Hannes var kvalinn á morfíni í heila viku: Komst varla á klósettið sjálfur Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 11:30 Hannes Þór var klár í slaginn fyrir EM og var þar einn besti maður íslenska liðsins. vísir/eyþór Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, var kvalinn á sjúkrahúsi með vökva í æði og á morfíni í heila viku eftir að hann fór úr axlarlið á æfingu landsliðsins í september árið 2015. Strákarnir okkar voru þá nýbúnir að tryggja sér sæti á EM 2016 með jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum en Hannes meiddist á léttri æfingu daginn eftir. Hannes hefur aldrei sagt alla söguna en hann gerði það í þættinum Ný sýn í umsjá Hugrúnar Halldórsdóttur í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Þar kom í ljós að fara úr axlarlið var ekki það eina sem kom fyrir markvörðinn.Hannes Þór spilar með Randers í dönsku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyVissi að þetta var alvarlegt „Það sem gerðist var að nýrun í mér gáfu sig,“ segir Hannes Þór sem var í stórkostlegu formi á þessum tíma, búinn að halda hreinu í sex leikjum af níu í undankeppni EM og á miklum skriði í hollensku úrvalsdeildinni. Meiðslin áttu sér stað átta mánuðum fyrir EM en læknarnir töldu að Hannes yrði 4-6 mánuði að jafna sig. Hann þekkir það vel að fara úr axlarlið en það gerði hann oft á yngri árum. „Ég vissi hvað þetta þýddi enda var ég búinn að fara fimm til sex sinnum úr axlarlið á vinstri öxlinni en núna var þetta sú hægri. Síðast þegar að þetta gerðist var ég frá fótbolta í fimm ár þannig að ég vissi að þetta var alvarlegt,“ segir Hannes en þarna voru vandræðin og veikindin rétt að hefjast. „Daginn eftir aðgerðina var ég að drepast í bakinu og mér leið bara ótrúlega illa allan daginn. Ég fór í rannsóknir upp á slysó þar sem fannst blóð í þvaginu og svo voru einhver gildi sem læknunum leist ekkert á. Ég beið í þrjá til fjóra tíma eftir niðurstöðu en það voru erfiðir tímar.“Hannes Þór flutti inn til mömmu og pabba til að jafna sig.vísir/eyþórLærði mikið Niðurstaðan var sú að nýrun á Hannesi voru biluð en sennilega var það út af aðgerðinni. Honum var tjáð af nýrnalækni að slíkt gerðist stundum eftir svona aðgerðir. „Ég var lagður inn á spítala í viku með vökva í æð en eina sem er hægt að gera í þessu er að bíða og vona. Ég var kvalinn og á morfíni allan tímann. Ég var að drepast í bakinu sem gerði það að verkum að ég gat ekkert sofið. Ég fór úr því að spila landsleik fyrir fullu húsi í besta formi lífs míns í það að geta ekki staulast á klósettið sjálfur og gat varla gengið,“ segir Hannes sem lærði ýmislegt um lífið á þessum tíma. „Það er merkilegt að upplifa það hvernig líkaminn getur gefið sig á svona stuttum tíma þó að maður telji sig fullfrískan. Eftir vikuna á spítalanum flutti ég til mömmu og pabba í tvær til þrjár vikur og eftir viku hjá þeim fór ég í göngutúr þar sem það tók mig eina klukkustund að ganga 300 metra.“ „Ég lærði mikið af þessu og þetta kenndi manni að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Maður má ekki gleyma að njóta augnabliksins,“ segir Hannes Þór Halldórsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, var kvalinn á sjúkrahúsi með vökva í æði og á morfíni í heila viku eftir að hann fór úr axlarlið á æfingu landsliðsins í september árið 2015. Strákarnir okkar voru þá nýbúnir að tryggja sér sæti á EM 2016 með jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum en Hannes meiddist á léttri æfingu daginn eftir. Hannes hefur aldrei sagt alla söguna en hann gerði það í þættinum Ný sýn í umsjá Hugrúnar Halldórsdóttur í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Þar kom í ljós að fara úr axlarlið var ekki það eina sem kom fyrir markvörðinn.Hannes Þór spilar með Randers í dönsku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyVissi að þetta var alvarlegt „Það sem gerðist var að nýrun í mér gáfu sig,“ segir Hannes Þór sem var í stórkostlegu formi á þessum tíma, búinn að halda hreinu í sex leikjum af níu í undankeppni EM og á miklum skriði í hollensku úrvalsdeildinni. Meiðslin áttu sér stað átta mánuðum fyrir EM en læknarnir töldu að Hannes yrði 4-6 mánuði að jafna sig. Hann þekkir það vel að fara úr axlarlið en það gerði hann oft á yngri árum. „Ég vissi hvað þetta þýddi enda var ég búinn að fara fimm til sex sinnum úr axlarlið á vinstri öxlinni en núna var þetta sú hægri. Síðast þegar að þetta gerðist var ég frá fótbolta í fimm ár þannig að ég vissi að þetta var alvarlegt,“ segir Hannes en þarna voru vandræðin og veikindin rétt að hefjast. „Daginn eftir aðgerðina var ég að drepast í bakinu og mér leið bara ótrúlega illa allan daginn. Ég fór í rannsóknir upp á slysó þar sem fannst blóð í þvaginu og svo voru einhver gildi sem læknunum leist ekkert á. Ég beið í þrjá til fjóra tíma eftir niðurstöðu en það voru erfiðir tímar.“Hannes Þór flutti inn til mömmu og pabba til að jafna sig.vísir/eyþórLærði mikið Niðurstaðan var sú að nýrun á Hannesi voru biluð en sennilega var það út af aðgerðinni. Honum var tjáð af nýrnalækni að slíkt gerðist stundum eftir svona aðgerðir. „Ég var lagður inn á spítala í viku með vökva í æð en eina sem er hægt að gera í þessu er að bíða og vona. Ég var kvalinn og á morfíni allan tímann. Ég var að drepast í bakinu sem gerði það að verkum að ég gat ekkert sofið. Ég fór úr því að spila landsleik fyrir fullu húsi í besta formi lífs míns í það að geta ekki staulast á klósettið sjálfur og gat varla gengið,“ segir Hannes sem lærði ýmislegt um lífið á þessum tíma. „Það er merkilegt að upplifa það hvernig líkaminn getur gefið sig á svona stuttum tíma þó að maður telji sig fullfrískan. Eftir vikuna á spítalanum flutti ég til mömmu og pabba í tvær til þrjár vikur og eftir viku hjá þeim fór ég í göngutúr þar sem það tók mig eina klukkustund að ganga 300 metra.“ „Ég lærði mikið af þessu og þetta kenndi manni að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Maður má ekki gleyma að njóta augnabliksins,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira