Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Sveinn er grunaður um að hafa ráðið manni bana á heimili hans í Mosfellsdal í júní. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 8.júní.
Fréttastofa RÚV greinir frá því að Þorgils Þorgilsson verjandi Sveins ætli að kæra úrskurðinn til hæstaréttar. Sveinn Gestur hefur neitað því alfarið að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana. Gæsluvarðhaldið rennur út 31.ágúst.
Sveinn Gestur í áframhaldandi gæsluvarðhaldi

Tengdar fréttir

Saksóknari tekur við manndrápsmálinu í Mosfellsdal
Manndrápsmálið í Mosfellsdal er nú komið á borð héraðssaksóknara sem hefur fjórar vikur til þess að gefa út ákæru.

Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós
Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki.