Trump vitnaði til ímyndaðs fjöldamorðs á múslimum eftir Barselóna Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2017 08:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vísaði til ímyndaðs fjöldamorðs Bandarísks hershöfðingja á múslimum í Filippseyjum í kjölfar árásarinnar í Barselóna í gær. Samkvæmt mýtunni barðist hershöfðinginn gegn íslamistum með því að nota svínsblóð í fjöldamorði. „Kynnið ykkur hvað Pershing, hershöfðingi Bandaríkjanna, gerði við hryðjuverkamenn sem voru gómaðir. Þar voru engin hryðjuverk íslamista í 35 ár!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Study what General Pershing of the United States did to terrorists when caught. There was no more Radical Islamic Terror for 35 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2017 Hvíta húsið vildi ekki útskýra nánar til hvers forsetinn var að vísa til. Trump hefur hins vegar áður vísað til sögusagnar um hershöfðingjann John J. Pershing. Pershing, sem barðist gegn íslamistum í Filippseyjum í byrjun síðustu aldar er sagður hafa safnað saman 50 hryðjuverkamönnum. Þá á hann að hafa skipað mönnum sínum að skjóta 49 þeirra í höfuðið með byssukúlum sem búið var að dífa í svínablóð. Þessum eina sem ekki var skotinn á að hafa verið sagt að segja fólki sínu hvað gerðist. Samkvæmt trúarsetningu múslima eru svín óhrein dýr og er múslimum alfarið meinað að borða kjöt þeirra. Samkvæmt sögusögnunum um Pershing átti þetta að koma í veg fyrir að hryðjuverkamennirnir kæmust til himnaríkis.Vill hafa staðreyndir á hreinu Sagnfræðingar og aðrir sérfræðingar segja þó að ekkert sé til í þessum sögusögnum um Pershing. Ýmsar útgáfur af sögunni hafa verið í dreifingu í Bandaríkjunum frá árásinni á Tvíburaturnana í New York 2001. Í frétt BBC er bent á kaldhæðnina í því að Trump vísi til sögusagna sem hafi fyrir löngu verið afsannaðar í sömu viku og hann sagðist ekki tjá sig um hryðjuverk án þess að hafa kynnt sér allar staðreyndirnar. Þá var hann að tala um árásina í Charlottesville þar sem maður ók inn í hóp fólks um síðustu helgi. Ein kona dó og fjölmargir særðust. Donald Trump Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vísaði til ímyndaðs fjöldamorðs Bandarísks hershöfðingja á múslimum í Filippseyjum í kjölfar árásarinnar í Barselóna í gær. Samkvæmt mýtunni barðist hershöfðinginn gegn íslamistum með því að nota svínsblóð í fjöldamorði. „Kynnið ykkur hvað Pershing, hershöfðingi Bandaríkjanna, gerði við hryðjuverkamenn sem voru gómaðir. Þar voru engin hryðjuverk íslamista í 35 ár!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Study what General Pershing of the United States did to terrorists when caught. There was no more Radical Islamic Terror for 35 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2017 Hvíta húsið vildi ekki útskýra nánar til hvers forsetinn var að vísa til. Trump hefur hins vegar áður vísað til sögusagnar um hershöfðingjann John J. Pershing. Pershing, sem barðist gegn íslamistum í Filippseyjum í byrjun síðustu aldar er sagður hafa safnað saman 50 hryðjuverkamönnum. Þá á hann að hafa skipað mönnum sínum að skjóta 49 þeirra í höfuðið með byssukúlum sem búið var að dífa í svínablóð. Þessum eina sem ekki var skotinn á að hafa verið sagt að segja fólki sínu hvað gerðist. Samkvæmt trúarsetningu múslima eru svín óhrein dýr og er múslimum alfarið meinað að borða kjöt þeirra. Samkvæmt sögusögnunum um Pershing átti þetta að koma í veg fyrir að hryðjuverkamennirnir kæmust til himnaríkis.Vill hafa staðreyndir á hreinu Sagnfræðingar og aðrir sérfræðingar segja þó að ekkert sé til í þessum sögusögnum um Pershing. Ýmsar útgáfur af sögunni hafa verið í dreifingu í Bandaríkjunum frá árásinni á Tvíburaturnana í New York 2001. Í frétt BBC er bent á kaldhæðnina í því að Trump vísi til sögusagna sem hafi fyrir löngu verið afsannaðar í sömu viku og hann sagðist ekki tjá sig um hryðjuverk án þess að hafa kynnt sér allar staðreyndirnar. Þá var hann að tala um árásina í Charlottesville þar sem maður ók inn í hóp fólks um síðustu helgi. Ein kona dó og fjölmargir særðust.
Donald Trump Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira