Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2017 08:00 Nichole Leigh Mosty Fréttablaðið/Stefán Hugsanlegt er að frumvarp um jafnlaunavottun verði ekki afgreitt á Alþingi í vor vegna tímaskorts og lagt fram aftur næsta haust. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ segir Nichole Leigh Mosty, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og framsögumaður málsins í nefndinni. Nichole segir mörg verkefni liggja fyrir nefndinni núna. „Það eru svo mörg ríkisstjórnarmál að koma upp til okkar á stuttum tíma. Við fáum í allsherjar- og menntamálanefnd mál frá velferðarráðherra og frá menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra þannig að við sitjum uppi með mörg mál. Tímasetningin er þannig að það er ekki víst að þetta geti verið í forgangi.“ Samkvæmt dagskrá Alþingis á að ljúka þingi í lok mánaðar. „Ég sit yfir fullt af málum og við þurfum að finna leið til að klára þetta innan þriggja vikna eða taka afstöðu til þess hversu mikilvægt það er að málin klárist á vorþingi eða hvort það er hægt að vinna þau betur á haustþingi. Vegna þess að þetta snýst líka um það að mál séu vel unnin. Alla vega fyrir mína parta og okkar í Bjartri framtíð,“ segir Nichole. Frestur til að skila inn athugasemdum um frumvarpið rennur út á morgun. Einungis tvö erindi hafa verið send nefndinni vegna þess. „Mér finnst það ekki nægjanlega gott að það séu bara tvær umsagnir,“ segir Nichole. Í umsögn Staðlaráðs, sem hannaði staðalinn, segir að ekki sé rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða hann. Frekar ætti að umbuna þeim sem það gera með einhvers konar ívilnunum. „Staðlaráð telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eru almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar og þeir eiga að láta fyrirtækjum og stofnunum í té lausnir fremur en að vera skyldubundin úrræði,“ segir í umsögn Staðlaráðs. Í umsögn VR er frumvarpinu hins vegar fagnað og tekið fram að það sé mikilvægur áfangi í átt að fullu jafnrétti karla og kvenna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Hugsanlegt er að frumvarp um jafnlaunavottun verði ekki afgreitt á Alþingi í vor vegna tímaskorts og lagt fram aftur næsta haust. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ segir Nichole Leigh Mosty, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og framsögumaður málsins í nefndinni. Nichole segir mörg verkefni liggja fyrir nefndinni núna. „Það eru svo mörg ríkisstjórnarmál að koma upp til okkar á stuttum tíma. Við fáum í allsherjar- og menntamálanefnd mál frá velferðarráðherra og frá menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra þannig að við sitjum uppi með mörg mál. Tímasetningin er þannig að það er ekki víst að þetta geti verið í forgangi.“ Samkvæmt dagskrá Alþingis á að ljúka þingi í lok mánaðar. „Ég sit yfir fullt af málum og við þurfum að finna leið til að klára þetta innan þriggja vikna eða taka afstöðu til þess hversu mikilvægt það er að málin klárist á vorþingi eða hvort það er hægt að vinna þau betur á haustþingi. Vegna þess að þetta snýst líka um það að mál séu vel unnin. Alla vega fyrir mína parta og okkar í Bjartri framtíð,“ segir Nichole. Frestur til að skila inn athugasemdum um frumvarpið rennur út á morgun. Einungis tvö erindi hafa verið send nefndinni vegna þess. „Mér finnst það ekki nægjanlega gott að það séu bara tvær umsagnir,“ segir Nichole. Í umsögn Staðlaráðs, sem hannaði staðalinn, segir að ekki sé rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða hann. Frekar ætti að umbuna þeim sem það gera með einhvers konar ívilnunum. „Staðlaráð telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eru almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar og þeir eiga að láta fyrirtækjum og stofnunum í té lausnir fremur en að vera skyldubundin úrræði,“ segir í umsögn Staðlaráðs. Í umsögn VR er frumvarpinu hins vegar fagnað og tekið fram að það sé mikilvægur áfangi í átt að fullu jafnrétti karla og kvenna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira