Lúxusvandi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. desember 2017 07:00 Stundum er engu líkara en að á Íslandi ríki styrjaldarástand, slík eru stóryrðin í opinberri umræðu. Ef einungis væru lesnar fréttir og viðhorfsgreinar mætti halda að hér væri allt á hverfanda hveli. Gerspilltar ríkisstjórnir með Panamahöfðingja í broddi fylkingar. Núna með stuðningi svikulla vinstrimanna sem segja eitt en iðka annað. Kirkjunnar fólk sem fær milljónir í afturvirkar kauphækkanir. Dómsmálaráðherra sem situr sem fastast þrátt fyrir að dómstólar segi hana ekki hafa farið að lögum. Við þetta má svo bæta viðvarandi deilum um fiskveiðistjórnun, landbúnað, gjaldmiðil, spítala og nýja stjórnarskrá. Hvert stefnum við eiginlega ef ekki tekst að ná sátt um slík grundvallarmál? Þegar betur er að gáð er ekki allt sem sýnist. Á Íslandi ræður ríkisstjórn sem nýtur fordæmalauss stuðnings meðal landsmanna. Efnahagslífið er með blóma þótt vitaskuld séu blikur á lofti, hættumerki góðærisins sem við þekkjum öll frá fyrri tíð. Nánast hvergi á byggðu bóli ríkir meiri jöfnuður en á Íslandi, hvort sem litið er til eigna eða meðaltekna. Við búum við ágætt heilbrigðiskerfi og skólakerfið er gott á nánast alla mælikvarða, þótt auðvitað megi gera betur. Listir, menning og íþróttir blómstra svo eftir er tekið um lönd og álfur. Ísland er í fremstu röð í jafnréttismálum, þótt auðvitað þurfi alltaf að halda jafnréttisbaráttu áfram. Nýlegar væringar bera vott um það. Hér ríkir bæði málfrelsi og tjáningarfrelsi og öflugir fjölmiðlar eru starfræktir. Þrátt fyrir að sumir þeirra eigi það til að setja sig í hlutverk fórnarlambsins í þeim efnum. Raunveruleg og áþreifanleg vandamál á borð við styrjaldir og hungursneyð þekkjum við aðeins af afspurn. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir forsetann okkar eins og sumar mun stærri þjóðir, og leiðtogar okkar hafa heldur ekki farið í óþarfa uppreisn gegn Evrópusambandinu þvert á eigin hagsmuni líkt og hjá annarri þekktri stórþjóð. Nánast er sama hvar borið er niður. Ísland er öruggt land þar sem gott er að alast upp. Vandamál okkar eru í flestum samanburði fremur smávægileg – svokölluð fyrsta heims vandamál. Gleymum því þó ekki að hér í okkar litla landi er engu að síður fólk sem á um sárt að binda. Gerum okkar til að rétta þeirra hlut varanlega. Í landi þar sem stærstu vandamálin eru laun biskups og afleikur dómsmálaráðherra á enginn að þurfa að líða skort. Leggjum lúxusvandamálunum yfir hátíðirnar, hættum kvabbi og kveini, þökkum fyrir okkur og stefnum að því að fækka þeim sem verða út undan í okkar gjöfula samfélagi. Það er stærsta verkefni samtímans. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Stundum er engu líkara en að á Íslandi ríki styrjaldarástand, slík eru stóryrðin í opinberri umræðu. Ef einungis væru lesnar fréttir og viðhorfsgreinar mætti halda að hér væri allt á hverfanda hveli. Gerspilltar ríkisstjórnir með Panamahöfðingja í broddi fylkingar. Núna með stuðningi svikulla vinstrimanna sem segja eitt en iðka annað. Kirkjunnar fólk sem fær milljónir í afturvirkar kauphækkanir. Dómsmálaráðherra sem situr sem fastast þrátt fyrir að dómstólar segi hana ekki hafa farið að lögum. Við þetta má svo bæta viðvarandi deilum um fiskveiðistjórnun, landbúnað, gjaldmiðil, spítala og nýja stjórnarskrá. Hvert stefnum við eiginlega ef ekki tekst að ná sátt um slík grundvallarmál? Þegar betur er að gáð er ekki allt sem sýnist. Á Íslandi ræður ríkisstjórn sem nýtur fordæmalauss stuðnings meðal landsmanna. Efnahagslífið er með blóma þótt vitaskuld séu blikur á lofti, hættumerki góðærisins sem við þekkjum öll frá fyrri tíð. Nánast hvergi á byggðu bóli ríkir meiri jöfnuður en á Íslandi, hvort sem litið er til eigna eða meðaltekna. Við búum við ágætt heilbrigðiskerfi og skólakerfið er gott á nánast alla mælikvarða, þótt auðvitað megi gera betur. Listir, menning og íþróttir blómstra svo eftir er tekið um lönd og álfur. Ísland er í fremstu röð í jafnréttismálum, þótt auðvitað þurfi alltaf að halda jafnréttisbaráttu áfram. Nýlegar væringar bera vott um það. Hér ríkir bæði málfrelsi og tjáningarfrelsi og öflugir fjölmiðlar eru starfræktir. Þrátt fyrir að sumir þeirra eigi það til að setja sig í hlutverk fórnarlambsins í þeim efnum. Raunveruleg og áþreifanleg vandamál á borð við styrjaldir og hungursneyð þekkjum við aðeins af afspurn. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir forsetann okkar eins og sumar mun stærri þjóðir, og leiðtogar okkar hafa heldur ekki farið í óþarfa uppreisn gegn Evrópusambandinu þvert á eigin hagsmuni líkt og hjá annarri þekktri stórþjóð. Nánast er sama hvar borið er niður. Ísland er öruggt land þar sem gott er að alast upp. Vandamál okkar eru í flestum samanburði fremur smávægileg – svokölluð fyrsta heims vandamál. Gleymum því þó ekki að hér í okkar litla landi er engu að síður fólk sem á um sárt að binda. Gerum okkar til að rétta þeirra hlut varanlega. Í landi þar sem stærstu vandamálin eru laun biskups og afleikur dómsmálaráðherra á enginn að þurfa að líða skort. Leggjum lúxusvandamálunum yfir hátíðirnar, hættum kvabbi og kveini, þökkum fyrir okkur og stefnum að því að fækka þeim sem verða út undan í okkar gjöfula samfélagi. Það er stærsta verkefni samtímans. Gleðileg jól.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun