Erlent

Dæmdir í fangelsi fyrir morðið á Boris Nemtsov

Samúel Karl Ólason skrifar
Zaur Dadayev var dæmdur fyrir að taka í gikkinn.
Zaur Dadayev var dæmdur fyrir að taka í gikkinn. Vísir/AFP

Fimm menn hafa verið dæmdir í allt að tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Boris Nemtsov, einum helsta andstæðingi Vladimirs Putin, forseta Rússlands, árið 2015. Mennirnir eru allir frá Téténíu en Zaur Dadayev, sem dæmdur var fyrir að taka í gikkinn, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Hinir fjórir voru dæmdir í ellefu til nítján ára fangelsi.

Nemtsov var skotinn fjórum sinnum þar sem hann var á göngu skammt frá Kremlin eftir að hann hafði farið út að borða með kærustu sinni. Hann var þá að vinna að umdeildri skýrslu um aðgerðir Rússlands í Úkraínu. Bandamenn hans segja rannsóknina og dóma vera yfirhylmingu og að þeir sem fyrirskipuðu morð hans gangi enn lausir, samkvæmt Reuters.

Saksóknarar segir að mennirnir hafi elt Nemtsov um Moskvu eftir að þeim hafði verið lofað fimmtán milljónum rúbla fyrir að myrða hann. Það samsvarar um 27 milljónum íslenskra króna.

Lögmaður Dadayev segir að til séu gögn sem sanni með óhyggjandi hætti að skjólstæðingur hans hafi ekki framið morðið.


Tengdar fréttir

Vill stöðva pólitísk morð

Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir pólitísk morð í Rússlandi vera skammarleg og vill að þeim verði hætt.

Unnusta Nemtsov í varðhaldi

Anna Duritskaja, unnusta rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs sem var með honum þegar hann var myrtur á föstudag er í haldi lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×