Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 20:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gagnrýnin á nýja auglýsingu ÁTVR. vísir/stefán Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. Þingmaðurinn veltir fyrir sér hver raunverulegur tilgangur auglýsingarinnar og spyr hvort ekki sé í raun um dulda áfengisauglýsingu að ræða og þá gagnrýnir hún jafnframt kostnaðinn við gerð hennar.Vísir fjallaði um auglýsinguna í gær og þá gagnrýni sem fram hefur komið á hana en í fréttinni en kom fram að áætlaður kostnaður við hana sé um 13 milljónir króna. Þá er tilgangur hennar meðal annars, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að vera hvatning og áminning til starfsfólks fyrirtækisins um miklvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að fyrra bragði. Auglýsingin var rædd í Bítinu á Bylgjunni í dag og var Áslaug Arna einfaldlega spurð hvað hann fyndist um hana. „Fyrst og fremst finnst mér óeðlilegt að skattgreiðendur séu að borga fyrir ímyndunarbaráttu ríkisfyrirtækis og hvað þá ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu. Það var auðvitað frekar áhugavert að sjá þetta í gær því það var greinilega tilgangur ÁTVR að koma með þessa auglýsingu án þess að greina frá því fyrir hvern hún væri þetta var svona dulbúin ÁTVR-auglýsing. En það voru aðilar sem sáu í gegnum lénið og komust í rauninni að því óvart að þetta væri auglýsing frá Vínbúðinni,“ sagði Áslaug Arna.Sérstakt að ÁTVR fari í auglýsingaherferðir Hún sagði jafnframt að sér þætti auglýsingin dýr og kvaðst hafa velt ímyndarbaráttu ÁTVR fyrir sér. „Maður veltir fyrir sér hver raunverulegi tilgangurinn sé. Er það að sýna að ÁTVR sé eina fyrirtækið í heiminum og hér á Íslandi sem getur sinnt því að vera ábyrgt fyrirtæki sem selur áfengi og önnur fyrirtæki séu það ekki eða eru þetta ekki bara duldar áfengisauglýsingar að vera að auglýsa ÁTVR yfir höfuð?“ Þá benti Áslaug Arna á það að ÁTVR fer reglulega í auglýsingaherferðir en í þeim sé auðvitað ekki verið að auglýsa áfengi þar sem það sé bannað með lögum. Hún sagði að sér fyndist það verulega sérstakt að ríkisverslun færi fram með þessum hætti, ekki síst í ljósi að ÁTVR er með einokunarstöðu á smásölumarkaði fyrir áfengi.Íslendingar farnir að sjá að hægt er að kaupa áfengi á lægra verði Aðspurð hvers vegna hún teldi að ÁTVR væri að fara af stað með svo stóra auglýsingu núna svaraði Áslaug því til að hún teldi að koma Costco hefði áhrif. „Þau eru kannski að reyna að passa upp á það að fólk styðji þau í gegnum það að halda velli og mér finnst það líka sérstakt að ríkisfyrirtæki sé að gera það. Ég held að Costco spili svolítið inn í þetta. Þau eru að eyða gríðarlegum fjármunum í þessa auglýsingu og Costco hefur stór áhrif í þessu því Íslendingar eru farnir að sjá að það er hægt að kaupa mun ódýrara áfengi eins og matvöru af Costco en þó ekki fyrir almenning heldur bara fyrir þá sem eru með fyrirtæki. Ég held að fólk sé bara að sjá þetta og ÁTVR er hrætt við Costco eins og aðrar búðir því það er ekki bara loksins verið að selja okkur ódýrari matvöru heldur eru líka tækifæri á að fá ódýrara vín og ég held að Íslendingar sjái það.“ Þá benti Áslaug Arna á að ef ÁTVR væri ekki með einokun á sölu á áfengi gæti almenningur keypt áfengi í Costco á heildsöluverði eins og mat og aðrar vörur sem þar eru seldar. Hlusta má á viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. 12. júlí 2017 22:30 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. Þingmaðurinn veltir fyrir sér hver raunverulegur tilgangur auglýsingarinnar og spyr hvort ekki sé í raun um dulda áfengisauglýsingu að ræða og þá gagnrýnir hún jafnframt kostnaðinn við gerð hennar.Vísir fjallaði um auglýsinguna í gær og þá gagnrýni sem fram hefur komið á hana en í fréttinni en kom fram að áætlaður kostnaður við hana sé um 13 milljónir króna. Þá er tilgangur hennar meðal annars, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að vera hvatning og áminning til starfsfólks fyrirtækisins um miklvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að fyrra bragði. Auglýsingin var rædd í Bítinu á Bylgjunni í dag og var Áslaug Arna einfaldlega spurð hvað hann fyndist um hana. „Fyrst og fremst finnst mér óeðlilegt að skattgreiðendur séu að borga fyrir ímyndunarbaráttu ríkisfyrirtækis og hvað þá ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu. Það var auðvitað frekar áhugavert að sjá þetta í gær því það var greinilega tilgangur ÁTVR að koma með þessa auglýsingu án þess að greina frá því fyrir hvern hún væri þetta var svona dulbúin ÁTVR-auglýsing. En það voru aðilar sem sáu í gegnum lénið og komust í rauninni að því óvart að þetta væri auglýsing frá Vínbúðinni,“ sagði Áslaug Arna.Sérstakt að ÁTVR fari í auglýsingaherferðir Hún sagði jafnframt að sér þætti auglýsingin dýr og kvaðst hafa velt ímyndarbaráttu ÁTVR fyrir sér. „Maður veltir fyrir sér hver raunverulegi tilgangurinn sé. Er það að sýna að ÁTVR sé eina fyrirtækið í heiminum og hér á Íslandi sem getur sinnt því að vera ábyrgt fyrirtæki sem selur áfengi og önnur fyrirtæki séu það ekki eða eru þetta ekki bara duldar áfengisauglýsingar að vera að auglýsa ÁTVR yfir höfuð?“ Þá benti Áslaug Arna á það að ÁTVR fer reglulega í auglýsingaherferðir en í þeim sé auðvitað ekki verið að auglýsa áfengi þar sem það sé bannað með lögum. Hún sagði að sér fyndist það verulega sérstakt að ríkisverslun færi fram með þessum hætti, ekki síst í ljósi að ÁTVR er með einokunarstöðu á smásölumarkaði fyrir áfengi.Íslendingar farnir að sjá að hægt er að kaupa áfengi á lægra verði Aðspurð hvers vegna hún teldi að ÁTVR væri að fara af stað með svo stóra auglýsingu núna svaraði Áslaug því til að hún teldi að koma Costco hefði áhrif. „Þau eru kannski að reyna að passa upp á það að fólk styðji þau í gegnum það að halda velli og mér finnst það líka sérstakt að ríkisfyrirtæki sé að gera það. Ég held að Costco spili svolítið inn í þetta. Þau eru að eyða gríðarlegum fjármunum í þessa auglýsingu og Costco hefur stór áhrif í þessu því Íslendingar eru farnir að sjá að það er hægt að kaupa mun ódýrara áfengi eins og matvöru af Costco en þó ekki fyrir almenning heldur bara fyrir þá sem eru með fyrirtæki. Ég held að fólk sé bara að sjá þetta og ÁTVR er hrætt við Costco eins og aðrar búðir því það er ekki bara loksins verið að selja okkur ódýrari matvöru heldur eru líka tækifæri á að fá ódýrara vín og ég held að Íslendingar sjái það.“ Þá benti Áslaug Arna á að ef ÁTVR væri ekki með einokun á sölu á áfengi gæti almenningur keypt áfengi í Costco á heildsöluverði eins og mat og aðrar vörur sem þar eru seldar. Hlusta má á viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. 12. júlí 2017 22:30 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. 12. júlí 2017 22:30