Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2017 21:00 Mynd er tekin af öllum bílum sem aka um hliðið og reikningurinn sendur eigandanum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fimmtíu ár eru liðin um helgina frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er nú hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Regínu Hreinsdóttur, þjóðgarðsvörð í Skaftafelli. Það var þann 15. september árið 1967 sem þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli, en hann varð hluti Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2008. Fyrstu fjörutíu árin var þjónustumiðstöðin eingöngu opin yfir sumarmánuði en nú er staðan gjörbreytt. Þótt komið sé fram í september er aðsóknin eins og var um hásumar fyrir nokkrum árum og nú er í fyrsta sinn stefnt að því að halda fullri þjónustu allt árið.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í vetur verður í fyrsta skipti opið í veitingasölunni allan veturinn. Það hefur ekki verið áður, - það hefur verið í september og kannski eitthvað fram í október,“ segir Regína. Og nú á að fara að byggja nýtt snyrtihús, sem verður heilsárshús. „Þá verðum við meira og minna með tjaldstæðið í notkun yfir vetrartímann líka.“ Bílamergðin er orðin svo mikil að opna hefur þurft ný bílastæði og stefnt að því að færa fólksbílastæðin fjær þjónustumiðstöðinni og gera þar torg fyrir framan, þar sem fólk geti sest niður án þess að hafa bílana nærri.Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafelli. Nýju bílastæðin vinstra megin, þjónustumiðstöðin til hægri og tjaldstæðið fjær undir Skaftafellsbrekkum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er ekki lengur ókeypis aðgangur. Í síðasta mánuði hófst sjálfvirk innheimta og fyrir hvern fólksbíl sem ekur yfir ristarhliðið þarf að greiða 600 króna þjónustugjald og meira fyrir rútur. Regína segist ekki hafa fundið fyrir óánægju með gjaldið og því hafi almennt verið vel tekið. Útlendingar séu þó vanari slíkri gjaldtöku en Íslendingar. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því gestafjöldinn í Skaftafelli fór í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en hann hefur margfaldast síðan. Regína segir að í fyrra hafi gestir verið um 650 þúsund talsins, núna stefni í að gestirnir verði 800 þúsund á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skaftafelli. Tengdar fréttir Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17 Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fimmtíu ár eru liðin um helgina frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er nú hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Regínu Hreinsdóttur, þjóðgarðsvörð í Skaftafelli. Það var þann 15. september árið 1967 sem þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli, en hann varð hluti Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2008. Fyrstu fjörutíu árin var þjónustumiðstöðin eingöngu opin yfir sumarmánuði en nú er staðan gjörbreytt. Þótt komið sé fram í september er aðsóknin eins og var um hásumar fyrir nokkrum árum og nú er í fyrsta sinn stefnt að því að halda fullri þjónustu allt árið.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í vetur verður í fyrsta skipti opið í veitingasölunni allan veturinn. Það hefur ekki verið áður, - það hefur verið í september og kannski eitthvað fram í október,“ segir Regína. Og nú á að fara að byggja nýtt snyrtihús, sem verður heilsárshús. „Þá verðum við meira og minna með tjaldstæðið í notkun yfir vetrartímann líka.“ Bílamergðin er orðin svo mikil að opna hefur þurft ný bílastæði og stefnt að því að færa fólksbílastæðin fjær þjónustumiðstöðinni og gera þar torg fyrir framan, þar sem fólk geti sest niður án þess að hafa bílana nærri.Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafelli. Nýju bílastæðin vinstra megin, þjónustumiðstöðin til hægri og tjaldstæðið fjær undir Skaftafellsbrekkum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er ekki lengur ókeypis aðgangur. Í síðasta mánuði hófst sjálfvirk innheimta og fyrir hvern fólksbíl sem ekur yfir ristarhliðið þarf að greiða 600 króna þjónustugjald og meira fyrir rútur. Regína segist ekki hafa fundið fyrir óánægju með gjaldið og því hafi almennt verið vel tekið. Útlendingar séu þó vanari slíkri gjaldtöku en Íslendingar. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því gestafjöldinn í Skaftafelli fór í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en hann hefur margfaldast síðan. Regína segir að í fyrra hafi gestir verið um 650 þúsund talsins, núna stefni í að gestirnir verði 800 þúsund á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skaftafelli.
Tengdar fréttir Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17 Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17
Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16