Segir að bærinn hafi tekið tillit til sjónarmiða íbúa Baldur Guðmundsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Furugrund 3 hefur að stórum hluta staðið ónotað lengi. vísir/vilhelm „Staðreyndin er sú að það er búið að fækka fyrirhuguðum íbúðum þarna umtalsvert,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Fréttablaðið greindi í gær frá andstöðu íbúa í Snælandshverfi við breytingu aðalskipulags á reitnum þar sem Furugrund 3 stendur. Um er að ræða verslunarhúsnæði sem að mestu hefur staðið autt í níu ár. Áður var þar verslun Nóatúns og Snæland video. Tillaga er nú til meðferðar hjá bænum um að breyta húsnæðinu í íbúðir. Til stendur að hækka þakið og heimila allt að 12 íbúðir í húsinu. Í fréttinni gagnrýndu íbúar í hverfinu meðferð málsins og gáfu í skyn að þeir upplifðu samráðsferli við íbúa sem sýndarmennsku. Ármann bendir á móti á að vegna andstöðu íbúa hafi verið fallið frá hugmyndum um að heimila byggingu á 32 hótelíbúðum. „Það er alveg klárlega verið að taka tillit til sjónarmiða íbúa í þessum efnum,“ segir hann. Ármann bendir á að húsið hafi staðið autt lengi og að verslunarrekstur hafi þar illa þrifist. Hann upplifi að miklu meiri samstaða sé um að byggja þarna íbúðir en fram hafi komið í fjölmiðlum. „Okkur ber skylda til að sýna meðalhóf í okkar stjórnsýslu. Þetta er komið á þann stað að við getum ekki sagt nei við öllu.“ Heppilegra sé að hafa íbúðarhúsnæði á lóðinni – sem er við skóla og leikskóla – heldur en aðra starfsemi, sem óljóst er hverrar tegundar yrði. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Staðreyndin er sú að það er búið að fækka fyrirhuguðum íbúðum þarna umtalsvert,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Fréttablaðið greindi í gær frá andstöðu íbúa í Snælandshverfi við breytingu aðalskipulags á reitnum þar sem Furugrund 3 stendur. Um er að ræða verslunarhúsnæði sem að mestu hefur staðið autt í níu ár. Áður var þar verslun Nóatúns og Snæland video. Tillaga er nú til meðferðar hjá bænum um að breyta húsnæðinu í íbúðir. Til stendur að hækka þakið og heimila allt að 12 íbúðir í húsinu. Í fréttinni gagnrýndu íbúar í hverfinu meðferð málsins og gáfu í skyn að þeir upplifðu samráðsferli við íbúa sem sýndarmennsku. Ármann bendir á móti á að vegna andstöðu íbúa hafi verið fallið frá hugmyndum um að heimila byggingu á 32 hótelíbúðum. „Það er alveg klárlega verið að taka tillit til sjónarmiða íbúa í þessum efnum,“ segir hann. Ármann bendir á að húsið hafi staðið autt lengi og að verslunarrekstur hafi þar illa þrifist. Hann upplifi að miklu meiri samstaða sé um að byggja þarna íbúðir en fram hafi komið í fjölmiðlum. „Okkur ber skylda til að sýna meðalhóf í okkar stjórnsýslu. Þetta er komið á þann stað að við getum ekki sagt nei við öllu.“ Heppilegra sé að hafa íbúðarhúsnæði á lóðinni – sem er við skóla og leikskóla – heldur en aðra starfsemi, sem óljóst er hverrar tegundar yrði.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira