Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2017 19:45 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. Hefur hann verið gagnrýndur fyrir að leggja skýrsluna ekki inn á þingið þá en hún hefði þá komið fyrir sjónir almennings fyrir þingkosningarnar 29. október. Í fréttum Stöðvar 2 var Bjarni spurður hvort hann héldi að skýrslan ætti eftir að verða honum til leiðinda. „Nei, ég sé ekki hvers vegna það ætti að vera. Ég skil vel fólk hafi skoðanir á því hvort skýrslan hefði átt að koma fyrr eða ekki en ég hugsaði þessa skýrslu fyrir þingið. Við vorum komin að þinglokum þegar ég var tilbúinn að leggja hana inn í þing en einhverjir gætu sagt að það hafi verið mistök hjá mér að leggja hana ekki fram, jafnvel þó að það væru ekki nema einn eða tveir sólarhringar eftir af þinginu og ljóst að hún gæti ekki fengið almennilega málsmeðferð þar,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það kann að vera að ég hafi gert þau mistök og kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann sagðist hins vegar ekki sjá hvaða efnisatriði það væru í skýrslunni sem hefðu átt að gefa honum tilefni til að halda henni frá umræðunni. Þá sagði Bjarni jafnframt að skýrslan kallaði á enn frekari skoðun á þeim málum sem hún tekur til, ekki síst vegna þess að í henni sjáist vel hversu erfitt það er að áætla hversu miklum tekjum þjóðarbúið kann að hafa orðið af vegna eigna Íslendinga í skattaskjólum. Tengdar fréttir Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22 Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. Hefur hann verið gagnrýndur fyrir að leggja skýrsluna ekki inn á þingið þá en hún hefði þá komið fyrir sjónir almennings fyrir þingkosningarnar 29. október. Í fréttum Stöðvar 2 var Bjarni spurður hvort hann héldi að skýrslan ætti eftir að verða honum til leiðinda. „Nei, ég sé ekki hvers vegna það ætti að vera. Ég skil vel fólk hafi skoðanir á því hvort skýrslan hefði átt að koma fyrr eða ekki en ég hugsaði þessa skýrslu fyrir þingið. Við vorum komin að þinglokum þegar ég var tilbúinn að leggja hana inn í þing en einhverjir gætu sagt að það hafi verið mistök hjá mér að leggja hana ekki fram, jafnvel þó að það væru ekki nema einn eða tveir sólarhringar eftir af þinginu og ljóst að hún gæti ekki fengið almennilega málsmeðferð þar,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það kann að vera að ég hafi gert þau mistök og kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann sagðist hins vegar ekki sjá hvaða efnisatriði það væru í skýrslunni sem hefðu átt að gefa honum tilefni til að halda henni frá umræðunni. Þá sagði Bjarni jafnframt að skýrslan kallaði á enn frekari skoðun á þeim málum sem hún tekur til, ekki síst vegna þess að í henni sjáist vel hversu erfitt það er að áætla hversu miklum tekjum þjóðarbúið kann að hafa orðið af vegna eigna Íslendinga í skattaskjólum.
Tengdar fréttir Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22 Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22
Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16
Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30