Hryllingur í Barcelona Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Íbúar Barcelona eru harmi slegnir yfir atburðum gærdagsins. vísir/EPA Árásarmaður ók sendiferðabíl niður Römbluna, fjölfarna verslunargötu í Barcelona á Spáni, í gær og myrti að minnsta kosti þrettán gangandi vegfarendur. Samkvæmt yfirlýsingu frá spænskum yfirvöldum sem send var út í gærkvöld voru að minnsta kosti áttatíu fluttir á sjúkrahús. Katalónska lögreglan lýsti því yfir upp úr klukkan fimm í gær að um hryðjuverkaárás væri að ræða og var einn maður handtekinn í tengslum við árásina á sjöunda tímanum. Jafnframt var lýst eftir manni að nafni Driss Oukabir. Oukabir gaf sig fram við lögreglu og greindu spænskir fjölmiðlar frá því að hann segði persónuupplýsingum sínum hafa verið stolið. Skömmu síðar var því lýst yfir að annar maður hafi verið handtekinn, hvorugur hinna handteknu var hins vegar bílstjórinn. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á voðaverkinu og sagði í frétt Amaq, fréttastofu ISIS, að árásarmennirnir hafi verið hermenn Íslamska ríkisins. Árásir sem þessi eru orðnar nokkuð tíðar í stórborgum Evrópu. Til að mynda voru átta myrtir í Lundúnum með sama hætti í júní og fimm í mars, fjórir í Stokkhólmi í apríl, tólf í Berlín í desember 2016 og 86 í Nice í júlí 2016. „Þetta er auðvitað raunveruleg ógn en sem betur fer eru yfirvöld allra landa að vinna eins vel að þessu og hægt er til að koma í veg fyrir þetta. Eins og hefur komið fram í fréttum hefur það oftar en ekki tekist. Það er ástæða fyrir því að þetta er í forgangi, ekki bara hjá okkur heldur einnig þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um hvort öruggt teljist að ferðast til stórborga Evrópu um þessar mundir. Guðlaugur Þór segir ómögulegt að útiloka árásir sem þessa fullkomlega en að yfirvöld bæði hér á landi sem og í flestum ríkjum heims hafi öryggismálin í algjörum forgangi. „Því miður er ekki hægt að útiloka þetta. Þessir hugleysingjar og morðingjar sem ganga fram með þessum hætti veigra sér ekki við að ráðast á saklaust fólk.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að, til dæmis á vettvangi Þjóðaröryggisráðsins sem ég tel að hafi verið afskaplega gott að við skyldum setja á laggirnar,“ segir Guðlaugur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Árásarmaður ók sendiferðabíl niður Römbluna, fjölfarna verslunargötu í Barcelona á Spáni, í gær og myrti að minnsta kosti þrettán gangandi vegfarendur. Samkvæmt yfirlýsingu frá spænskum yfirvöldum sem send var út í gærkvöld voru að minnsta kosti áttatíu fluttir á sjúkrahús. Katalónska lögreglan lýsti því yfir upp úr klukkan fimm í gær að um hryðjuverkaárás væri að ræða og var einn maður handtekinn í tengslum við árásina á sjöunda tímanum. Jafnframt var lýst eftir manni að nafni Driss Oukabir. Oukabir gaf sig fram við lögreglu og greindu spænskir fjölmiðlar frá því að hann segði persónuupplýsingum sínum hafa verið stolið. Skömmu síðar var því lýst yfir að annar maður hafi verið handtekinn, hvorugur hinna handteknu var hins vegar bílstjórinn. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á voðaverkinu og sagði í frétt Amaq, fréttastofu ISIS, að árásarmennirnir hafi verið hermenn Íslamska ríkisins. Árásir sem þessi eru orðnar nokkuð tíðar í stórborgum Evrópu. Til að mynda voru átta myrtir í Lundúnum með sama hætti í júní og fimm í mars, fjórir í Stokkhólmi í apríl, tólf í Berlín í desember 2016 og 86 í Nice í júlí 2016. „Þetta er auðvitað raunveruleg ógn en sem betur fer eru yfirvöld allra landa að vinna eins vel að þessu og hægt er til að koma í veg fyrir þetta. Eins og hefur komið fram í fréttum hefur það oftar en ekki tekist. Það er ástæða fyrir því að þetta er í forgangi, ekki bara hjá okkur heldur einnig þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um hvort öruggt teljist að ferðast til stórborga Evrópu um þessar mundir. Guðlaugur Þór segir ómögulegt að útiloka árásir sem þessa fullkomlega en að yfirvöld bæði hér á landi sem og í flestum ríkjum heims hafi öryggismálin í algjörum forgangi. „Því miður er ekki hægt að útiloka þetta. Þessir hugleysingjar og morðingjar sem ganga fram með þessum hætti veigra sér ekki við að ráðast á saklaust fólk.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að, til dæmis á vettvangi Þjóðaröryggisráðsins sem ég tel að hafi verið afskaplega gott að við skyldum setja á laggirnar,“ segir Guðlaugur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira