Nýr utanríkisráðherra sér tækifæri í útgöngu Breta úr ESB Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2017 11:29 Guðlaugur Þór Þórðarson gæti átt stefnumót við sal Öryggisráðs SÞ í framtíðinin Vísir/Ernir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson mun taka við embætti utanríkisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Nýr utanríkisráðherra leggur áherslu á fríverslun og sér tækifæri í væntanlegri útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Ég er spenntur að takast á við þetta verkefni. Ég er þakklátur fyrir það verkefni sem formaðurinn og þingflokkurinn hefur sýnt mér,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. Hann segir að eitt af stóru málunum verði að gæta hagsmuna Íslands í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en ekki liggur fyrir með hvaða hætti það verður gert. Guðlaugur Þór segir þó að þar geti leynst ákveðin tækifæri fyrir Ísland. „Bretland er eitt stærsta viðskiptaland okkkar innan ESB og þar af leiðandi eitt af okkar allra stærstu viðskiptalöndum. Forsætisráðherra Bretlands hefur gefið það skýrt út að hún vilji að Bretar verði leiðtogar í fríverslun í heimiunum. Það að fimmta stærsta efnahagskerfi heimsins sé að fara í þá áttina að fullum krafti getur skapað tækifæri sem er mikilvægt fyrir okkur og EFTA-ríkin að nýta sér,“ segir Guðlaugur Þór. Í tengslum við þetta segir Guðlaugur Þór að sem utanríkisráðherrra vilji hann leggja áherslu á fríverslun. „Fríverslun er eitthvað sem við byggjum afkomu okkar á og við værum á slæmum stað ef við hefðum ekki aðgang að erlendum mörkuðum,“ segir Guðlaugur Þór sem tekur við embætti á sama tíma og blikur eru á lofti í alþjóðamálum.Bretar stefna að því að yfirgefa Evrópusambandið.Vísir/EPAHætturnar ekki horfnar úr heiminum Aukin spenna hefur færst í samskipti Bandaríkjanna og Rússa og væntanleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skapar óvissu sem ekki hefur verið fyrir hendi frá lokum kalda stríðsins. „Við verðum að vera meðvituð hvað varðar ógnir í öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að kalda stríðið sé sem betur búið hverfa ekki hætturnar úr heiminum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðlaugur Þór gegnir embætti ráðherra en hann var heilbrigðisráðherra á árunum 2007-2009. Hann segir að sú reynsla muni nýtast honum vel í nýju embætti. „Það er enginn vafi á því að sú reynsla mun nýtast mér í þessu. Það er margt sem kemur manni á óvart þegar maður stígur sín fyrstu skref sem ráðherra og það er gott að vera kominn með það í reynslubankann að hafa verið ráðherra áður.“ Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það útilokað að sínu mati. 11. janúar 2017 10:51 Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. 11. janúar 2017 11:05 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson mun taka við embætti utanríkisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Nýr utanríkisráðherra leggur áherslu á fríverslun og sér tækifæri í væntanlegri útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Ég er spenntur að takast á við þetta verkefni. Ég er þakklátur fyrir það verkefni sem formaðurinn og þingflokkurinn hefur sýnt mér,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. Hann segir að eitt af stóru málunum verði að gæta hagsmuna Íslands í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en ekki liggur fyrir með hvaða hætti það verður gert. Guðlaugur Þór segir þó að þar geti leynst ákveðin tækifæri fyrir Ísland. „Bretland er eitt stærsta viðskiptaland okkkar innan ESB og þar af leiðandi eitt af okkar allra stærstu viðskiptalöndum. Forsætisráðherra Bretlands hefur gefið það skýrt út að hún vilji að Bretar verði leiðtogar í fríverslun í heimiunum. Það að fimmta stærsta efnahagskerfi heimsins sé að fara í þá áttina að fullum krafti getur skapað tækifæri sem er mikilvægt fyrir okkur og EFTA-ríkin að nýta sér,“ segir Guðlaugur Þór. Í tengslum við þetta segir Guðlaugur Þór að sem utanríkisráðherrra vilji hann leggja áherslu á fríverslun. „Fríverslun er eitthvað sem við byggjum afkomu okkar á og við værum á slæmum stað ef við hefðum ekki aðgang að erlendum mörkuðum,“ segir Guðlaugur Þór sem tekur við embætti á sama tíma og blikur eru á lofti í alþjóðamálum.Bretar stefna að því að yfirgefa Evrópusambandið.Vísir/EPAHætturnar ekki horfnar úr heiminum Aukin spenna hefur færst í samskipti Bandaríkjanna og Rússa og væntanleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skapar óvissu sem ekki hefur verið fyrir hendi frá lokum kalda stríðsins. „Við verðum að vera meðvituð hvað varðar ógnir í öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að kalda stríðið sé sem betur búið hverfa ekki hætturnar úr heiminum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðlaugur Þór gegnir embætti ráðherra en hann var heilbrigðisráðherra á árunum 2007-2009. Hann segir að sú reynsla muni nýtast honum vel í nýju embætti. „Það er enginn vafi á því að sú reynsla mun nýtast mér í þessu. Það er margt sem kemur manni á óvart þegar maður stígur sín fyrstu skref sem ráðherra og það er gott að vera kominn með það í reynslubankann að hafa verið ráðherra áður.“
Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það útilokað að sínu mati. 11. janúar 2017 10:51 Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. 11. janúar 2017 11:05 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það útilokað að sínu mati. 11. janúar 2017 10:51
Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01
Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02
Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. 11. janúar 2017 11:05