Í hvers konar samfélagi viljum við búa? Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá snýst þetta um það hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ voru orð Arnars Þórs Jónssonar, lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, vegna þeirra viðbragða sem urðu hjá þjóðinni þegar Robert Downey (ensk beyging), fyrrum Róberti Árna Hreiðarssyni, var veitt uppreist æru og lögmannsréttindi í kjölfarið. Lektorinn var ekki að taka undir með réttlætiskennd þolenda kynferðisglæpamanns, heldur gegn henni. Undirritaðir eru ósammála skoðunum Arnars Þórs en ætla samt að gera orð hans hér að ofan að sínum.Kemst barnið þitt yfir tvítugt án þess að verða fyrir kynferðisofbeldi? Við sem skrifum þessa grein erum báðir í sömu starfsstétt, margra barna feður og á annar okkar dóttur sem Róbert Árni braut á kynferðislega þegar hún var barn að aldri. Þykir okkur lítið gert úr sársauka og raunum allra þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi þegar núverandi forsætisráðherra tók þá ákvörðun að mannorð kynferðisglæpamanns skyldi nú óflekkað og fengi undirskrift forseta Íslands því til staðfestingar. Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. Fyrirfram héldum við að slík tölfræði væri ómöguleg. Í ofanálag hefur öðrum okkar ekki enn tekist að koma dætrum sínum yfir tvítugsaldurinn án þess að þær hafi verið beittar kynferðislegu ofbeldi. Í hvernig samfélagi viljum við búa? Nú getum við ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel. Við getum ekki annað en reynt að hafa eins hátt og okkur er unnt þar til menningarlegur umsnúningur verður hjá yfirvaldinu og þjóðinni hvað þessi mál varðar. Það verður nefnilega hvorki gert með því að setja límmiða yfir glösin þeirra né skipa þeim að fara í síðari pils.Nauðganir jafn sjálfsagðar og jólin Aldrei höfðu fleiri leitað á neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisbrota en í fyrra, alls 169, og voru aðeins lagðar fram kærur í 68 tilfellum, ekki hefur komið fram hvað dæmt var í mörgum málum né hve margir aðilar ákváðu að fara ekki á móttökuna. Útlit er fyrir að þetta vafasama met verði slegið í ár. Ísland er í öðrum flokki hvað mansalsmál varðar. Verslunarmannahelgar fara ekki fram án nauðgana. Þetta er ólíðandi ástand. Af fimm dætrum okkar sem brotið var á (við teljum eiturbyrlun vera brot) fékk ein réttlæti. Réttlæti sem læknaði ekki sálarsár hennar en rangindin sem hún var beitt voru viðurkennd af yfirvaldi þótt glæpamaðurinn hafi aldrei viðurkennt brot sín. Til varnar öðrum þegnum sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér voru réttindi hans til yfirvalds í samfélaginu einnig dæmd af honum ásamt mjög vægri fangelsisvist miðað við þann skaða sem hann olli þjóðfélaginu og þeim einstaklingum sem hann braut á. Að liðinni fangelsisvistinni gekk lífið sinn vanagang. Flestir fengu sitt daglega brauð, margir fóru í sumarfrí, sumir héldu jól og mörgum var nauðgað án þess að réttlæti fengist. Rétt eins og venjulega. Yngri dætur okkar fengu meðal annars sinn skerf af þessu óréttlæti og ofbeldi. Í tilfelli vinkonu einnar þeirra fékkst ekki viðurkenning á broti fyrir dómi á þeim forsendum að nauðgarinn hefði ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að nauðga henni.Svona hefur þetta bara alltaf verið Svo gerðist það þann 16. september 2016 að forseti Íslands veitti þeim eina brotamanni sem hlotið hafði dóm fyrir níð á dætrum okkar uppreist æru að tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem varð forsenda þess að hinn dæmdi hlaut aftur stöðu yfirburða í samfélaginu. Ekki vitum við hversu hart fjölmiðlar hafa gengið að Bjarna um að rökstyðja þessa embættisgjörð sína en þau einu svör sem fengist hafa eru eitthvað á þá leið að svona hafi þetta nú bara alltaf verið. Rétt eins og páskar, jól og nauðganir. Þess vegna settu tveir æðstu menn þjóðarinnar nafn sitt við þessa gjörð líkt og drengir í hlutastarfi á bílaþvottastöð. „Svona hefur þetta bara alltaf verið.“ (Við biðjum drengi í bílaþvotti afsökunar á samjöfnuninni því við viljum ekki gera þeim upp þvílíkt andleysi en ábyrgð þeirra er samt sem áður ekki jöfn við æðstu ráðamenn – sem þeir reyndar hafa ekki gengist við.) Ein af fimm dætrum okkar hlaut réttlæti sem var síðan sullað út í kæruleysislegri en drambsamri embættisfærslu sitjandi forsætisráðherra. 20% réttlæti varð skyndilega að núlli. Það samkomulag sem dómurinn hafði gert við þolendurna var rofið. Brotamaðurinn hafði afplánað refsinguna og hefði einfaldlega getað bætt sig sem borgari án þess að krefjast í hroka sínum yfirburðastöðu í þjóðfélaginu og yfirvaldið þurfti ekki að ganga að henni.Ójöfn skipting frelsis og tækifæra John Rawls (1921-2002) er af mörgum álitinn merkasti stjórnamálaheimspekingur síðari hluta 20. aldar. Höfuðrit hans er bókin Kenning um réttlæti (A Theory of Justice) sem kom út árið 1971. Bókin endurvakti hugmyndir um réttlæti og samfélagssáttmála sem grundvöll stjórnmála. Í henni segir Rawls meðal annars:Öll frumgæði mannlegs samfélags – frelsi og tækifæri, tekjur og auður og forsendur sjálfsvirðingar – eiga að skiptast jafnt á fólk nema því aðeins að ójöfn skipting einhverra eða allra þessara gæða sé þeim til hagsbóta sem verst eru settir. Segjum sem svo að engin þeirra kvenna sem Robert Downey braut á hafi lokið stúdentsprófi vegna baráttu sinnar við kvíða og áfallastreituraskanir, þá á engin þeirra rétt á framhaldsskólamenntun núna vegna þeirra illu og ranglátu laga sem Illugi Gunnarsson kom á í ráðuneytistíð sinni í ráðuneyti menntamála. Engin þeirra var heldur spurð álits á ó-flekkun mannorðs þess sem níddist á þeim og beitti aflsmunum sínum og forréttindum til að brjóta á þeim. Réttlátt væri að tækifærin væru þeirra. Réttlátt væri að þær þyrftu ekki að óttast að mæta í framtíðinni með svívirtum börnum sínum (sem tölfræðin sýnir að ansi miklar líkur séu á) í réttarsal þar sem hann gæti mögulega verið verjandi gerandans. En svona hefur þetta bara alltaf verið. Tækifærin eru þeirra sem valdinu beita. Rawls skrifar einnig:Réttlæti er höfuðkostur á stofnunum samfélags, eins og sannleikurinn er á kenningum. Það er sama hversu fögur og nýtileg kenning er: ef hún er ósönn verður að breyta henni eða hafna. Eins er um stjórnarskrár og stofnanir. Það er sama hversu haganlega þeim er fyrir komið, og hversu gagnlegar þær eru: ef þær eru ranglátar verður að breyta þeim eða bylta. Við höfum rekið okkur á að minnsta kosti í þrígang í máli Roberts Downey hingað til að ef Nýja stjórnarskráin hefði verið við lýði þá hefði atburðarásin verið önnur; samviska forsetans hefði ekki verið sett í vonda stöðu, upplýsingalögin hefðu verið opin en ekki lokuð og tillit tekið til verndar börnum hvað ákvarðanir varðar. Gamla stjórnarskráin stendur því í þessu samhengi fyrir viðhorfið: „Svona hefur þetta bara alltaf verið.“Höfum hátt Hreyfum við hugsunarhætti okkar. Hættum að setja ábyrgðina á þolendur. Krefjumst ábyrgðar af ráðamönnum. Siðmenning er að hugsa fyrst um hag þeirra sem höllum fæti standa. Í hvernig samfélagi viljum við búa? Samfélagi sem verndar börnin okkar og þau sem minna mega sín eða samfélagi þar sem þeir sem meira mega sín fara kæruleysislega sínu fram af hroka og yfirlæti? Samfélagi sem lokar á upplýsingagjöf eða samfélagi sem býður upp á upplýst gegnsæi? Við hvetjum feður og mæður þessa lands til að spyrna við fótum, hafa hátt og krefjast breytinga. Krefjumst réttláts þjóðfélags fyrir börnin okkar.Höfundar eru leikarar og leikstjórar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
„Þegar öllu er á botninn hvolft, þá snýst þetta um það hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ voru orð Arnars Þórs Jónssonar, lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, vegna þeirra viðbragða sem urðu hjá þjóðinni þegar Robert Downey (ensk beyging), fyrrum Róberti Árna Hreiðarssyni, var veitt uppreist æru og lögmannsréttindi í kjölfarið. Lektorinn var ekki að taka undir með réttlætiskennd þolenda kynferðisglæpamanns, heldur gegn henni. Undirritaðir eru ósammála skoðunum Arnars Þórs en ætla samt að gera orð hans hér að ofan að sínum.Kemst barnið þitt yfir tvítugt án þess að verða fyrir kynferðisofbeldi? Við sem skrifum þessa grein erum báðir í sömu starfsstétt, margra barna feður og á annar okkar dóttur sem Róbert Árni braut á kynferðislega þegar hún var barn að aldri. Þykir okkur lítið gert úr sársauka og raunum allra þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi þegar núverandi forsætisráðherra tók þá ákvörðun að mannorð kynferðisglæpamanns skyldi nú óflekkað og fengi undirskrift forseta Íslands því til staðfestingar. Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað. Fyrirfram héldum við að slík tölfræði væri ómöguleg. Í ofanálag hefur öðrum okkar ekki enn tekist að koma dætrum sínum yfir tvítugsaldurinn án þess að þær hafi verið beittar kynferðislegu ofbeldi. Í hvernig samfélagi viljum við búa? Nú getum við ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel. Við getum ekki annað en reynt að hafa eins hátt og okkur er unnt þar til menningarlegur umsnúningur verður hjá yfirvaldinu og þjóðinni hvað þessi mál varðar. Það verður nefnilega hvorki gert með því að setja límmiða yfir glösin þeirra né skipa þeim að fara í síðari pils.Nauðganir jafn sjálfsagðar og jólin Aldrei höfðu fleiri leitað á neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisbrota en í fyrra, alls 169, og voru aðeins lagðar fram kærur í 68 tilfellum, ekki hefur komið fram hvað dæmt var í mörgum málum né hve margir aðilar ákváðu að fara ekki á móttökuna. Útlit er fyrir að þetta vafasama met verði slegið í ár. Ísland er í öðrum flokki hvað mansalsmál varðar. Verslunarmannahelgar fara ekki fram án nauðgana. Þetta er ólíðandi ástand. Af fimm dætrum okkar sem brotið var á (við teljum eiturbyrlun vera brot) fékk ein réttlæti. Réttlæti sem læknaði ekki sálarsár hennar en rangindin sem hún var beitt voru viðurkennd af yfirvaldi þótt glæpamaðurinn hafi aldrei viðurkennt brot sín. Til varnar öðrum þegnum sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér voru réttindi hans til yfirvalds í samfélaginu einnig dæmd af honum ásamt mjög vægri fangelsisvist miðað við þann skaða sem hann olli þjóðfélaginu og þeim einstaklingum sem hann braut á. Að liðinni fangelsisvistinni gekk lífið sinn vanagang. Flestir fengu sitt daglega brauð, margir fóru í sumarfrí, sumir héldu jól og mörgum var nauðgað án þess að réttlæti fengist. Rétt eins og venjulega. Yngri dætur okkar fengu meðal annars sinn skerf af þessu óréttlæti og ofbeldi. Í tilfelli vinkonu einnar þeirra fékkst ekki viðurkenning á broti fyrir dómi á þeim forsendum að nauðgarinn hefði ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að nauðga henni.Svona hefur þetta bara alltaf verið Svo gerðist það þann 16. september 2016 að forseti Íslands veitti þeim eina brotamanni sem hlotið hafði dóm fyrir níð á dætrum okkar uppreist æru að tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem varð forsenda þess að hinn dæmdi hlaut aftur stöðu yfirburða í samfélaginu. Ekki vitum við hversu hart fjölmiðlar hafa gengið að Bjarna um að rökstyðja þessa embættisgjörð sína en þau einu svör sem fengist hafa eru eitthvað á þá leið að svona hafi þetta nú bara alltaf verið. Rétt eins og páskar, jól og nauðganir. Þess vegna settu tveir æðstu menn þjóðarinnar nafn sitt við þessa gjörð líkt og drengir í hlutastarfi á bílaþvottastöð. „Svona hefur þetta bara alltaf verið.“ (Við biðjum drengi í bílaþvotti afsökunar á samjöfnuninni því við viljum ekki gera þeim upp þvílíkt andleysi en ábyrgð þeirra er samt sem áður ekki jöfn við æðstu ráðamenn – sem þeir reyndar hafa ekki gengist við.) Ein af fimm dætrum okkar hlaut réttlæti sem var síðan sullað út í kæruleysislegri en drambsamri embættisfærslu sitjandi forsætisráðherra. 20% réttlæti varð skyndilega að núlli. Það samkomulag sem dómurinn hafði gert við þolendurna var rofið. Brotamaðurinn hafði afplánað refsinguna og hefði einfaldlega getað bætt sig sem borgari án þess að krefjast í hroka sínum yfirburðastöðu í þjóðfélaginu og yfirvaldið þurfti ekki að ganga að henni.Ójöfn skipting frelsis og tækifæra John Rawls (1921-2002) er af mörgum álitinn merkasti stjórnamálaheimspekingur síðari hluta 20. aldar. Höfuðrit hans er bókin Kenning um réttlæti (A Theory of Justice) sem kom út árið 1971. Bókin endurvakti hugmyndir um réttlæti og samfélagssáttmála sem grundvöll stjórnmála. Í henni segir Rawls meðal annars:Öll frumgæði mannlegs samfélags – frelsi og tækifæri, tekjur og auður og forsendur sjálfsvirðingar – eiga að skiptast jafnt á fólk nema því aðeins að ójöfn skipting einhverra eða allra þessara gæða sé þeim til hagsbóta sem verst eru settir. Segjum sem svo að engin þeirra kvenna sem Robert Downey braut á hafi lokið stúdentsprófi vegna baráttu sinnar við kvíða og áfallastreituraskanir, þá á engin þeirra rétt á framhaldsskólamenntun núna vegna þeirra illu og ranglátu laga sem Illugi Gunnarsson kom á í ráðuneytistíð sinni í ráðuneyti menntamála. Engin þeirra var heldur spurð álits á ó-flekkun mannorðs þess sem níddist á þeim og beitti aflsmunum sínum og forréttindum til að brjóta á þeim. Réttlátt væri að tækifærin væru þeirra. Réttlátt væri að þær þyrftu ekki að óttast að mæta í framtíðinni með svívirtum börnum sínum (sem tölfræðin sýnir að ansi miklar líkur séu á) í réttarsal þar sem hann gæti mögulega verið verjandi gerandans. En svona hefur þetta bara alltaf verið. Tækifærin eru þeirra sem valdinu beita. Rawls skrifar einnig:Réttlæti er höfuðkostur á stofnunum samfélags, eins og sannleikurinn er á kenningum. Það er sama hversu fögur og nýtileg kenning er: ef hún er ósönn verður að breyta henni eða hafna. Eins er um stjórnarskrár og stofnanir. Það er sama hversu haganlega þeim er fyrir komið, og hversu gagnlegar þær eru: ef þær eru ranglátar verður að breyta þeim eða bylta. Við höfum rekið okkur á að minnsta kosti í þrígang í máli Roberts Downey hingað til að ef Nýja stjórnarskráin hefði verið við lýði þá hefði atburðarásin verið önnur; samviska forsetans hefði ekki verið sett í vonda stöðu, upplýsingalögin hefðu verið opin en ekki lokuð og tillit tekið til verndar börnum hvað ákvarðanir varðar. Gamla stjórnarskráin stendur því í þessu samhengi fyrir viðhorfið: „Svona hefur þetta bara alltaf verið.“Höfum hátt Hreyfum við hugsunarhætti okkar. Hættum að setja ábyrgðina á þolendur. Krefjumst ábyrgðar af ráðamönnum. Siðmenning er að hugsa fyrst um hag þeirra sem höllum fæti standa. Í hvernig samfélagi viljum við búa? Samfélagi sem verndar börnin okkar og þau sem minna mega sín eða samfélagi þar sem þeir sem meira mega sín fara kæruleysislega sínu fram af hroka og yfirlæti? Samfélagi sem lokar á upplýsingagjöf eða samfélagi sem býður upp á upplýst gegnsæi? Við hvetjum feður og mæður þessa lands til að spyrna við fótum, hafa hátt og krefjast breytinga. Krefjumst réttláts þjóðfélags fyrir börnin okkar.Höfundar eru leikarar og leikstjórar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar