Sport

Hilmar Örn kominn í úrslit á Evrópumóti 23 ára og yngri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmar Örn Jónsson.
Hilmar Örn Jónsson. Mynd/Virginia T&F/CC
Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson úr FH tryggði sér í morgun sæti í úrslitum Evrópumóts 23 ára og yngri með sannfærandi hætti.

Hilmar Örn var fyrsti keppandi Íslands á mótinu en Ísland sendir alls níu keppendur á mótið.

Hilmar Örn kastaði lengst 68,09 metra í undankeppninni og náði hann þriðja sæti í undanúrslitahópi A en fjórir efstu fóru beint áfram í úrslit.

Íslandsmetið er 74,48 metrar og það á Bergur Ingi Pétursson frá árinu 2008. Hilmar hefur lengst kastað 72,38 metra en hann á Íslandsmetið í 20 til 22 ára flokki og setti það í júní.

Úrslitin fara fram á morgun og hefjast þau kl. 15.42. Virkilega vel gert hjá Hilmari og verður mjög spennandi að fylgjast með honum á morgun.

Spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson FH keppti í undanriðlum í 100 m hlaupi nú rétt í þessu. Var hann í 4. riðli í hlaupinu og endaði í 6. sæti af 7 hlaupurum í sínum riðli.

Kolbeinn hljóp á tímanum 10,73 sek (+1,0 m/s) og var í 30. sæti af 41 hlaupurum í heildina. Kolbeinn er á meðal keppenda í undanriðlum í 200 m hlaupi sem fer fram seinnipartinn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×