Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 14:00 Susan Bro sagðist ekki myndu ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir ummæli hans á blaðamannafundi á þriðjudag. Skjáskot Móðir Heather Heyer, konunnar sem lést er bíl var ekið á hana í óeirðunum í Virginíu um síðustu helgi, segist ekki ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag, þar sem hann kenndi bæði þjóðernissinnum og gagnmótmælundum um átökin. Fréttamaður ABC-fréttastofunnar vakti máls á því við Susan Bro, móður Heyer, í viðtali í dag að Trump hygðist setja sig beint í samband við hana vegna fráfalls dóttur hennar um helgina. „Ertu búin að ræða við hann beint?“ spurði fréttamaðurinn. „Ég hef ekki gert það og mun nú ekki gera það,“ svaraði Bro. „Fyrst missti ég af símtölum hans, fyrsta símtalið barst á meðan jarðarförinni stóð. Ég sá ekki einu sinni þau skilaboð og svo voru þrjú örvæntingarfull skilaboð í viðbót frá fjölmiðlafulltrúum yfir daginn og ég vissi ekki af hverju.“ Bro sagðist ekki hafa getað svarað forsetanum vegna anna í kringum jarðarför dóttur sinnar. Hún hafi heldur ekki horft á fréttir fyrr en í gærkvöldi, á fimmtudagskvöld. „Og ég ætla ekki að tala við forsetann núna, fyrirgefið mér,“ sagði Bro en ummæli hennar má hlusta á hér að neðan.Q: Have you talked to President Trump directly yet?Heather Heyer's mom, Susan Bro: "I have not, and now I will not." (via ABC) pic.twitter.com/GKqkC4j5ov— Kyle Griffin (@kylegriffin1) August 18, 2017 Hafði áður þakkað forsetanum fyrir yfirlýsingu sínaÁstæðuna sagði Bro vera yfirlýsingar Trump á blaðamannafundi sem haldinn var á þriðjudag. Bro sagðist hafa séð myndskeið frá blaðamannafundinum en þar sagði Trump að báðum fylkingum, hvítum þjóðernissinnum og gagnmótmælendum, hefði verið um að kenna í átökunum sem brutust út í Charlottesville um helgina.Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum vegna andláts Heather Heyer í Virginíu um helgina. Hér heldur mótmælandi á skilti með mynd af Heyer.Vísir/AFP„Þar gerði hann mótmælendur, „eins og ungfrú Heyer,“ jafngilda KKK-samtökunum og hvítum þjóðernissinnum,“ sagði Bro og vitnaði beint í forsetann. Bro hafði áður þakkað forsetanum, óbeint, fyrir yfirlýsingu sína á mánudag. Þar var hann öllu mildari í afstöðu sinni og fordæmdi ofbeldi og kynþáttahatur. Trump lýsti því einnig yfir á mánudag að sérstök rannsókn yrði gerð á morði Heyer. Nú hefur Bro hins vegar þvertekið fyrir að tala við forsetann. „Þú getur ekki skolað þessu í burtu með því að taka í höndina á mér og segja fyrirgefðu,“ sagði Bro. Heather Heyer lést í Charlottesville um helgina þegar ökumaður, sem talinn er aðhyllast hugmyndafræði hvítra þjóðernissinna, ók á hóp gagnmótmælenda í bænum. Hún var 32 ára. Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump vitnaði til ímyndaðs fjöldamorðs á múslimum eftir Barselóna Forsetinn virtist lýsa yfir velþóknun sinni á fjöldamorði sem hefði verið stríðsglæpur, ef það hefði átt sér stað. 18. ágúst 2017 08:03 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Tímarit gagnrýna Trump á forsíðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu daga vegna ummæla sína um mótmælagöngur í Charlottesville um síðustu helgi. 18. ágúst 2017 11:15 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Móðir Heather Heyer, konunnar sem lést er bíl var ekið á hana í óeirðunum í Virginíu um síðustu helgi, segist ekki ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag, þar sem hann kenndi bæði þjóðernissinnum og gagnmótmælundum um átökin. Fréttamaður ABC-fréttastofunnar vakti máls á því við Susan Bro, móður Heyer, í viðtali í dag að Trump hygðist setja sig beint í samband við hana vegna fráfalls dóttur hennar um helgina. „Ertu búin að ræða við hann beint?“ spurði fréttamaðurinn. „Ég hef ekki gert það og mun nú ekki gera það,“ svaraði Bro. „Fyrst missti ég af símtölum hans, fyrsta símtalið barst á meðan jarðarförinni stóð. Ég sá ekki einu sinni þau skilaboð og svo voru þrjú örvæntingarfull skilaboð í viðbót frá fjölmiðlafulltrúum yfir daginn og ég vissi ekki af hverju.“ Bro sagðist ekki hafa getað svarað forsetanum vegna anna í kringum jarðarför dóttur sinnar. Hún hafi heldur ekki horft á fréttir fyrr en í gærkvöldi, á fimmtudagskvöld. „Og ég ætla ekki að tala við forsetann núna, fyrirgefið mér,“ sagði Bro en ummæli hennar má hlusta á hér að neðan.Q: Have you talked to President Trump directly yet?Heather Heyer's mom, Susan Bro: "I have not, and now I will not." (via ABC) pic.twitter.com/GKqkC4j5ov— Kyle Griffin (@kylegriffin1) August 18, 2017 Hafði áður þakkað forsetanum fyrir yfirlýsingu sínaÁstæðuna sagði Bro vera yfirlýsingar Trump á blaðamannafundi sem haldinn var á þriðjudag. Bro sagðist hafa séð myndskeið frá blaðamannafundinum en þar sagði Trump að báðum fylkingum, hvítum þjóðernissinnum og gagnmótmælendum, hefði verið um að kenna í átökunum sem brutust út í Charlottesville um helgina.Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum vegna andláts Heather Heyer í Virginíu um helgina. Hér heldur mótmælandi á skilti með mynd af Heyer.Vísir/AFP„Þar gerði hann mótmælendur, „eins og ungfrú Heyer,“ jafngilda KKK-samtökunum og hvítum þjóðernissinnum,“ sagði Bro og vitnaði beint í forsetann. Bro hafði áður þakkað forsetanum, óbeint, fyrir yfirlýsingu sína á mánudag. Þar var hann öllu mildari í afstöðu sinni og fordæmdi ofbeldi og kynþáttahatur. Trump lýsti því einnig yfir á mánudag að sérstök rannsókn yrði gerð á morði Heyer. Nú hefur Bro hins vegar þvertekið fyrir að tala við forsetann. „Þú getur ekki skolað þessu í burtu með því að taka í höndina á mér og segja fyrirgefðu,“ sagði Bro. Heather Heyer lést í Charlottesville um helgina þegar ökumaður, sem talinn er aðhyllast hugmyndafræði hvítra þjóðernissinna, ók á hóp gagnmótmælenda í bænum. Hún var 32 ára.
Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump vitnaði til ímyndaðs fjöldamorðs á múslimum eftir Barselóna Forsetinn virtist lýsa yfir velþóknun sinni á fjöldamorði sem hefði verið stríðsglæpur, ef það hefði átt sér stað. 18. ágúst 2017 08:03 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Tímarit gagnrýna Trump á forsíðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu daga vegna ummæla sína um mótmælagöngur í Charlottesville um síðustu helgi. 18. ágúst 2017 11:15 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Trump vitnaði til ímyndaðs fjöldamorðs á múslimum eftir Barselóna Forsetinn virtist lýsa yfir velþóknun sinni á fjöldamorði sem hefði verið stríðsglæpur, ef það hefði átt sér stað. 18. ágúst 2017 08:03
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Tímarit gagnrýna Trump á forsíðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu daga vegna ummæla sína um mótmælagöngur í Charlottesville um síðustu helgi. 18. ágúst 2017 11:15
Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00