Um kennara í nýjum stjórnarsáttmála Guðríður Arnardóttir skrifar 11. janúar 2017 10:07 Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir m.a:Nauðsynlegt er að efla kennaramenntun til að bregðast við fækkun kennara og minnkandi aðsókn í kennaranám fyrir leikskóla og grunn- og framhaldsskóla. Ég vil benda á að kennaramenntun á Íslandi er ágæt. Auðvitað má alltaf gera betur en eins og þetta hljómar í stjórnarsáttmálanum má skilja það þannig að til þess að auka aðsókn í kennaranám verið að efla menntunina. Kennaramenntun er að lágmarki 5 ár á öllum skólastigum. Einungis fólk með meistaragráðu í sínu fagi getur hlotið starfheitið leik-, grunn- eða framhaldsskólakennari. Fagmennska í skólastarfi hefur aukist verulega á liðnum árum og þá sérstaklega kennslufræðileg nálgun. Ungir kennarar í dag eru vel menntaðir og hæfir. Það hefur sannarlega gengið illa að manna kennarastöður í leikskólum landsins og hlutfall kennara í starfsliði leikskólanna er langt undir viðmiðum. Að sama skapi má líta til grunnskólans en þar er nýliðun sáralítil. Stéttin eldist hratt og á það við kennara á öllum skólastigum. Ég vil benda nýrri ríkisstjórn á að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi menntunar kennara munu ekki leiða til þess að leysa viðvarandi manneklu í skólakerfinu. Starfsumhverfi og auðvitað fyrst og fremst laun er lykillinn að lausn málsins – verði laun kennara færð til betri vegar og gerð samkeppnishæf við laun stétta með sambærilega menntun er viðbúið að áhugi ungs fólks á kennarastarfinu aukist. Það er nefnilega gaman að vera kennari, reyndar með því skemmtilegra sem hægt er að taka sér fyrir hendur, en eins og launasetning kennara hefur verið fram til þessa sér ungt fólk ekki fram á að geta framfleytt sér á kennaralaununum. Svo ráð mitt til nýrrar ríkisstjórnar er þetta: Hækkið laun kennara, búið vel að skólakerfinu og sjá; vandamálið mun leysast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir m.a:Nauðsynlegt er að efla kennaramenntun til að bregðast við fækkun kennara og minnkandi aðsókn í kennaranám fyrir leikskóla og grunn- og framhaldsskóla. Ég vil benda á að kennaramenntun á Íslandi er ágæt. Auðvitað má alltaf gera betur en eins og þetta hljómar í stjórnarsáttmálanum má skilja það þannig að til þess að auka aðsókn í kennaranám verið að efla menntunina. Kennaramenntun er að lágmarki 5 ár á öllum skólastigum. Einungis fólk með meistaragráðu í sínu fagi getur hlotið starfheitið leik-, grunn- eða framhaldsskólakennari. Fagmennska í skólastarfi hefur aukist verulega á liðnum árum og þá sérstaklega kennslufræðileg nálgun. Ungir kennarar í dag eru vel menntaðir og hæfir. Það hefur sannarlega gengið illa að manna kennarastöður í leikskólum landsins og hlutfall kennara í starfsliði leikskólanna er langt undir viðmiðum. Að sama skapi má líta til grunnskólans en þar er nýliðun sáralítil. Stéttin eldist hratt og á það við kennara á öllum skólastigum. Ég vil benda nýrri ríkisstjórn á að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi menntunar kennara munu ekki leiða til þess að leysa viðvarandi manneklu í skólakerfinu. Starfsumhverfi og auðvitað fyrst og fremst laun er lykillinn að lausn málsins – verði laun kennara færð til betri vegar og gerð samkeppnishæf við laun stétta með sambærilega menntun er viðbúið að áhugi ungs fólks á kennarastarfinu aukist. Það er nefnilega gaman að vera kennari, reyndar með því skemmtilegra sem hægt er að taka sér fyrir hendur, en eins og launasetning kennara hefur verið fram til þessa sér ungt fólk ekki fram á að geta framfleytt sér á kennaralaununum. Svo ráð mitt til nýrrar ríkisstjórnar er þetta: Hækkið laun kennara, búið vel að skólakerfinu og sjá; vandamálið mun leysast.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar