Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 16. september 2017 10:00 Alda Karen Hjaltalín flytur til New York á næstunni en heldur áður fyrirlestur í Hörpu og gefur ungu fólki góð ráð. Visir/Ernir Alda Karen Hjaltalín, sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp rennir sér stundum á bretti á milli funda og vekur þá jafnan mikla athygli. Það vekur ekki síður athygli hversu ung hún er. Hún er 23 ára gömul en á að baki fjögur ár sem stjórnandi og er sérfræðingur í samfélagsmiðlum og svokölluðum áhrifavöldum. Í starfi sínu hjá Ghostlamp tengir Alda Karen saman fyrirtæki og áhrifavalda í markaðsskyni. Fyrirtækið Ghostlamp var stofnað árið 2014 af Jóni Braga Gíslasyni og hefur um 12 milljón manns á skrá sem teljast til áhrifavalda. Alda Karen flytur brátt til New York með eiginkonu sinni, Antoníu Lárusdóttur ljósmyndara. Í borginni stendur til að byggja upp starfsemi fyrirtækisins enn frekar en stefnt er að því að Ghostlamp verði stærsti og öflugasti aðilinn á sviði áhrifavaldamarkaðssetningar. Fyrirtækið hefur nú þegar staðið að herferðum í þremur heimsálfum. Nýverið tilkynnti Brunnur vaxtasjóður kaup á hlutafé í Ghostlamp upp á eina milljón Bandaríkjadala auk vilyrðis upp á eina milljón aukalega til að stuðla að áframhaldandi stækkun félagsins. Þetta vilyrði gerir Ghostlamp-teyminu kleift að vinna vel að uppbyggingunni í New York.Alda Karen og Antonía giftu sig nýverið hjá sýslumanni. Þær hefðu viljað halda rómantískari athöfn en töldu praktískt að flytja út sem hjón og drifu því í því. Mynd/Maria Bri og Linda BroÁður en Alda Karen fer af landi brott heldur hún fyrirlestur í Hörpu undir yfirskriftinni Leyndarmálin mín um markaðssetningu, sölu og lífið sjálft. Hún situr á kaffihúsinu í Hörpu við undirbúning þegar blaðamann ber að. „Ég gleymi því oft hvað ég er gömul. Ég hef oft þurft að láta eins og ég sé eldri. Ég er búin að vera nærri því þrítug í nokkur ár,“ segir Alda Karen og brosir breitt. Spurð út í aldurinn þurfti hún nefnilega að hugsa sig um. „Aldur skiptir heldur ekki máli, það er orkan sem í þér býr og ábyrgðin sem þú tekur,“ segir hún fastmælt. Hún hefur verið spurð hvers vegna hún haldi fyrirlestur og deili með áheyrendum leyndarmálum sínum. Af hverju hún haldi ekki forskotinu fyrir sig sjálfa.Nóg pláss „Ég er oft spurð af hverju ég sé að gefa frá mér það sem hefur tryggt mér velgengni. En ég spyr þá á móti: Af hverju ekki? Það er nóg pláss í heiminum fyrir alla, því ekki að segja frá því þegar vel gengur og hjálpa fólki að ná markmiðum sínum? Góðar hugmyndir, þær bara verða að fá líf. Það er enginn nákvæmlega eins og ég, það leiðir bara gott af sér að deila ráðum og skiptast á hugmyndum. Ég vil stuðla að því að sem flest ungt fólk taki ábyrgð á lífi sínu og komi hugmyndum sínum í framkvæmd. Svo trúi ég líka að því meira sem þú gefur, því meira gefur lífið þér til baka,“ segir Alda Karen. „Þetta er mín sýn á lífið, ég fer yfir mistök og lexíur og praktísk atriði sem ég trúi að séu gagnleg ungu fólki sem vill velgengni. Þetta eru hlutir sem við lærum ekki í skóla,“ nefnir Alda Karen. „Af hverju erum við fjögur ár í menntaskóla án þess að læra að gera skattaskýrslu, án þess að ræða tilgang lífsins, án þess að læra markvisst um okkur sjálf og hvernig við getum lifað farsælu lífi með sjálfsvirðinguna í lagi? Ég skil það ekki. Ég held að mín kynslóð muni breyta þessu,“ segir Alda Karen og segist hafa það að markmiði að koma að þeirri breytingu.Fjölmenning í grunnskóla Alda Karen er alin upp á Akureyri. Fyrstu tíu árin gekk hún í Oddeyrarskóla og síðar í Menntaskólann á Akureyri. Móðir hennar heitir Jóhanna Hjaltalín og er verslunarstjóri í Hagkaupi. Faðir hennar heitir Ólafur Erlendsson og er rafvirki. Alda Karen segir Oddeyrarskóla hafa gefið sér gott veganesti út í lífið. Þar stundar fjölbreyttur hópur barna nám. „Þetta er eini skólinn sem bauð upp á enskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna. Ég var í þrjátíu manna bekk og helmingur barnanna var af erlendum uppruna. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa verið í þessum skóla og ég held að ég hafi öðlast víðsýni og örlítið fleiri hugmyndir um heiminn en ég hefði annars. Þarna voru helst börn frá Taílandi, Filippseyjum og Póllandi. Í skólann komu líka börn frá öðrum löndum sem stoppuðu stutt. Og börn sem komu af meðferðarheimilum. Ótrúlega fjölbreytt samfélag,“ segir Alda Karen.Alda Karen og Antonía giftu sig nýverið hjá sýslumanni. Þær hefðu viljað halda rómantískari athöfn en töldu praktískt að flytja út sem hjón og drifu því í því.Maria Bri og Linda BroVill stofna skóla Nemendasamfélagið var einsleitara í Menntaskólanum á Akureyri. Þar segist Alda Karen helst hafa haft hugann við félagslífið. „Ég var að æfa fótbolta og var í unglingalandsliðinu. Því stundaði ég nám í svokölluðum afreksíþróttamannabekk. Ég er heppin að vera með ágæta dómgreind því ég hafði bara áhuga á félagslífinu. Ég gat afgreitt námið og síðan gert það sem ég vildi. Mér finnst eins og ég nefndi áðan margt vanta í skólakerfið í dag fyrir ungt fólk. Ég myndi sjálf vilja gera eitthvað seinna meir til góðs í þessu samhengi. Eitt af langtímamarkmiðum mínum er að stofna skóla. Samfélagið er að breytast mjög ört. Hæfni verður að haldast í hendur við þekkingu. Sú krafa verður æ háværari. En í skólakerfinu í dag þá finnst mér ekki samasemmerki á milli hæfni og menntunar,“ segir Alda Karen og segir að þótt hún sé ekki með háskólagráðu telji hún sig menntaða. „Ég er mikið menntuð og mjög hæf. Ég veit hvers virði ég er og er alltaf að læra eitthvað nýtt. Stöðugt. Á hverjum degi. Ég geri það vegna þess að ég hef áhuga á því og það þjónar markmiðum mínum, það er rétta leiðin,“segir Alda Karen.Skrýtin öskubuskusaga Alda Karen lét strax að sér kveða sem unglingur og tók gjarnan að sér ábyrgð og verkefni. „Ég var nú bara þrettán ára gömul þegar ég stofnaði stuðningsfélag kvennafélags Þórs KA. Þá safnaði ég styrkjum og vildi afla félaginu vinsælda og stuðnings. Ég var svona svolítið á undan minni samtíð,“ segir hún og hlær. Seinna var hún formaður íþróttafélagsins í MA og formaður nemendafélagsins. Hraður uppgangur hennar í íslensku atvinnulífi byrjaði á menntaskólaárunum. „Það er nú skrýtin öskubuskusaga,“ segir Alda Karen. „Ég fékk fregnir af því að það stæði ekki til að halda Söngvakeppni framhaldsskólanna á Akureyri aftur. Ég ákvað að láta til mín taka. Ég fór á fund SÍF og fór yfir hlutina. Ég vildi fá að vita hvað ég þyrfti að gera til að fá söngvakeppnina aftur norður. Fulltrúar SÍF fóru á fund með Sagafilm og þeir greindu frá því að til þess að halda keppnina á Akureyri þyrfti nokkrar milljónir. Framleiðslukostnaðurinn var svo hár. Ég fékk að vita þetta og fór strax í málið,“ segir Alda Karen.Hver ertu eiginlega? Í stuttu máli náði hún markmiði sínu og tilkynnti stjórnendum Sagafilm frá því. „Ég tilkynnti þeim að markmiðinu væri náð og spurði hvort við gætum ekki gert þetta saman. Ég sagði þeim líka hvernig ég gæti komið að keppninni og greindi þeim frá helstu atriðum sem mér fannst sjálfri að þyrfti að huga að. Þau hjá Sagafilm ráku eiginlega upp stór augu og spurðu hver ég væri eiginlega. Jóhannes, þáverandi sölu- og markaðsstjóri hjá Sagafilm, og Þórhallur Gunnarsson stukku á þetta,“ segir hún og brosir. Söngvakeppnirnar sem Alda Karen kom að á Akureyri urðu tvær. „Þetta var áður en þú gast gefið út lag á netinu og slegið hratt og örugglega í gegn. Þarna var tækifærið í beinni útsendingu á RÚV og keppnin var stór. Það er auðvitað allt breytt í dag. Ásdís María vann fyrri keppnina, hún er úti í Berlín að læra núna. Glowie vann svo seinni keppnina og velgengni hennar er með ólíkindum. Mér þykir vænt um þetta verkefni og það var svo sannarlega þess virði að koma því á koppinn.“Hraður uppgangur Alda Karen flutti til Reykjavíkur stuttu eftir útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri, þá með atvinnutilboð frá Sagafilm í vasanum. „Mér var boðin starfsnemastaða hjá fyrirtækinu. Ég brunaði suður, fékk herbergi hjá vinkonu minni og hóf störf. Ég vann í fyrstu við hlið Lilju Katrínar Gunnarsdóttur sem var fjölmiðlafulltrúi fyrirtækisins. Hún hætti og ég tók við hennar stöðu og heyrði þá beint undir Kjartan, forstjóra Sagafilm Nordic. Hann setti traust sitt á mig og veitti mér ábyrgð. Svo æxlast það þannig að sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins, Jóhannes Skúlason, hættir. Þá er mér boðið það starf.“ Ráðningin fór ekki hátt vegna þess hve ung hún var. „Ég sýndi því skilning þá. En nú horfi ég öðruvísi á málin. Ég hefði mátt vera stolt af stöðunni og starfinu. Að vita hvers virði maður er skiptir miklu máli. Ef þú veist það ekki, þá hefur þú ekki nógu sterka samningsstöðu. Svokölluð þúsaldarkynslóð er með þetta á hreinu. Ungar konur vita betur hve mikils virði þær eru. Netið er þar drifkraftur og því duglegri sem þú ert, því betur gengur þér. En þarna var ég, nítján ára, ljóshærð kona orðin sölu- og markaðsstjóri og að gera milljónasamninga. Ég þurfti að sanna mig og þetta var oft erfitt, þetta var brött lærdómskúrfa. Ég fann stundum fyrir fordómum vegna aldurs míns. Ég þurfti aðeins að hnika hlutum til til þess að fólk tæki mig alvarlega. Ég bjó mér til ímyndaðan aðstoðarmann. Hafði lesið um slíkt uppátæki og sendi út tölvupósta frá þessum ímyndaða aðstoðarmanni. Hann hét Róbert, en svo var líka Sveinn einu sinni. Róbert sendi út tölvupósta og bað um fundi og slíkt. Viðbrögðin urðu betri. Þá skráði ég mig oft eldri en ég var, þegar ég var að skrá mig á ráðstefnur eða inn á tengslanet. Í dag myndi ég auðvitað ekki gera það en í einhverjum tilfellum gat ég hreinlega ekki skráð ungan aldur minn.“ Alda Karen segir hraðan uppgang sinn í íslensku atvinnulífi ekki kraftaverkasögu. Ungu fólki séu allir vegir færir í dag. „Það eru svo miklar sviptingar á markaði, sérstaklega auglýsingamarkaði, vegna breyttrar hegðunar neytenda. Vegna breyttrar hegðunar neytenda getur fólk miklu frekar gert það sem það vill, það sem það dreymir um að gera. Því duglegri sem þú ert, því meiri rækt sem þú leggur við það sem þú ert að gera, því betur gengur þér. Þegar fólk spyr mig ráða um hvernig það geti markaðssett hugmyndir sínar þá byrja ég að nefna að það séu að minnsta kosti sjö fríir samfélagsmiðlar í boði. En það er ekki nóg, þú þarft að leggja rækt við hugmyndir þínar og setja þær fram af ástríðu og metnaði.“Bílslys varð vendipunktur Alda Karen starfaði hjá Sagafilm í tvö ár. Við starfi hennar tók Vilborg Arna Einarsdóttir afrekskona. „Ég ákvað að hætta og mig langaði að gera eitthvað annað. Þótt ég hefði orðið afhuga menntakerfinu þá vildi ég samt athuga málið betur og skráði mig í lögfræði í Háskóla Íslands. Það voru mistök. Þetta var ekki mín leið í lífinu og það eina sem kom út úr þessu hliðarspori var að ég kynntist góðu fólki. Ég hefði reyndar getað kynnst því bara á djamminu,“ segir hún og brosir. „Lífið er löngu búið að ákveða hvert þú ferð. Þú þarft bara að taka ábyrgð á lífi þínu. Það gerði ég ekki með því að taka þetta hliðarspor. Ég var ekki samkvæm sjálfri mér. Ekki á minni réttu leið. Svo lenti ég í harkalegu bílslysi. Það varð vendipunktur í lífi mínu. Ef þú hunsar eigin rödd þá lætur lífið þig heyra það og þú verður bara rúmliggjandi í tvær vikur. Ég átti stóran sjóð eftir störf mín á Sagafilm og hugsaði með mér, ég bíð aðeins eftir lífinu. Það hlýtur að koma.“ Alda Karen varð umboðsmaður Reykjavíkurdætra, sinnti þeim á Iceland Airwaves og aðstoðaði þær á Hróarskeldu þar sem þær spiluðu fyrir 4.000 manns. Hún stofnaði einnig fyrirtæki með eiginkonu sinni. „Fyrirtækið var upphaflega stofnað sem fataverslun. Í dag er þessi fataverslun orðin að allt öðru, það er ljósmynda- og fjárfestingarfyrirtæki.“Visir/ErnirViss um að verða rík Öldu Karen var svo árið 2016 boðið starf hjá Ghostlamp. Starf sem henni finnst sérsniðið að sér. Hún hefur fleiri markmið sem hún ætlar sér að ná og reynir að stunda hugleiðslu á hverjum degi sem hún segir hjálpa sér að færast nær þeim. „Ég veit að ég verð rík af því að fjárfesta í ungu fólki. Ég veit líka að ég opna skóla sem byggir á hæfni og hugmyndum. Þetta eru markmið sem ég hef núna. Á hverjum morgni tek ég mér tíma til þess að sjá fyrir mér framtíðina. Ég hugleiði í svona 10 mínútur. Svo sé ég fyrir mér hvað ég þarf að gera í mánuðinum til að færast nær markmiðum mínum, svo sé ég fyrir mér hvað ég þarf að gera í vikunni, að lokum hvað ég þarf að gera í dag. Ég horfist í augu við sjálfa mig og hugmyndir mínar. Svo geri ég eitthvað í því!“ Alda Karen nefnir að auðvitað geti markmið breyst. „Þau breytast og við göngum öll í gegnum tímabil. Stundum villist fólk af leið. Stundum finnur það ekki sína leið. En í grunninn snýst þetta um virði. Að lokum snýst þetta um að vita sitt eigið virði og vera óhrædd við að segja það. Því að lokum ert það þú sem ákveður hvað virði þitt er og þú nærð bara þeim markmiðum sem passa við þitt virði. Ég mæli að minnsta kosti með því að prófa þessa aðferð því það gefur manni gott sjónarhorn á lífið.“Róbert og Sveinn?… Alda Karen notar fleiri verkfæri sem gætu nýst fleirum til að kunna að meta lífið. „Ég og eiginkona mín förum í þakklætisgöngur. Við gerðum þetta í heilt ár. Fórum út að ganga og sögðum upphátt fimm hluti sem við erum þakklátar fyrir að hafa í dag. Svo segir maður fimm hluti sem maður sér fyrir sér að verða þakklátur fyrir í framtíðinni.“ Alda Karen er full tilhlökkunar fyrir ævintýrum með Ghostlamp í New York. „Aðalskrifstofan verður áfram hér á Íslandi en við viljum byggja upp starfið í New York, þar eru auglýsingastofur sem vilja starfa náið með okkur. Við erum að vinna í mörgum löndum. Um allan heim og þetta er rétt að byrja. Við ætlum að eiga markaðinn og kannski þá verða þeir félagar Róbert og Sveinn alvöru starfsmenn hjá mér!“ segir Alda Karen og hlær. Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Alda Karen Hjaltalín, sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp rennir sér stundum á bretti á milli funda og vekur þá jafnan mikla athygli. Það vekur ekki síður athygli hversu ung hún er. Hún er 23 ára gömul en á að baki fjögur ár sem stjórnandi og er sérfræðingur í samfélagsmiðlum og svokölluðum áhrifavöldum. Í starfi sínu hjá Ghostlamp tengir Alda Karen saman fyrirtæki og áhrifavalda í markaðsskyni. Fyrirtækið Ghostlamp var stofnað árið 2014 af Jóni Braga Gíslasyni og hefur um 12 milljón manns á skrá sem teljast til áhrifavalda. Alda Karen flytur brátt til New York með eiginkonu sinni, Antoníu Lárusdóttur ljósmyndara. Í borginni stendur til að byggja upp starfsemi fyrirtækisins enn frekar en stefnt er að því að Ghostlamp verði stærsti og öflugasti aðilinn á sviði áhrifavaldamarkaðssetningar. Fyrirtækið hefur nú þegar staðið að herferðum í þremur heimsálfum. Nýverið tilkynnti Brunnur vaxtasjóður kaup á hlutafé í Ghostlamp upp á eina milljón Bandaríkjadala auk vilyrðis upp á eina milljón aukalega til að stuðla að áframhaldandi stækkun félagsins. Þetta vilyrði gerir Ghostlamp-teyminu kleift að vinna vel að uppbyggingunni í New York.Alda Karen og Antonía giftu sig nýverið hjá sýslumanni. Þær hefðu viljað halda rómantískari athöfn en töldu praktískt að flytja út sem hjón og drifu því í því. Mynd/Maria Bri og Linda BroÁður en Alda Karen fer af landi brott heldur hún fyrirlestur í Hörpu undir yfirskriftinni Leyndarmálin mín um markaðssetningu, sölu og lífið sjálft. Hún situr á kaffihúsinu í Hörpu við undirbúning þegar blaðamann ber að. „Ég gleymi því oft hvað ég er gömul. Ég hef oft þurft að láta eins og ég sé eldri. Ég er búin að vera nærri því þrítug í nokkur ár,“ segir Alda Karen og brosir breitt. Spurð út í aldurinn þurfti hún nefnilega að hugsa sig um. „Aldur skiptir heldur ekki máli, það er orkan sem í þér býr og ábyrgðin sem þú tekur,“ segir hún fastmælt. Hún hefur verið spurð hvers vegna hún haldi fyrirlestur og deili með áheyrendum leyndarmálum sínum. Af hverju hún haldi ekki forskotinu fyrir sig sjálfa.Nóg pláss „Ég er oft spurð af hverju ég sé að gefa frá mér það sem hefur tryggt mér velgengni. En ég spyr þá á móti: Af hverju ekki? Það er nóg pláss í heiminum fyrir alla, því ekki að segja frá því þegar vel gengur og hjálpa fólki að ná markmiðum sínum? Góðar hugmyndir, þær bara verða að fá líf. Það er enginn nákvæmlega eins og ég, það leiðir bara gott af sér að deila ráðum og skiptast á hugmyndum. Ég vil stuðla að því að sem flest ungt fólk taki ábyrgð á lífi sínu og komi hugmyndum sínum í framkvæmd. Svo trúi ég líka að því meira sem þú gefur, því meira gefur lífið þér til baka,“ segir Alda Karen. „Þetta er mín sýn á lífið, ég fer yfir mistök og lexíur og praktísk atriði sem ég trúi að séu gagnleg ungu fólki sem vill velgengni. Þetta eru hlutir sem við lærum ekki í skóla,“ nefnir Alda Karen. „Af hverju erum við fjögur ár í menntaskóla án þess að læra að gera skattaskýrslu, án þess að ræða tilgang lífsins, án þess að læra markvisst um okkur sjálf og hvernig við getum lifað farsælu lífi með sjálfsvirðinguna í lagi? Ég skil það ekki. Ég held að mín kynslóð muni breyta þessu,“ segir Alda Karen og segist hafa það að markmiði að koma að þeirri breytingu.Fjölmenning í grunnskóla Alda Karen er alin upp á Akureyri. Fyrstu tíu árin gekk hún í Oddeyrarskóla og síðar í Menntaskólann á Akureyri. Móðir hennar heitir Jóhanna Hjaltalín og er verslunarstjóri í Hagkaupi. Faðir hennar heitir Ólafur Erlendsson og er rafvirki. Alda Karen segir Oddeyrarskóla hafa gefið sér gott veganesti út í lífið. Þar stundar fjölbreyttur hópur barna nám. „Þetta er eini skólinn sem bauð upp á enskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna. Ég var í þrjátíu manna bekk og helmingur barnanna var af erlendum uppruna. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa verið í þessum skóla og ég held að ég hafi öðlast víðsýni og örlítið fleiri hugmyndir um heiminn en ég hefði annars. Þarna voru helst börn frá Taílandi, Filippseyjum og Póllandi. Í skólann komu líka börn frá öðrum löndum sem stoppuðu stutt. Og börn sem komu af meðferðarheimilum. Ótrúlega fjölbreytt samfélag,“ segir Alda Karen.Alda Karen og Antonía giftu sig nýverið hjá sýslumanni. Þær hefðu viljað halda rómantískari athöfn en töldu praktískt að flytja út sem hjón og drifu því í því.Maria Bri og Linda BroVill stofna skóla Nemendasamfélagið var einsleitara í Menntaskólanum á Akureyri. Þar segist Alda Karen helst hafa haft hugann við félagslífið. „Ég var að æfa fótbolta og var í unglingalandsliðinu. Því stundaði ég nám í svokölluðum afreksíþróttamannabekk. Ég er heppin að vera með ágæta dómgreind því ég hafði bara áhuga á félagslífinu. Ég gat afgreitt námið og síðan gert það sem ég vildi. Mér finnst eins og ég nefndi áðan margt vanta í skólakerfið í dag fyrir ungt fólk. Ég myndi sjálf vilja gera eitthvað seinna meir til góðs í þessu samhengi. Eitt af langtímamarkmiðum mínum er að stofna skóla. Samfélagið er að breytast mjög ört. Hæfni verður að haldast í hendur við þekkingu. Sú krafa verður æ háværari. En í skólakerfinu í dag þá finnst mér ekki samasemmerki á milli hæfni og menntunar,“ segir Alda Karen og segir að þótt hún sé ekki með háskólagráðu telji hún sig menntaða. „Ég er mikið menntuð og mjög hæf. Ég veit hvers virði ég er og er alltaf að læra eitthvað nýtt. Stöðugt. Á hverjum degi. Ég geri það vegna þess að ég hef áhuga á því og það þjónar markmiðum mínum, það er rétta leiðin,“segir Alda Karen.Skrýtin öskubuskusaga Alda Karen lét strax að sér kveða sem unglingur og tók gjarnan að sér ábyrgð og verkefni. „Ég var nú bara þrettán ára gömul þegar ég stofnaði stuðningsfélag kvennafélags Þórs KA. Þá safnaði ég styrkjum og vildi afla félaginu vinsælda og stuðnings. Ég var svona svolítið á undan minni samtíð,“ segir hún og hlær. Seinna var hún formaður íþróttafélagsins í MA og formaður nemendafélagsins. Hraður uppgangur hennar í íslensku atvinnulífi byrjaði á menntaskólaárunum. „Það er nú skrýtin öskubuskusaga,“ segir Alda Karen. „Ég fékk fregnir af því að það stæði ekki til að halda Söngvakeppni framhaldsskólanna á Akureyri aftur. Ég ákvað að láta til mín taka. Ég fór á fund SÍF og fór yfir hlutina. Ég vildi fá að vita hvað ég þyrfti að gera til að fá söngvakeppnina aftur norður. Fulltrúar SÍF fóru á fund með Sagafilm og þeir greindu frá því að til þess að halda keppnina á Akureyri þyrfti nokkrar milljónir. Framleiðslukostnaðurinn var svo hár. Ég fékk að vita þetta og fór strax í málið,“ segir Alda Karen.Hver ertu eiginlega? Í stuttu máli náði hún markmiði sínu og tilkynnti stjórnendum Sagafilm frá því. „Ég tilkynnti þeim að markmiðinu væri náð og spurði hvort við gætum ekki gert þetta saman. Ég sagði þeim líka hvernig ég gæti komið að keppninni og greindi þeim frá helstu atriðum sem mér fannst sjálfri að þyrfti að huga að. Þau hjá Sagafilm ráku eiginlega upp stór augu og spurðu hver ég væri eiginlega. Jóhannes, þáverandi sölu- og markaðsstjóri hjá Sagafilm, og Þórhallur Gunnarsson stukku á þetta,“ segir hún og brosir. Söngvakeppnirnar sem Alda Karen kom að á Akureyri urðu tvær. „Þetta var áður en þú gast gefið út lag á netinu og slegið hratt og örugglega í gegn. Þarna var tækifærið í beinni útsendingu á RÚV og keppnin var stór. Það er auðvitað allt breytt í dag. Ásdís María vann fyrri keppnina, hún er úti í Berlín að læra núna. Glowie vann svo seinni keppnina og velgengni hennar er með ólíkindum. Mér þykir vænt um þetta verkefni og það var svo sannarlega þess virði að koma því á koppinn.“Hraður uppgangur Alda Karen flutti til Reykjavíkur stuttu eftir útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri, þá með atvinnutilboð frá Sagafilm í vasanum. „Mér var boðin starfsnemastaða hjá fyrirtækinu. Ég brunaði suður, fékk herbergi hjá vinkonu minni og hóf störf. Ég vann í fyrstu við hlið Lilju Katrínar Gunnarsdóttur sem var fjölmiðlafulltrúi fyrirtækisins. Hún hætti og ég tók við hennar stöðu og heyrði þá beint undir Kjartan, forstjóra Sagafilm Nordic. Hann setti traust sitt á mig og veitti mér ábyrgð. Svo æxlast það þannig að sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins, Jóhannes Skúlason, hættir. Þá er mér boðið það starf.“ Ráðningin fór ekki hátt vegna þess hve ung hún var. „Ég sýndi því skilning þá. En nú horfi ég öðruvísi á málin. Ég hefði mátt vera stolt af stöðunni og starfinu. Að vita hvers virði maður er skiptir miklu máli. Ef þú veist það ekki, þá hefur þú ekki nógu sterka samningsstöðu. Svokölluð þúsaldarkynslóð er með þetta á hreinu. Ungar konur vita betur hve mikils virði þær eru. Netið er þar drifkraftur og því duglegri sem þú ert, því betur gengur þér. En þarna var ég, nítján ára, ljóshærð kona orðin sölu- og markaðsstjóri og að gera milljónasamninga. Ég þurfti að sanna mig og þetta var oft erfitt, þetta var brött lærdómskúrfa. Ég fann stundum fyrir fordómum vegna aldurs míns. Ég þurfti aðeins að hnika hlutum til til þess að fólk tæki mig alvarlega. Ég bjó mér til ímyndaðan aðstoðarmann. Hafði lesið um slíkt uppátæki og sendi út tölvupósta frá þessum ímyndaða aðstoðarmanni. Hann hét Róbert, en svo var líka Sveinn einu sinni. Róbert sendi út tölvupósta og bað um fundi og slíkt. Viðbrögðin urðu betri. Þá skráði ég mig oft eldri en ég var, þegar ég var að skrá mig á ráðstefnur eða inn á tengslanet. Í dag myndi ég auðvitað ekki gera það en í einhverjum tilfellum gat ég hreinlega ekki skráð ungan aldur minn.“ Alda Karen segir hraðan uppgang sinn í íslensku atvinnulífi ekki kraftaverkasögu. Ungu fólki séu allir vegir færir í dag. „Það eru svo miklar sviptingar á markaði, sérstaklega auglýsingamarkaði, vegna breyttrar hegðunar neytenda. Vegna breyttrar hegðunar neytenda getur fólk miklu frekar gert það sem það vill, það sem það dreymir um að gera. Því duglegri sem þú ert, því meiri rækt sem þú leggur við það sem þú ert að gera, því betur gengur þér. Þegar fólk spyr mig ráða um hvernig það geti markaðssett hugmyndir sínar þá byrja ég að nefna að það séu að minnsta kosti sjö fríir samfélagsmiðlar í boði. En það er ekki nóg, þú þarft að leggja rækt við hugmyndir þínar og setja þær fram af ástríðu og metnaði.“Bílslys varð vendipunktur Alda Karen starfaði hjá Sagafilm í tvö ár. Við starfi hennar tók Vilborg Arna Einarsdóttir afrekskona. „Ég ákvað að hætta og mig langaði að gera eitthvað annað. Þótt ég hefði orðið afhuga menntakerfinu þá vildi ég samt athuga málið betur og skráði mig í lögfræði í Háskóla Íslands. Það voru mistök. Þetta var ekki mín leið í lífinu og það eina sem kom út úr þessu hliðarspori var að ég kynntist góðu fólki. Ég hefði reyndar getað kynnst því bara á djamminu,“ segir hún og brosir. „Lífið er löngu búið að ákveða hvert þú ferð. Þú þarft bara að taka ábyrgð á lífi þínu. Það gerði ég ekki með því að taka þetta hliðarspor. Ég var ekki samkvæm sjálfri mér. Ekki á minni réttu leið. Svo lenti ég í harkalegu bílslysi. Það varð vendipunktur í lífi mínu. Ef þú hunsar eigin rödd þá lætur lífið þig heyra það og þú verður bara rúmliggjandi í tvær vikur. Ég átti stóran sjóð eftir störf mín á Sagafilm og hugsaði með mér, ég bíð aðeins eftir lífinu. Það hlýtur að koma.“ Alda Karen varð umboðsmaður Reykjavíkurdætra, sinnti þeim á Iceland Airwaves og aðstoðaði þær á Hróarskeldu þar sem þær spiluðu fyrir 4.000 manns. Hún stofnaði einnig fyrirtæki með eiginkonu sinni. „Fyrirtækið var upphaflega stofnað sem fataverslun. Í dag er þessi fataverslun orðin að allt öðru, það er ljósmynda- og fjárfestingarfyrirtæki.“Visir/ErnirViss um að verða rík Öldu Karen var svo árið 2016 boðið starf hjá Ghostlamp. Starf sem henni finnst sérsniðið að sér. Hún hefur fleiri markmið sem hún ætlar sér að ná og reynir að stunda hugleiðslu á hverjum degi sem hún segir hjálpa sér að færast nær þeim. „Ég veit að ég verð rík af því að fjárfesta í ungu fólki. Ég veit líka að ég opna skóla sem byggir á hæfni og hugmyndum. Þetta eru markmið sem ég hef núna. Á hverjum morgni tek ég mér tíma til þess að sjá fyrir mér framtíðina. Ég hugleiði í svona 10 mínútur. Svo sé ég fyrir mér hvað ég þarf að gera í mánuðinum til að færast nær markmiðum mínum, svo sé ég fyrir mér hvað ég þarf að gera í vikunni, að lokum hvað ég þarf að gera í dag. Ég horfist í augu við sjálfa mig og hugmyndir mínar. Svo geri ég eitthvað í því!“ Alda Karen nefnir að auðvitað geti markmið breyst. „Þau breytast og við göngum öll í gegnum tímabil. Stundum villist fólk af leið. Stundum finnur það ekki sína leið. En í grunninn snýst þetta um virði. Að lokum snýst þetta um að vita sitt eigið virði og vera óhrædd við að segja það. Því að lokum ert það þú sem ákveður hvað virði þitt er og þú nærð bara þeim markmiðum sem passa við þitt virði. Ég mæli að minnsta kosti með því að prófa þessa aðferð því það gefur manni gott sjónarhorn á lífið.“Róbert og Sveinn?… Alda Karen notar fleiri verkfæri sem gætu nýst fleirum til að kunna að meta lífið. „Ég og eiginkona mín förum í þakklætisgöngur. Við gerðum þetta í heilt ár. Fórum út að ganga og sögðum upphátt fimm hluti sem við erum þakklátar fyrir að hafa í dag. Svo segir maður fimm hluti sem maður sér fyrir sér að verða þakklátur fyrir í framtíðinni.“ Alda Karen er full tilhlökkunar fyrir ævintýrum með Ghostlamp í New York. „Aðalskrifstofan verður áfram hér á Íslandi en við viljum byggja upp starfið í New York, þar eru auglýsingastofur sem vilja starfa náið með okkur. Við erum að vinna í mörgum löndum. Um allan heim og þetta er rétt að byrja. Við ætlum að eiga markaðinn og kannski þá verða þeir félagar Róbert og Sveinn alvöru starfsmenn hjá mér!“ segir Alda Karen og hlær.
Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira