Málar landslag með munninum Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2017 10:30 "Þegar maður er lamaður tapar maður getunni til að smíða og búa til handverk. Myndlistin gerir mér kleift að búa til eitthvað sjálfur og mála gjafir handa mömmu og fólkinu í kringum mig sem hefur hjálpað mér í gegnum tíðina." Anton Brink Brandur prófaði munnmálun í fyrsta sinn fyrir þremur árum og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann hefur hlotið styrk til að sinna listsköpun sinni og haldið tvær myndlistarsýningar. „Ég var í endurhæfingu á Reykjalundi og mér leiddist. Ég vissi að Edda Heiðrún Backman heitin hafði verið að mála með munninum og ákvað einn daginn að láta slag standa og prófa líka. Edda Heiðrún, sem einnig var á Reykjalundi, frétti svo af því og mætti til mín viku seinna og spurði hvort ég vildi hjálp. Ég þáði það og hún ruddi algjörlega veginn fyrir mig á þessu sviði. Með hennar aðstoð opnuðust mér ýmis tækifæri,“ segir Brandur. Hann er lamaður fyrir neðan háls en ekki hefur verið hægt að finna nákvæmlega út hvað orsakar lömunina. Brandur segir Eddu Heiðrúnu hafa kennt sér heilmikið, og einnig Derek Mundell, myndlistarmann og kennara í munnmálun. „Derek útvegaði mér pensla og kenndi mér öll helstu grunnatriðin. Ég var furðu fljótur að ná tökum á að stýra pensli með munninum og það kom mér á óvart hvað ég var snöggur að ná að gera beinar línur og hringi og slíkt. En þetta krefst mikillar æfingar.“ Þegar Brandur er spurður hvort hann hafi náð góðum tökum á listinni hlær hann og segir það vera umdeilanlegt. „Ég hef fengið töluvert hrós fyrir mín verk og haldið tvær sýningar. Meirihluti verkanna seldist, svo það er kannski ágætismælikvarði. Önnur sýningin var í Ráðhúsi Reykjavíkur og það var mjög gaman að því.“Var læstur í líkamanumNáttúra Íslands er Brandi hugleikin og þangað sækir hann innblástur fyrir verk sín. „Ég mála aðallega landslagsmyndir en líka alls konar myndir inn á milli. Ég reyni að æfa mig í súrrealíska stílnum og njóta frelsisins sem fylgir því að geta málað. Upphaflega var þetta tenging við það sem ég hafði tapað út af lömuninni. Ég er alinn upp í náttúru Íslands og vann sem landvörður í gamla daga. Þegar ég fór að lamast var mikið sjokk að vera læstur í líkamanum í rúmi inni á spítala alla daga. Áhugi minn á íslenskri náttúru er alltaf sá sami og ég læt dróna fljúga yfir landið og tek myndir, sem gefa mér hugmyndir að því sem ég mála. Þetta er mín leið til að upplifa náttúruna.“ Brandur talar um að það sé gaman að fljúga dróna og fá tækifæri til að skoða landið ofan frá. Þannig geti hann skoðað staði sem hann kæmist aldrei á. „Ég er ánægður með að geta tengt saman þessi áhugamál mín. Svo finnst mér líka gaman að geta gefið eitthvað af mér. Þegar maður er lamaður tapar maður getunni til að smíða og búa til handverk. Myndlistin gerir mér kleift að búa til eitthvað sjálfur og mála gjafir handa mömmu og fólkinu í kringum mig sem hefur hjálpað mér í gegnum tíðina. Ég er ekki duglegur að selja myndirnar mínar, heldur hef ég aðallega gefið þær,“ segir Brandur, sem fær enn aðstoð og kennslu hjá Derek. „Hann er rosalega duglegur að hjálpa fólki í sambærilegri stöðu og ég er í. Ég hef verið duglegur að benda öðrum á hann. Svo fer ég af og til á námskeið hjá Myndlistarskóla Kópavogs og hef mikla ánægju af því. Ég er í alþjóðlegu munnmálarafélagi en Edda Heiðrún kom mér í það. Þar er ég í sambandi við marga sem mála eins og ég. Það er bæði gott og rosalega gefandi. Að sjá hvað þetta fólk getur gert er stórkostlegt. Kannski verð ég einhvern daginn eins fær í munnmálun og það.“ Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Brandur prófaði munnmálun í fyrsta sinn fyrir þremur árum og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann hefur hlotið styrk til að sinna listsköpun sinni og haldið tvær myndlistarsýningar. „Ég var í endurhæfingu á Reykjalundi og mér leiddist. Ég vissi að Edda Heiðrún Backman heitin hafði verið að mála með munninum og ákvað einn daginn að láta slag standa og prófa líka. Edda Heiðrún, sem einnig var á Reykjalundi, frétti svo af því og mætti til mín viku seinna og spurði hvort ég vildi hjálp. Ég þáði það og hún ruddi algjörlega veginn fyrir mig á þessu sviði. Með hennar aðstoð opnuðust mér ýmis tækifæri,“ segir Brandur. Hann er lamaður fyrir neðan háls en ekki hefur verið hægt að finna nákvæmlega út hvað orsakar lömunina. Brandur segir Eddu Heiðrúnu hafa kennt sér heilmikið, og einnig Derek Mundell, myndlistarmann og kennara í munnmálun. „Derek útvegaði mér pensla og kenndi mér öll helstu grunnatriðin. Ég var furðu fljótur að ná tökum á að stýra pensli með munninum og það kom mér á óvart hvað ég var snöggur að ná að gera beinar línur og hringi og slíkt. En þetta krefst mikillar æfingar.“ Þegar Brandur er spurður hvort hann hafi náð góðum tökum á listinni hlær hann og segir það vera umdeilanlegt. „Ég hef fengið töluvert hrós fyrir mín verk og haldið tvær sýningar. Meirihluti verkanna seldist, svo það er kannski ágætismælikvarði. Önnur sýningin var í Ráðhúsi Reykjavíkur og það var mjög gaman að því.“Var læstur í líkamanumNáttúra Íslands er Brandi hugleikin og þangað sækir hann innblástur fyrir verk sín. „Ég mála aðallega landslagsmyndir en líka alls konar myndir inn á milli. Ég reyni að æfa mig í súrrealíska stílnum og njóta frelsisins sem fylgir því að geta málað. Upphaflega var þetta tenging við það sem ég hafði tapað út af lömuninni. Ég er alinn upp í náttúru Íslands og vann sem landvörður í gamla daga. Þegar ég fór að lamast var mikið sjokk að vera læstur í líkamanum í rúmi inni á spítala alla daga. Áhugi minn á íslenskri náttúru er alltaf sá sami og ég læt dróna fljúga yfir landið og tek myndir, sem gefa mér hugmyndir að því sem ég mála. Þetta er mín leið til að upplifa náttúruna.“ Brandur talar um að það sé gaman að fljúga dróna og fá tækifæri til að skoða landið ofan frá. Þannig geti hann skoðað staði sem hann kæmist aldrei á. „Ég er ánægður með að geta tengt saman þessi áhugamál mín. Svo finnst mér líka gaman að geta gefið eitthvað af mér. Þegar maður er lamaður tapar maður getunni til að smíða og búa til handverk. Myndlistin gerir mér kleift að búa til eitthvað sjálfur og mála gjafir handa mömmu og fólkinu í kringum mig sem hefur hjálpað mér í gegnum tíðina. Ég er ekki duglegur að selja myndirnar mínar, heldur hef ég aðallega gefið þær,“ segir Brandur, sem fær enn aðstoð og kennslu hjá Derek. „Hann er rosalega duglegur að hjálpa fólki í sambærilegri stöðu og ég er í. Ég hef verið duglegur að benda öðrum á hann. Svo fer ég af og til á námskeið hjá Myndlistarskóla Kópavogs og hef mikla ánægju af því. Ég er í alþjóðlegu munnmálarafélagi en Edda Heiðrún kom mér í það. Þar er ég í sambandi við marga sem mála eins og ég. Það er bæði gott og rosalega gefandi. Að sjá hvað þetta fólk getur gert er stórkostlegt. Kannski verð ég einhvern daginn eins fær í munnmálun og það.“
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira