MAST: Krafðist of mikillar nákvæmni að skjóta hrossin í hausinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 18:00 Eiganda hrossanna var falið að farga hræjunum. Vísir/Sveinn Ekki var hægt að aflífa hestana í Hörgársveit, sem Fréttablaðið fjallaði um í morgun og vakið hafa mikla athygli, með þeim aðferðum sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa „þar sem hún krefst mikillar nákvæmni,“ að sögn Matvælastofnunar.Í umfjöllun Fréttablaðsins í morgun kemur fram að Matvælastofnun (MAST) lét skjóta fjóra graðhesta á færi á Skriðulandi í Hörgársveit á fimmtudaginn í síðustu viku. Viku seinna hafði hræjunum ekki verið fargað og lágu þar eins og hráviði um landareignina en upphaf málsins má rekja til þess að á annan tug graðhesta var í fóðurlitlu hólfi á Skriðulandi.Segja hræin hafa verið flutt úr augsýnMAST segir það ekki rétt, í bréfi til fréttastofu, sem greint var frá í fréttinni að tveir graðhestanna hafi borist langa leið eftir að þeir voru skotnir. Stofnunin segir að hið rétta sé að hræin hafi verið flutt úr augsýn frá þjóðvegi og þeirra hesta sem átti eftir að aflífa.Í frétt Fréttablaðsins er jafnframt greint frá því að dýrin hafi verið aflífuð með bógskoti. Vísað er til 14. greinar reglugerðar um velferð hrossa þar sem segir að aflífa eigi hross með því að skjóta þau í ennið. „Heimilt er að aflífa hross með skoti í enni […] með skotvopni með lausu skoti. Einnig er heimilt að nota pinnabyssu með pinna sem gengur inn í heila.“MAST segir að graðhestarnir tveir, sem lágu langt frá gerðinu, hafa verið flutta þangað.Vísir/SveinnMatvælastofnun segir í skeyti sínu til fréttastofu að umrædd aflífun hrossanna hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur um velferð dýra. Samkvæmt reglugerð um velferð hrossa sé skylt að aflífa alvarlega veik eða slösuð hross eins fljótt og auðið er, ef meðhöndlun er ekki möguleg. „Ekki var hægt að nota þær aðferðir sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa til að aflífa dýrin, þar sem hún krefst mikillar nákvæmni. Þarna var um mikið slasaða, ótamda graðhesta að ræða sem dýralæknir úrskurðaði að þyrfti að aflífa. Því var notuð sú aflífunaraðferð sem þótti best m.t.t. velferðar hrossanna, í samráði við eigendur þeirra. Matvælastofnun telur að rétt aðferð hafi verið valin við aflífun hrossanna í samræmi við löggjöf um velferð dýra.“ Þá segir stofnunin að eigandi hrossanna hafi ekki verið sviptur umráðum yfir þessum hrossum, eins og sagt var frá. Stofnunin ítrekar, rétt eins og kom fram í fréttinni, að það sé ekki hlutverk MAST að fjarlægja hræ af jörðum bænda heldur sé það alfarið á ábyrgð eigenda. Hrossunum hafi nú verið komið í hrægám sveitarfélagsins.Hér að neðan má sjá hvernig um var að litast í Skriðulandi í Hörgársveit. Tengdar fréttir Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Ekki var hægt að aflífa hestana í Hörgársveit, sem Fréttablaðið fjallaði um í morgun og vakið hafa mikla athygli, með þeim aðferðum sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa „þar sem hún krefst mikillar nákvæmni,“ að sögn Matvælastofnunar.Í umfjöllun Fréttablaðsins í morgun kemur fram að Matvælastofnun (MAST) lét skjóta fjóra graðhesta á færi á Skriðulandi í Hörgársveit á fimmtudaginn í síðustu viku. Viku seinna hafði hræjunum ekki verið fargað og lágu þar eins og hráviði um landareignina en upphaf málsins má rekja til þess að á annan tug graðhesta var í fóðurlitlu hólfi á Skriðulandi.Segja hræin hafa verið flutt úr augsýnMAST segir það ekki rétt, í bréfi til fréttastofu, sem greint var frá í fréttinni að tveir graðhestanna hafi borist langa leið eftir að þeir voru skotnir. Stofnunin segir að hið rétta sé að hræin hafi verið flutt úr augsýn frá þjóðvegi og þeirra hesta sem átti eftir að aflífa.Í frétt Fréttablaðsins er jafnframt greint frá því að dýrin hafi verið aflífuð með bógskoti. Vísað er til 14. greinar reglugerðar um velferð hrossa þar sem segir að aflífa eigi hross með því að skjóta þau í ennið. „Heimilt er að aflífa hross með skoti í enni […] með skotvopni með lausu skoti. Einnig er heimilt að nota pinnabyssu með pinna sem gengur inn í heila.“MAST segir að graðhestarnir tveir, sem lágu langt frá gerðinu, hafa verið flutta þangað.Vísir/SveinnMatvælastofnun segir í skeyti sínu til fréttastofu að umrædd aflífun hrossanna hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur um velferð dýra. Samkvæmt reglugerð um velferð hrossa sé skylt að aflífa alvarlega veik eða slösuð hross eins fljótt og auðið er, ef meðhöndlun er ekki möguleg. „Ekki var hægt að nota þær aðferðir sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa til að aflífa dýrin, þar sem hún krefst mikillar nákvæmni. Þarna var um mikið slasaða, ótamda graðhesta að ræða sem dýralæknir úrskurðaði að þyrfti að aflífa. Því var notuð sú aflífunaraðferð sem þótti best m.t.t. velferðar hrossanna, í samráði við eigendur þeirra. Matvælastofnun telur að rétt aðferð hafi verið valin við aflífun hrossanna í samræmi við löggjöf um velferð dýra.“ Þá segir stofnunin að eigandi hrossanna hafi ekki verið sviptur umráðum yfir þessum hrossum, eins og sagt var frá. Stofnunin ítrekar, rétt eins og kom fram í fréttinni, að það sé ekki hlutverk MAST að fjarlægja hræ af jörðum bænda heldur sé það alfarið á ábyrgð eigenda. Hrossunum hafi nú verið komið í hrægám sveitarfélagsins.Hér að neðan má sjá hvernig um var að litast í Skriðulandi í Hörgársveit.
Tengdar fréttir Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30