Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2017 18:04 Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. Um er að ræða fimm sjúklinga sem hafa lengi beðið eftir að komast í liðskiptiaðgerðir á mjöðm hjá Landspítalanum. Sjúklingarnir fóru ásamt Hjálmari Þorsteinssyni bæklunarlækni og framkvæmdastjóra Klíníkurinnar til Svíþjóðar ásamt aðstoðarmönnum og fóru í dag í aðgerð sem Hjálmar framkvæmdi hjá einkasjúkrahúsinu Capio Movement í Halmstad. „Dagurinn var tekinn snemma og var fyrsta aðgerð klukkan hálfátta og fimmta aðgerðin var yfirstaðin rúmlega þrjú að sænskum tíma,“ segir Hjálmar. Á sjúkrahúsi Klíníkurinnar í Ármúla er fullkomin aðstaða til að framkvæma þessar aðgerðir. Sjúkratryggingar Íslands synjuðu um greiðsluþátttöku vegna þessara aðgerða hjá Klíníkinni þar sem ekki er til staðar samningur við Sjúkratryggingar Íslands um aðgerðir í sjúkrahúsi Klíníkurinnar. Hins vegar greiða Sjúkratryggingar allan kostnað vegna nákvæmlega sömu aðgerðar í Halmstad í Svíþjóð. Sjúklingarnir fimm sem fóru í aðgerð í dag uppfylltu skilyrði sem koma fram í svokallaðri biðtímatilskipun. Þeir höfðu beðið í meira en 90 daga eftir aðgerð og áttu rétt á að leita sér lækninga á sjúkrahúsi erlendis og fá kostnaðinn greiddan. Ójöfnuðurinn sem felst í þessu fyrirkomulagi felst meðal annars í því að sjúklingarnir þurfa að leggja út fyrir ferðakostnaði en sækja síðan um endurgreiðslu á sérstöku eyðublaði hjá Sjúkratryggingum Íslands eftir á. Það leiðir af eðli máls að þeir sjúklingar sem geta ekki lagt út fyrir kostnaði strax en uppfylla skilyrði 90 daga biðar eiga ekki kost á því að nýta sér úrræði um að leita sér lækninga erlendis. „Auðvitað er þetta stórfurðulegt og líka þegar maður skoðar jöfnuð í kerfinu. Það sem er furðulegt er að það er búið að skilgreina réttindi sjúklinga. Þetta gerði Alþingi 2012 með innleiðingu biðtímatilskipunarinnar og þetta var endurtekið í júní í fyrra þegar Evróputilskipun um valrétt sjúklings til að leita sér lækninga innan EES-svæðisins var innleidd,“ segir Hjálmar. Önnur Evrópulönd hafa tekið upp lausnir innanlands til að gera réttindin sambærileg við það sem þekkist erlendis. „Oft er þetta gert með þjónustusamningum við opinberar stofnanir eða einkareknar einingar eftir því hvort aðstaða og starfskraftur sé fyrir hendi til að tryggja að biðlistar séu ekki óeðlilega langir.“Biðtími eftir liðskiptiaðgerð á Landspítalanum fór úr 15 mánuðum niður í rúma 6 mánuði. Stór hópur sjúklinga sem þarf að fara í liðskiptiaðgerð á mjöðm bíður kvalinn eftir að komast að. Vísir/PjeturBiðtími kominn niður í 6,2 mánuði Eins og áður segir hefur verið langur biðtími eftir liðskiptiaðgerðum á Landspítalanum. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum bíða nú 658 einstaklingar eftir því að komast í liðskiptaaðgerð. Biðtími eftir aðgerð er nú kominn niður í 6,2 mánuði eftir átak við að vinna bug á biðlistum en biðtíminn var 15 mánuðir í fyrra. Margir þeirra sjúklinga sem þurfa á nýrri mjaðmakúlu að halda glíma við mikinn sársauka sem háir þeim verulega í daglegu lífi. Ef við afmörkum viðfangsefnið við að hjúkra sjúkum og meiddum sem þurfa á liðskiptiaðgerðum að halda. Væri ekki hægt að ná þessu markmiði með því að styrkja Landspítalann? „Það er búið að vera átaksverkefni í gangi í tvö ár. Landspítalinn hefur aukið verulega möguleikann á að framkvæma aðgerðir. Staðreyndin er samt sú að þegar eitt ár var liðið af þessu átaksverkefni voru jafn margir á biðlistanum. Við erum þjóð sem verður hratt eldri næstu tíu árin. Það þýðir að þetta átaksverkefni er það sem þarf til frambúðar,“ segir Hjálmar Þorsteinsson. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. Um er að ræða fimm sjúklinga sem hafa lengi beðið eftir að komast í liðskiptiaðgerðir á mjöðm hjá Landspítalanum. Sjúklingarnir fóru ásamt Hjálmari Þorsteinssyni bæklunarlækni og framkvæmdastjóra Klíníkurinnar til Svíþjóðar ásamt aðstoðarmönnum og fóru í dag í aðgerð sem Hjálmar framkvæmdi hjá einkasjúkrahúsinu Capio Movement í Halmstad. „Dagurinn var tekinn snemma og var fyrsta aðgerð klukkan hálfátta og fimmta aðgerðin var yfirstaðin rúmlega þrjú að sænskum tíma,“ segir Hjálmar. Á sjúkrahúsi Klíníkurinnar í Ármúla er fullkomin aðstaða til að framkvæma þessar aðgerðir. Sjúkratryggingar Íslands synjuðu um greiðsluþátttöku vegna þessara aðgerða hjá Klíníkinni þar sem ekki er til staðar samningur við Sjúkratryggingar Íslands um aðgerðir í sjúkrahúsi Klíníkurinnar. Hins vegar greiða Sjúkratryggingar allan kostnað vegna nákvæmlega sömu aðgerðar í Halmstad í Svíþjóð. Sjúklingarnir fimm sem fóru í aðgerð í dag uppfylltu skilyrði sem koma fram í svokallaðri biðtímatilskipun. Þeir höfðu beðið í meira en 90 daga eftir aðgerð og áttu rétt á að leita sér lækninga á sjúkrahúsi erlendis og fá kostnaðinn greiddan. Ójöfnuðurinn sem felst í þessu fyrirkomulagi felst meðal annars í því að sjúklingarnir þurfa að leggja út fyrir ferðakostnaði en sækja síðan um endurgreiðslu á sérstöku eyðublaði hjá Sjúkratryggingum Íslands eftir á. Það leiðir af eðli máls að þeir sjúklingar sem geta ekki lagt út fyrir kostnaði strax en uppfylla skilyrði 90 daga biðar eiga ekki kost á því að nýta sér úrræði um að leita sér lækninga erlendis. „Auðvitað er þetta stórfurðulegt og líka þegar maður skoðar jöfnuð í kerfinu. Það sem er furðulegt er að það er búið að skilgreina réttindi sjúklinga. Þetta gerði Alþingi 2012 með innleiðingu biðtímatilskipunarinnar og þetta var endurtekið í júní í fyrra þegar Evróputilskipun um valrétt sjúklings til að leita sér lækninga innan EES-svæðisins var innleidd,“ segir Hjálmar. Önnur Evrópulönd hafa tekið upp lausnir innanlands til að gera réttindin sambærileg við það sem þekkist erlendis. „Oft er þetta gert með þjónustusamningum við opinberar stofnanir eða einkareknar einingar eftir því hvort aðstaða og starfskraftur sé fyrir hendi til að tryggja að biðlistar séu ekki óeðlilega langir.“Biðtími eftir liðskiptiaðgerð á Landspítalanum fór úr 15 mánuðum niður í rúma 6 mánuði. Stór hópur sjúklinga sem þarf að fara í liðskiptiaðgerð á mjöðm bíður kvalinn eftir að komast að. Vísir/PjeturBiðtími kominn niður í 6,2 mánuði Eins og áður segir hefur verið langur biðtími eftir liðskiptiaðgerðum á Landspítalanum. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum bíða nú 658 einstaklingar eftir því að komast í liðskiptaaðgerð. Biðtími eftir aðgerð er nú kominn niður í 6,2 mánuði eftir átak við að vinna bug á biðlistum en biðtíminn var 15 mánuðir í fyrra. Margir þeirra sjúklinga sem þurfa á nýrri mjaðmakúlu að halda glíma við mikinn sársauka sem háir þeim verulega í daglegu lífi. Ef við afmörkum viðfangsefnið við að hjúkra sjúkum og meiddum sem þurfa á liðskiptiaðgerðum að halda. Væri ekki hægt að ná þessu markmiði með því að styrkja Landspítalann? „Það er búið að vera átaksverkefni í gangi í tvö ár. Landspítalinn hefur aukið verulega möguleikann á að framkvæma aðgerðir. Staðreyndin er samt sú að þegar eitt ár var liðið af þessu átaksverkefni voru jafn margir á biðlistanum. Við erum þjóð sem verður hratt eldri næstu tíu árin. Það þýðir að þetta átaksverkefni er það sem þarf til frambúðar,“ segir Hjálmar Þorsteinsson.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira