Bandaríski verslunarrisinn Costco opnar vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ í dag.
Opnunarinnar er vægast sagt beðið með mikilli eftirvæntingu en alls hefur verið sótt um 40 þúsund aðildarkort hjá versluninni hér á landi.
Það eru því allar líkur á því að mörg hundruð manns, ef ekki þúsundir, verði í Garðabænum nú í morgunsárið og freisti þess að gera góð kaup um leið og Costco opnar.
Vísir fylgist að sjálfsögðu grannt með, meðal annars í beinni útsendingu frá Kauptúni til að fanga stemninguna, heyra í fólkinu í röðinni og kíkja svo inn í búðina.
Hér að neðan má svo fylgjast með vakt Vísis vegna opnunarinnar.
Innlent
Tengdar fréttir
Björgunarsveitir standa vaktina við Costco
Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn.
Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“
Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni.
Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco
Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg.