Hærra verð í nærliggjandi bæjarfélögum Haraldur Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Fasteignaverð í miðbænum er um 500 þúsund per fm2. vísir/anton brink Húsnæðisverð utan höfuðborgasvæðisins hefur hækkað um 20 prósent síðastliðna tólf mánuði. Í nýrri skýrslu Arion banka um íbúðamarkaðinn kemur fram að sú þróun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun í nágrannasveitarfélögum enda fleiri farnir að horfa til bæja á borð við Selfoss, Akranes og Reykjanesbæ. Í skýrslunni er bent á að ásett meðalfermetraverð á 3-4 herbergja íbúðum í fjölbýli hækkaði um 26 prósent á Akranesi og 22 prósent í Keflavík frá ágúst 2016 til janúar 2017. „Fermetraverðið í nágrannasveitarfélögunum er um og yfir 200 þúsund krónur í fjölbýli. Það er liggur við tvöfalt hærra í Reykjavík. Hækkun fasteignaverðs á þessum svæðum má rekja til þess sama og á við um landið í heild sinni, eða góður gangur í efnahagsmálum og að heimilin standa almennt vel fjárhagslega. Það er ágætt aðgengi að fjármagni í sögulegu ljósi en það sem hefur helst áhrif á þessi svæði er að það hefur svo lítið verið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.Konráð S. Guðjónsson„Það er augljóst að fjölgun íbúða er ekki í takt við fjölgun íbúa og eftirspurnina. Það virðist því vera að í fyrra hafi það átt sér stað með nokkuð kröftugum hætti að eftirspurnin á höfuðborgarsvæðinu hafi að einhverju leyti smitast út í nágrannasveitarfélögin,“ segir Konráð. Íbúðum í byggingu er almennt að fækka í stærri þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarinnar. Í skýrslu Arion segir að sú þróun eigi mögulega skýringar í minni umsvifum í íbúðabyggingu en einnig að hækkandi verð hafi leitt til þess að íbúðir hafi verið kláraðar fyrr. Þær íbúðir sem fari á sölu á þessu ári í Reykjanesbæ muni verða átta prósentum dýrari í lok ársins en ef þær hefðu farið á markað í byrjun þess. „Ef þú ætlar að búa á Selfossi og vinna í Reykjavík gerir þú það ekki nema þú fáir hagstæðara verð og það þarf að vega upp á móti tíma, bensínkostnaði og fleiru. Það hjálpar núna að bensínverð er frekar lágt á heimsmarkaði í hlutfalli við laun. Ef olíuverð hækkar á heimsmarkaði getur það haft áhrif á eftirspurn eftir húsnæði í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Það er kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um hækkun bensínverðs.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Húsnæðisverð utan höfuðborgasvæðisins hefur hækkað um 20 prósent síðastliðna tólf mánuði. Í nýrri skýrslu Arion banka um íbúðamarkaðinn kemur fram að sú þróun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun í nágrannasveitarfélögum enda fleiri farnir að horfa til bæja á borð við Selfoss, Akranes og Reykjanesbæ. Í skýrslunni er bent á að ásett meðalfermetraverð á 3-4 herbergja íbúðum í fjölbýli hækkaði um 26 prósent á Akranesi og 22 prósent í Keflavík frá ágúst 2016 til janúar 2017. „Fermetraverðið í nágrannasveitarfélögunum er um og yfir 200 þúsund krónur í fjölbýli. Það er liggur við tvöfalt hærra í Reykjavík. Hækkun fasteignaverðs á þessum svæðum má rekja til þess sama og á við um landið í heild sinni, eða góður gangur í efnahagsmálum og að heimilin standa almennt vel fjárhagslega. Það er ágætt aðgengi að fjármagni í sögulegu ljósi en það sem hefur helst áhrif á þessi svæði er að það hefur svo lítið verið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.Konráð S. Guðjónsson„Það er augljóst að fjölgun íbúða er ekki í takt við fjölgun íbúa og eftirspurnina. Það virðist því vera að í fyrra hafi það átt sér stað með nokkuð kröftugum hætti að eftirspurnin á höfuðborgarsvæðinu hafi að einhverju leyti smitast út í nágrannasveitarfélögin,“ segir Konráð. Íbúðum í byggingu er almennt að fækka í stærri þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarinnar. Í skýrslu Arion segir að sú þróun eigi mögulega skýringar í minni umsvifum í íbúðabyggingu en einnig að hækkandi verð hafi leitt til þess að íbúðir hafi verið kláraðar fyrr. Þær íbúðir sem fari á sölu á þessu ári í Reykjanesbæ muni verða átta prósentum dýrari í lok ársins en ef þær hefðu farið á markað í byrjun þess. „Ef þú ætlar að búa á Selfossi og vinna í Reykjavík gerir þú það ekki nema þú fáir hagstæðara verð og það þarf að vega upp á móti tíma, bensínkostnaði og fleiru. Það hjálpar núna að bensínverð er frekar lágt á heimsmarkaði í hlutfalli við laun. Ef olíuverð hækkar á heimsmarkaði getur það haft áhrif á eftirspurn eftir húsnæði í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Það er kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um hækkun bensínverðs.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira