistari og einu sinni deildarmeistari með liðinu. „Það er alltaf gaman að koma norður og koma í KA-heimilið. Ég á góðar minningar þaðan. Þetta var frábær tími, einn sá skemmtilegasti á mínum ferli sem leikmaður,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi eftir að dregið var í 16-liða úrslit Coca Cola-bikarsins í dag. KA skráði sig aftur til leiks fyrir tímabilið og situr á toppi 1. deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö umferðir. Patrekur segir að það sé mikið spunnið í lið KA. „Ég veit að KA-liðið er mjög sterkt. Þetta er krefjandi en ég hlakka til að fara norður,“ sagði Patrekur. Hann segir Selfoss ætla sér stóra hluti í bikarkeppninni á þessu tímabili. „Við stefnum á að komast í Höllina eins og öll lið. En við vitum að við þurfum að spila vel gegn KA, þótt þeir séu í 1. deild og þannig séð nýtt lið,“ sagði Patrekur sem er meðvitaður um að stysta leiðin að stórum titli er í bikarkeppninni. „Bikarinn er skemmtilegur. Ég hef verið það heppinn að vera í góðum liðum og unnið hann fjórum sinnum sem leikmaður og einu sinni sem þjálfari. Þetta er ekki eins og að vinna deildakeppni. Þetta er stutt leið en bikarhelgin er stór.“ Patrekur segir að hið svokallaða Final Four fyrirkomulag, bikarhelgin, hafi gert mikið fyrir bikarkeppnina. „Ég held það. Ég kynntist þessu í Þýskalandi og þar er frábær helgi í Hamborg. Mér finnst þetta gott. Svo ertu líka með yngri flokkana þarna svo þessi helgi er mjög skemmtilegt fyrir alla,“ sagði Patrekur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Dregið í 16-liða Coca Cola-bikarsins | Patrekur fer á sinn gamla heimavöll Dregið var í 16-liða úrslit Coca Cola-bikars karla í dag. 15. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Dregið í 16-liða Coca Cola-bikarsins | Patrekur fer á sinn gamla heimavöll Dregið var í 16-liða úrslit Coca Cola-bikars karla í dag. 15. nóvember 2017 12:00