Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. júlí 2017 00:45 Valdís Þóra ásamt þjálfara sínum, Hlyni Geir Hjartarsyni. mynd/golf.is Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, þreytti frumraun sína á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag en hún þurfti að hætta leik í tvígang í dag vegna veðurskilyrða. Var þetta í fyrsta skiptið sem Valdís tók þátt í einu af risamótunum fjórum í kvennagolfi en með því fetaði hún í fótspor Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem þreytti frumraun sína á PGA-meistaramótinu á dögunum. Fór mótið fram á Trump National Golf Club í Bedminster, New Jersey í Bandaríkjunum. Valdís átti erfitt uppdráttar á upphafsbrautunum en hún fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum. Fylgdi hún því eftir með tveimur skollum og einum skramba á þremur holum en fresta þurfti leik er Valdís var á áttundu braut. Eftir tveggja tíma pásu fékk Valdís að fara út á völlinn á nýjan leik en þessi pása virtist hafa gert gæfumuninn fyrir Valdísi sem fékk sjö pör í röð á næstu holum. Var hún oft óheppinn að púttin skyldu ekki detta fyrir hana en hún krækti fyrir fugli á tólftu braut og setti niður stutt pútt fyrir pari. Þegar komið var á fimmtánda teig var ljóst að hún næði ekki að ljúka leik í dag þar sem dimmt var orðið úti í New Jersey. Fékk hún að leika síðustu holuna þar sem hún hitti ekki úr fuglapútti en setti niður áttunda parið í röð. Hún leikur því seinustu þrjár holur dagsins í fyrramálið áður en leikur hefst á öðrum degi en þegar þetta er skrifað deilir hún 139. sæti.
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, þreytti frumraun sína á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag en hún þurfti að hætta leik í tvígang í dag vegna veðurskilyrða. Var þetta í fyrsta skiptið sem Valdís tók þátt í einu af risamótunum fjórum í kvennagolfi en með því fetaði hún í fótspor Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem þreytti frumraun sína á PGA-meistaramótinu á dögunum. Fór mótið fram á Trump National Golf Club í Bedminster, New Jersey í Bandaríkjunum. Valdís átti erfitt uppdráttar á upphafsbrautunum en hún fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum. Fylgdi hún því eftir með tveimur skollum og einum skramba á þremur holum en fresta þurfti leik er Valdís var á áttundu braut. Eftir tveggja tíma pásu fékk Valdís að fara út á völlinn á nýjan leik en þessi pása virtist hafa gert gæfumuninn fyrir Valdísi sem fékk sjö pör í röð á næstu holum. Var hún oft óheppinn að púttin skyldu ekki detta fyrir hana en hún krækti fyrir fugli á tólftu braut og setti niður stutt pútt fyrir pari. Þegar komið var á fimmtánda teig var ljóst að hún næði ekki að ljúka leik í dag þar sem dimmt var orðið úti í New Jersey. Fékk hún að leika síðustu holuna þar sem hún hitti ekki úr fuglapútti en setti niður áttunda parið í röð. Hún leikur því seinustu þrjár holur dagsins í fyrramálið áður en leikur hefst á öðrum degi en þegar þetta er skrifað deilir hún 139. sæti.
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira