Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 07:37 Donald Trump og Kim Jong-un hafa talað í fyrirsögnum um hvorn annan undanfarna mánuði. VÍSIR/GETTY Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. Donald Trump sé hugleysingi fyrir að hafa ekki þorað að landamærum Norður- og Suður-Kóreu og að hann í eigi í raun ekkert annað en dauðarefsingu skilið. Ritstjórnarpistill í flokksritinu Rodong Simnum beinir reiði sinni að heimsókn Trump til Suður-Kóreu í liðinni viku. Í ávarpi sínu til suður-kóreska þingsins fordæmdi hann „hina illu harðstjórn“ sem Kim Jong-un og flokksmenn hans standa vörð um í norðri.Sjá einnig: Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér„Versti glæpurinn sem aldrei verður fyrirgefinn er að hann dirfðist að vega hrottalega að æru hinna guðlegu leiðtoga [okkar],“ sagði í ritstjórnarpistlinum og bætt við: „Hann má vita það að hann er ógeðslegur glæpamaður sem á skilið að vera dæmdur til dauða af kóresku þjóðinni.“Tístið gerði útslagið Í ferð sinni um Suðaustur-Asíu talaði Trump um fátt annað en viðskiptasamninga og samskipti ríkjanna við Norður-Kóreu. Beindi hann orðum sínum oft beint að Kim Jong-un svo að mörgum misbauð. Tíst forsetans um líkamsbyggingu þess norður-kóreska, þar sem Trump ýjaði að því að hann væri „lágvaxinn og feitur,“ þótti mörgum vera punkturinn yfir I-ið.Sjá einnig: Trump: Myndi aldrei kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Í ljósi þess að leiðtogar Norður-Kóreu eru álitnir vera í guðatölu af þegnum sínum fóru ummæli Bandaríkjaforseta öfugt ofan í marga, ekki síst málgögn flokksins. Ekki aðeins kölluðu þau eftir dauða forsetans eins og fyrr er getið heldur sögðu þau hann huglausan fyrir að hafa ekki þorað að landamærum ríkjanna þegar hann sótti Suður-Kóreu heim. Trump sagði á sínum tíma að veðrið hafi ekki boðið upp á þyrluflug að svæðinu og því hafi verið þurft að snúa við. „Það var ekki veðrið,“ segir í ritstjórnarpistlinum. „Hann var bara hræddur við stingandi augnaráð hermannanna okkar.“ Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24 Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. Donald Trump sé hugleysingi fyrir að hafa ekki þorað að landamærum Norður- og Suður-Kóreu og að hann í eigi í raun ekkert annað en dauðarefsingu skilið. Ritstjórnarpistill í flokksritinu Rodong Simnum beinir reiði sinni að heimsókn Trump til Suður-Kóreu í liðinni viku. Í ávarpi sínu til suður-kóreska þingsins fordæmdi hann „hina illu harðstjórn“ sem Kim Jong-un og flokksmenn hans standa vörð um í norðri.Sjá einnig: Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér„Versti glæpurinn sem aldrei verður fyrirgefinn er að hann dirfðist að vega hrottalega að æru hinna guðlegu leiðtoga [okkar],“ sagði í ritstjórnarpistlinum og bætt við: „Hann má vita það að hann er ógeðslegur glæpamaður sem á skilið að vera dæmdur til dauða af kóresku þjóðinni.“Tístið gerði útslagið Í ferð sinni um Suðaustur-Asíu talaði Trump um fátt annað en viðskiptasamninga og samskipti ríkjanna við Norður-Kóreu. Beindi hann orðum sínum oft beint að Kim Jong-un svo að mörgum misbauð. Tíst forsetans um líkamsbyggingu þess norður-kóreska, þar sem Trump ýjaði að því að hann væri „lágvaxinn og feitur,“ þótti mörgum vera punkturinn yfir I-ið.Sjá einnig: Trump: Myndi aldrei kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Í ljósi þess að leiðtogar Norður-Kóreu eru álitnir vera í guðatölu af þegnum sínum fóru ummæli Bandaríkjaforseta öfugt ofan í marga, ekki síst málgögn flokksins. Ekki aðeins kölluðu þau eftir dauða forsetans eins og fyrr er getið heldur sögðu þau hann huglausan fyrir að hafa ekki þorað að landamærum ríkjanna þegar hann sótti Suður-Kóreu heim. Trump sagði á sínum tíma að veðrið hafi ekki boðið upp á þyrluflug að svæðinu og því hafi verið þurft að snúa við. „Það var ekki veðrið,“ segir í ritstjórnarpistlinum. „Hann var bara hræddur við stingandi augnaráð hermannanna okkar.“
Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24 Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
„Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24
Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41
Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00