Háskólarektor minntist Birgis og Birnu við brautskráningu kandidata atli ísleifsson skrifar 18. febrúar 2017 16:07 Jón Atli Benediktsson í Háskólabíói fyrr í dag. háskóli íslands/Kristinn Ingvarsson Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, minntist Birgis Péturssonar og Birnu Brjánsdóttur við brautskráningu kandidata frá öllum deildum Háskóla Íslands í Háskólabíói fyrr í dag. Samanlagður fjöldi brautskráðra var 455 – 329 konur og 126 karlar. Birgir fórst í snjóflóði í Esjunni fyrr á árinu en hann hafði þá þegar skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði og hugðist útskrifast í dag.Einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms Jón Atli sagði að þegar upp væri staðið væri einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms fólginn í því að öðlast tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og verða betri manneskjur. „En við háskólafólk hljótum líka að viðurkenna í auðmýkt að margir af erfiðustu lærdómum lífsins verða ekki numdir í skólum heldur í sjálfu umróti mannlífsins og í glímu við duttlunga náttúrunnar. Fyrir skömmu skók sá atburður okkar litla samfélag að ung stúlka í blóma lífsins, Birna Brjánsdóttir, var numin brott með voveiflegum hætti og svipt lífi. Hún var rænd framtíð sinni, tekin burt frá foreldrum, ættingjum og vinum. Enginn Íslendingur var ósnortinn af þessum hörmulega atburði. Og skömmu síðar lögðu þrír félagar úr Háskóla Íslands upp í fjallgöngu á Esjuna. Snjóflóð hreif þá með sér, tveir björguðust en einn ungur maður, Birgir Pétursson, fórst. Birgir hafði skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði áður en lagt var upp í fjallgönguna örlagaríku og hugðist standa hér uppi á sviði til að samfagna með okkur í dag. Fyrir hönd Háskóla Íslands votta ég aðstandendum Birgis og Birnu innilega samúð mína. Ágætu kandídatar. Þessir átakanlegu atburðir kenna okkur að vera minnug þess að ekkert er sjálfgefið. Lífið er óendanlega dýrmæt en líka brothætt gjöf. Andspænis hinstu rökum tilverunnar finnum við til samkenndar, kærleika og mikilvægi samstöðunnar. Við skulum vera minnug þess að styrkur samfélagsins ræðst af því hvernig við komum fram við þá sem standa veikastir og höllustum fæti,“ sagði Jón Atli og vísaði svo í texta bandaríska tónlistarmannsins Bob Dylan við lagið Forever Young sem hann sýndi hvernig við gætum verið ung að eilífu með því að huga að þeim gildum sem sameina okkur á þroskabrautinni. Ávarp Jóns Atla má lesa í heild sinni á vef Háskóla Íslands. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, minntist Birgis Péturssonar og Birnu Brjánsdóttur við brautskráningu kandidata frá öllum deildum Háskóla Íslands í Háskólabíói fyrr í dag. Samanlagður fjöldi brautskráðra var 455 – 329 konur og 126 karlar. Birgir fórst í snjóflóði í Esjunni fyrr á árinu en hann hafði þá þegar skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði og hugðist útskrifast í dag.Einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms Jón Atli sagði að þegar upp væri staðið væri einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms fólginn í því að öðlast tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og verða betri manneskjur. „En við háskólafólk hljótum líka að viðurkenna í auðmýkt að margir af erfiðustu lærdómum lífsins verða ekki numdir í skólum heldur í sjálfu umróti mannlífsins og í glímu við duttlunga náttúrunnar. Fyrir skömmu skók sá atburður okkar litla samfélag að ung stúlka í blóma lífsins, Birna Brjánsdóttir, var numin brott með voveiflegum hætti og svipt lífi. Hún var rænd framtíð sinni, tekin burt frá foreldrum, ættingjum og vinum. Enginn Íslendingur var ósnortinn af þessum hörmulega atburði. Og skömmu síðar lögðu þrír félagar úr Háskóla Íslands upp í fjallgöngu á Esjuna. Snjóflóð hreif þá með sér, tveir björguðust en einn ungur maður, Birgir Pétursson, fórst. Birgir hafði skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði áður en lagt var upp í fjallgönguna örlagaríku og hugðist standa hér uppi á sviði til að samfagna með okkur í dag. Fyrir hönd Háskóla Íslands votta ég aðstandendum Birgis og Birnu innilega samúð mína. Ágætu kandídatar. Þessir átakanlegu atburðir kenna okkur að vera minnug þess að ekkert er sjálfgefið. Lífið er óendanlega dýrmæt en líka brothætt gjöf. Andspænis hinstu rökum tilverunnar finnum við til samkenndar, kærleika og mikilvægi samstöðunnar. Við skulum vera minnug þess að styrkur samfélagsins ræðst af því hvernig við komum fram við þá sem standa veikastir og höllustum fæti,“ sagði Jón Atli og vísaði svo í texta bandaríska tónlistarmannsins Bob Dylan við lagið Forever Young sem hann sýndi hvernig við gætum verið ung að eilífu með því að huga að þeim gildum sem sameina okkur á þroskabrautinni. Ávarp Jóns Atla má lesa í heild sinni á vef Háskóla Íslands.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira