Hugmyndir að fjölskylduvænum samverustundum í sumarfríinu Guðný Hrönn skrifar 13. júlí 2017 11:00 Anna Lísa og Þórey ætla að nýta tímann vel með börnunum í sumar. Vísir/Anton Brink Þær Þórey Einarsdóttir og Anna Lísa Björnsdóttir eignuðust báðar tvö börn með 20 mánaða millibili. Þegar þær fóru að bera saman bækur sínar uppgötvuðu þær að flest foreldranámskeið voru haldin á óheppilegum tíma fyrir barnafjölskyldur. Þess vegna stofnuðu þær vefsíðuna kurz.is, til þess að bjóða foreldrum að taka uppeldisnámskeið á netinu þegar þeim hentar og á þeirra forsendum. Þá er hægt að nýta tímann betur. Núna er hægt að hjálpa þeim að láta námskeiðið verða að veruleika með því að kaupa það á Karolina Fund. Námskeiðið Að læra að skilja hegðun og líðan barnsins er kennt af Margréti Birnu og Hrund sálfræðingum og sérfræðingum í hegðun og líðan barna, unglinga og foreldra þeirra. Þær Þórey og Anna mæla með að nýta dagana vel í sumar með börnunum og settu saman lista yfir hugmyndir að gefandi og fjölskylduvænum samverustundum.Leikvellir og landakort Prentið út kort af ykkar bæjarfélagi og merkið inn leikvelli eða staði sem ykkur langar til þess að heimsækja. Útbúið nesti og leyfið börnunum að vera fararstjórar.Sull og bull Að hoppa í pollum er stórskemmtilegt fyrir alla aldurshópa. Ef veðrið er gott er hægt að búa til polla eða fara í fjöruna og sulla. Það er aldrei of seint að læra að fleyta kerlingar og jafnvel er hægt að æfa sig í að kasta steinum með tánum, það þjálfar skynþroskann hjá börnum og kennir þeim á líkamann.Fjársjóðsleit Að fara út með krukku og og rannsaka lífríkið undir steinum og í moldinni er góð skemmtun.Heimapartí Það getur verið gaman að halda bara partí heima. Til dæmis er skemmtilegt að halda furðufatatískusýningu með fjölskyldunni, byggja hús úr púðum og teppum og elda svo saman þar sem allir geta lagt sitt af mörkum.Lestur Lestur er frábær samverustund og það er mjög mikilvægt að börnin haldi lestri við í sumarfríinu.Bókasöfn og söfn Flest bókasöfn hringinn í kringum landið eru með skemmtileg barnahorn. Norræna húsið er enn fremur með æðislega aðstöðu fyrir börn. Garðarnir hjá Listasafni Einars Jónssonar og Ásmundarsafni eru skemmtilegir fyrir alla. Snæfellsstofa við Skriðuklaustur er með sérlega áhugaverða og fallega sýningu, Veraldarhjólið, sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar.Garðar og leikvellir Lystigarðurinn á Akureyri og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík bjóða upp á frábæra aðstöðu fyrir fjölskylduna. Bjössaróló í Borgarnesi, Kjarnaskógur við Akureyri og Raggagarður í Súðavík eru líka þess virði að heimsækja og hreyfa litla kroppa. Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira
Þær Þórey Einarsdóttir og Anna Lísa Björnsdóttir eignuðust báðar tvö börn með 20 mánaða millibili. Þegar þær fóru að bera saman bækur sínar uppgötvuðu þær að flest foreldranámskeið voru haldin á óheppilegum tíma fyrir barnafjölskyldur. Þess vegna stofnuðu þær vefsíðuna kurz.is, til þess að bjóða foreldrum að taka uppeldisnámskeið á netinu þegar þeim hentar og á þeirra forsendum. Þá er hægt að nýta tímann betur. Núna er hægt að hjálpa þeim að láta námskeiðið verða að veruleika með því að kaupa það á Karolina Fund. Námskeiðið Að læra að skilja hegðun og líðan barnsins er kennt af Margréti Birnu og Hrund sálfræðingum og sérfræðingum í hegðun og líðan barna, unglinga og foreldra þeirra. Þær Þórey og Anna mæla með að nýta dagana vel í sumar með börnunum og settu saman lista yfir hugmyndir að gefandi og fjölskylduvænum samverustundum.Leikvellir og landakort Prentið út kort af ykkar bæjarfélagi og merkið inn leikvelli eða staði sem ykkur langar til þess að heimsækja. Útbúið nesti og leyfið börnunum að vera fararstjórar.Sull og bull Að hoppa í pollum er stórskemmtilegt fyrir alla aldurshópa. Ef veðrið er gott er hægt að búa til polla eða fara í fjöruna og sulla. Það er aldrei of seint að læra að fleyta kerlingar og jafnvel er hægt að æfa sig í að kasta steinum með tánum, það þjálfar skynþroskann hjá börnum og kennir þeim á líkamann.Fjársjóðsleit Að fara út með krukku og og rannsaka lífríkið undir steinum og í moldinni er góð skemmtun.Heimapartí Það getur verið gaman að halda bara partí heima. Til dæmis er skemmtilegt að halda furðufatatískusýningu með fjölskyldunni, byggja hús úr púðum og teppum og elda svo saman þar sem allir geta lagt sitt af mörkum.Lestur Lestur er frábær samverustund og það er mjög mikilvægt að börnin haldi lestri við í sumarfríinu.Bókasöfn og söfn Flest bókasöfn hringinn í kringum landið eru með skemmtileg barnahorn. Norræna húsið er enn fremur með æðislega aðstöðu fyrir börn. Garðarnir hjá Listasafni Einars Jónssonar og Ásmundarsafni eru skemmtilegir fyrir alla. Snæfellsstofa við Skriðuklaustur er með sérlega áhugaverða og fallega sýningu, Veraldarhjólið, sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar.Garðar og leikvellir Lystigarðurinn á Akureyri og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík bjóða upp á frábæra aðstöðu fyrir fjölskylduna. Bjössaróló í Borgarnesi, Kjarnaskógur við Akureyri og Raggagarður í Súðavík eru líka þess virði að heimsækja og hreyfa litla kroppa.
Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira