Aðalráðgjafi Trumps rekinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 17:06 Steve Bannon hefur verið einn áhrifamesti en jafnframt umdeildasti starfsmaður Hvíta hússins. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt sínum nánasta hring að hann hafi í hyggju að reka aðalráðgjafa sinn, Steve Bannon. Bannon hefur allt frá því að Trump tók við embætti verið einn áhrifamesti maðurinn í Hvíta húsinu og vann hann sér inn traust forsetans með galvaskri framgöngu sinni í kosningabaráttu Trumps á síðasta ári. Áður hafði hann rekið fréttaveituna Breitbart, eitt helsta málgang þjóðernissinnaðra Bandaríkjamanna.Sjá einnig: Steve Bannon, úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur þó átt undir högg að sækja á síðustu mánuðum og ítrekað hafa borist fregnir af árekstrum hans við aðra starfsmenn Hvíta hússins. Hann er fjórði háttsetti starfsmaður Hvíta hússins sem tekur pokann sinn á síðastliðnum mánuði. Áður hefur starfsmannastjóri Hvíta hússins, yfirmaður fjölmiðlamála og samskiptastjórinn yfirgefið starfslið forsetans. Trump gæti haldið honum lengur Á vef New York Times kemur fram að forsetinn sitji á rökstólum með háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins um hvernig skuli standa að brottrekstri Bannons. Tveir heimildarmenn blaðsins segja að Bandaríkjaforseti sé þekktur fyrir að ganga þvert á ráðleggingar aðstoðarmanna sinna og kunni því að halda Bannon „eitthvað lengur.“ Á blaðamannafundi í vikunni var Trump tregur til að svara spurningum um framtíð Bannons. Heimildarmaður New York Times, sem sagður er standa Bannon nærri, segir hann hafa látið forsetann fá uppsagnarbréf sitt þann 7. ágúst síðastliðinn. Uppsögnin hefði tekið gildi síðastliðinn mánudag ef ekki hefði verið fyrir Charlottesville-uppþotin um síðustu helgi. Ef eitthvað er hæft í sögum af uppsagnarbréfinu þá kann það að útskýra opinskátt viðtal Bannons við The American Prospect á miðvikudag. Þar sagði hann hvíta þjóðernissinna vera „samansafn af trúðum“ og minnipokamenn. Þessi hópur myndar kjarnann í harðasta stuðningsmannahópi forsetans.Uppfært klukkan 17:25:Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu um málið. Þar segir:Starfsmannstjóri Hvíta hússins, John Kelly, og Steve Bannon hafa komist að samkomulagi um að þetta verði síðasti dagur Bannons. Við erum þakklát fyrir þjónustu hans og óskum honum alls hins besta. Tengdar fréttir Nýr samskiptastjóri kominn í Hvíta húsið tímabundið Ungur ráðgjafi Donalds Trump forseta, Hope Hicks, tekur við starfi samskiptastjóra Hvíta hússins, tímabundið. Rætt er um frekari mannabreytingar í Hvíta húsinu. 16. ágúst 2017 16:09 Sagði hvíta þjóðernissinna minnipokamenn og „samansafn af trúðum“ Steve Bannon, einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræddi meðal annars óeirðirnar í Virginíu í viðtali við The American Prospect sem kom út í gær. 17. ágúst 2017 10:24 Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu stríðsherbergi innan Hvíta hússins 28. maí 2017 08:33 Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. 31. júlí 2017 18:51 Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Steve Bannon hefur átt skrautlegan feril. Hann er nú orðinn aðalráðgjafi forseta Bandaríkjanna. Áður hefur hann stýrt fjölmiðli og selt tölvuleikjagull. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar halda því sumir fram að Bannon sé valdamesti mað 18. febrúar 2017 07:00 Steve Bannon ekki lengur í þjóðaröryggisráðinu Donald Trump gerir breytingar innan Hvíta hússins. 5. apríl 2017 16:28 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt sínum nánasta hring að hann hafi í hyggju að reka aðalráðgjafa sinn, Steve Bannon. Bannon hefur allt frá því að Trump tók við embætti verið einn áhrifamesti maðurinn í Hvíta húsinu og vann hann sér inn traust forsetans með galvaskri framgöngu sinni í kosningabaráttu Trumps á síðasta ári. Áður hafði hann rekið fréttaveituna Breitbart, eitt helsta málgang þjóðernissinnaðra Bandaríkjamanna.Sjá einnig: Steve Bannon, úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur þó átt undir högg að sækja á síðustu mánuðum og ítrekað hafa borist fregnir af árekstrum hans við aðra starfsmenn Hvíta hússins. Hann er fjórði háttsetti starfsmaður Hvíta hússins sem tekur pokann sinn á síðastliðnum mánuði. Áður hefur starfsmannastjóri Hvíta hússins, yfirmaður fjölmiðlamála og samskiptastjórinn yfirgefið starfslið forsetans. Trump gæti haldið honum lengur Á vef New York Times kemur fram að forsetinn sitji á rökstólum með háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins um hvernig skuli standa að brottrekstri Bannons. Tveir heimildarmenn blaðsins segja að Bandaríkjaforseti sé þekktur fyrir að ganga þvert á ráðleggingar aðstoðarmanna sinna og kunni því að halda Bannon „eitthvað lengur.“ Á blaðamannafundi í vikunni var Trump tregur til að svara spurningum um framtíð Bannons. Heimildarmaður New York Times, sem sagður er standa Bannon nærri, segir hann hafa látið forsetann fá uppsagnarbréf sitt þann 7. ágúst síðastliðinn. Uppsögnin hefði tekið gildi síðastliðinn mánudag ef ekki hefði verið fyrir Charlottesville-uppþotin um síðustu helgi. Ef eitthvað er hæft í sögum af uppsagnarbréfinu þá kann það að útskýra opinskátt viðtal Bannons við The American Prospect á miðvikudag. Þar sagði hann hvíta þjóðernissinna vera „samansafn af trúðum“ og minnipokamenn. Þessi hópur myndar kjarnann í harðasta stuðningsmannahópi forsetans.Uppfært klukkan 17:25:Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu um málið. Þar segir:Starfsmannstjóri Hvíta hússins, John Kelly, og Steve Bannon hafa komist að samkomulagi um að þetta verði síðasti dagur Bannons. Við erum þakklát fyrir þjónustu hans og óskum honum alls hins besta.
Tengdar fréttir Nýr samskiptastjóri kominn í Hvíta húsið tímabundið Ungur ráðgjafi Donalds Trump forseta, Hope Hicks, tekur við starfi samskiptastjóra Hvíta hússins, tímabundið. Rætt er um frekari mannabreytingar í Hvíta húsinu. 16. ágúst 2017 16:09 Sagði hvíta þjóðernissinna minnipokamenn og „samansafn af trúðum“ Steve Bannon, einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræddi meðal annars óeirðirnar í Virginíu í viðtali við The American Prospect sem kom út í gær. 17. ágúst 2017 10:24 Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu stríðsherbergi innan Hvíta hússins 28. maí 2017 08:33 Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. 31. júlí 2017 18:51 Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Steve Bannon hefur átt skrautlegan feril. Hann er nú orðinn aðalráðgjafi forseta Bandaríkjanna. Áður hefur hann stýrt fjölmiðli og selt tölvuleikjagull. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar halda því sumir fram að Bannon sé valdamesti mað 18. febrúar 2017 07:00 Steve Bannon ekki lengur í þjóðaröryggisráðinu Donald Trump gerir breytingar innan Hvíta hússins. 5. apríl 2017 16:28 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Nýr samskiptastjóri kominn í Hvíta húsið tímabundið Ungur ráðgjafi Donalds Trump forseta, Hope Hicks, tekur við starfi samskiptastjóra Hvíta hússins, tímabundið. Rætt er um frekari mannabreytingar í Hvíta húsinu. 16. ágúst 2017 16:09
Sagði hvíta þjóðernissinna minnipokamenn og „samansafn af trúðum“ Steve Bannon, einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræddi meðal annars óeirðirnar í Virginíu í viðtali við The American Prospect sem kom út í gær. 17. ágúst 2017 10:24
Breytingar í vændum hjá Trump sem blæs til sóknar Donald Trump Bandaríkaforseti og ráðgjafar hans íhuga nú að gera breytingar á nánasta starfsliði forsetans og koma upp svokölluðu stríðsherbergi innan Hvíta hússins 28. maí 2017 08:33
Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. 31. júlí 2017 18:51
Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Steve Bannon hefur átt skrautlegan feril. Hann er nú orðinn aðalráðgjafi forseta Bandaríkjanna. Áður hefur hann stýrt fjölmiðli og selt tölvuleikjagull. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar halda því sumir fram að Bannon sé valdamesti mað 18. febrúar 2017 07:00
Steve Bannon ekki lengur í þjóðaröryggisráðinu Donald Trump gerir breytingar innan Hvíta hússins. 5. apríl 2017 16:28