Dulinn kostnaður vegna ágreiningsmála Lilja Bjarnadóttir skrifar 11. janúar 2017 07:00 Flestum finnst óþægilegt að eiga í ágreiningi eða útistöðum við aðra. Þegar við lendum í aðstæðum sem okkur finnst óþægilegar er algengt að fyrstu viðbrögð okkar séu að forðast þær. Vandamálið er að ágreiningsmál eiga það til að verða erfiðari úrlausnar því lengur sem þau fá að vera óáreitt. Spennan eykst og oft stigmagnast ágreiningurinn því fólk verður harðara í eigin afstöðu. Þessir þættir geta gert það erfiðara að leysa úr ágreiningnum, auk þess sem kostnaðurinn sem fellur til við ágreining eykst. Ef horft er á ágreiningsmál á vinnustað þá eru afleiðingarnar oft mun meiri en við gerum okkur grein fyrir. Beinn kostnaður af ágreiningsmálum er ekki alltaf svo augljós, nema kannski kostnaður við málaferli. En það er bara toppurinn á ísjakanum. Óleyst ágreiningsmál fela einnig í sér kostnað í formi aukinnar starfsmannaveltu, tímasóunar og vinnutaps sem felur í sér minni framleiðni, auknar fjarvistir og veikindi, seinlegri ákvörðunartöku, mistaka sem rekja má til samskiptavanda og ekki síst áhrifanna sem spenna og leiðindi hafa á andrúmsloft á vinnustað og líðan starfsmanna. Samkvæmt erlendri rannsókn frá 2008 þá eyðir hver starfsmaður að meðaltali 2,1 klst. á viku – eða um heilum degi í mánuði – í ágreining á vinnustað beint eða óbeint, þ.e. annaðhvort á starfsmaðurinn í ágreiningi sjálfur eða tími fer í að leysa úr ágreiningi milli samstarfsmanna.[1] Til þess að stemma stigu við þessu er nauðsynlegt að fyrirtæki geri sér grein fyrir mikilvægi þess að fólk sé þjálfað í því hvernig best sé að takast á við ágreining sem óhjákvæmilega mun koma upp þegar fólk með ólíkar skoðanir og gildi starfar saman. Vandamálið er ekki ágreiningurinn sem slíkur heldur neikvæðar afleiðingar sem ágreiningsmál hafa þegar ekki er gripið inn í með skipulögðum hætti. Hættum að stinga hausnum í sandinn og hjálpumst að við að fyrirbyggja ágreiningsmál og misskilning með því að hlúa betur að samskiptum á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Flestum finnst óþægilegt að eiga í ágreiningi eða útistöðum við aðra. Þegar við lendum í aðstæðum sem okkur finnst óþægilegar er algengt að fyrstu viðbrögð okkar séu að forðast þær. Vandamálið er að ágreiningsmál eiga það til að verða erfiðari úrlausnar því lengur sem þau fá að vera óáreitt. Spennan eykst og oft stigmagnast ágreiningurinn því fólk verður harðara í eigin afstöðu. Þessir þættir geta gert það erfiðara að leysa úr ágreiningnum, auk þess sem kostnaðurinn sem fellur til við ágreining eykst. Ef horft er á ágreiningsmál á vinnustað þá eru afleiðingarnar oft mun meiri en við gerum okkur grein fyrir. Beinn kostnaður af ágreiningsmálum er ekki alltaf svo augljós, nema kannski kostnaður við málaferli. En það er bara toppurinn á ísjakanum. Óleyst ágreiningsmál fela einnig í sér kostnað í formi aukinnar starfsmannaveltu, tímasóunar og vinnutaps sem felur í sér minni framleiðni, auknar fjarvistir og veikindi, seinlegri ákvörðunartöku, mistaka sem rekja má til samskiptavanda og ekki síst áhrifanna sem spenna og leiðindi hafa á andrúmsloft á vinnustað og líðan starfsmanna. Samkvæmt erlendri rannsókn frá 2008 þá eyðir hver starfsmaður að meðaltali 2,1 klst. á viku – eða um heilum degi í mánuði – í ágreining á vinnustað beint eða óbeint, þ.e. annaðhvort á starfsmaðurinn í ágreiningi sjálfur eða tími fer í að leysa úr ágreiningi milli samstarfsmanna.[1] Til þess að stemma stigu við þessu er nauðsynlegt að fyrirtæki geri sér grein fyrir mikilvægi þess að fólk sé þjálfað í því hvernig best sé að takast á við ágreining sem óhjákvæmilega mun koma upp þegar fólk með ólíkar skoðanir og gildi starfar saman. Vandamálið er ekki ágreiningurinn sem slíkur heldur neikvæðar afleiðingar sem ágreiningsmál hafa þegar ekki er gripið inn í með skipulögðum hætti. Hættum að stinga hausnum í sandinn og hjálpumst að við að fyrirbyggja ágreiningsmál og misskilning með því að hlúa betur að samskiptum á nýju ári.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun