Allt kapp lagt á leit að Arturi Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. mars 2017 19:45 Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. Um hádegisbil í dag voru voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út. Upphafsstaður leitarinnar er Kársnes í Kópavogi, en símagögn sem lögregla hefur aflað benda til þess að sími Arturs hafi verið þar nóttina sem hann hvarf. Leitað var í Kársnesi og meðfram strandlengjunni þar en leitarsvæðið nær allt frá Gróttu að Álftanesi. Leitað er í bátum, með drónum auk þess sem gengið er meðfram ströndinni. Þá var leit hafin í Öskjuhlíð seinnipartinn í dag. Fjölskylda og vinir Arturs tóku þátt í leitinni. Einnig tók þyrla landhelgisgæslunnar þátt í leitinni í dag. „Við erum emð símagögn sem sýna síma hans koma inn á farsímasendi í vesturbæ Kópavogs og við höfum miðað leitina 360 gráður út frá þeim sendi. Hóparnir eru búnir að fara yfir stóran hluta af þessum svæðum. Við bíðum nú eftir nánari símagögnum og þau koma vonandi fyrir kvöldið og segja okkur eitthvað annars tökum við stöðuna einhverntíman eftir kvöldmat,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson. Þann 28. febrúar tók Artur strætó í miðbæ Reykjavíkur úr Breiðholti þar sem hann býr. Hann tók út alla þá fjárhæð sem hann átti á reikningum sínum en mun sú fjárhæð hafa verið óveruleg að sögn lögreglu. Hann sást síðast á eftirlitsmyndavél í Lækjargötu. Tæplega þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í Kópavogi en eftir það slökknar á símanum. Artur hefur búið á Íslandi í um fimm ár. Tveir bræður Arturs búa einnig á Íslandi ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Ástæða þess að lögreglan fékk ekki leitarbeiðni fyrr en síðastliðinn fimmtudag, eða rúmri viku eftir að hann hvarf, er sú að fjölskylda hans vissi ekki að hann væri horfinn fyrir þann tíma en þau hafa ekki átt í miklum samskiptum við hann upp á síðkastið. Ásgeir segir að það geri lögreglunni erfiðara fyrir hve seint hún fékk upplýsingar um hvarfið. „Við erum með svolítið kalda slóð en það er ekkert til að draga úr okkur og við leggjum allt kapp á þetta mál,“ segir Ásgeir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðust þau telja nánast útilokað að um sjálfsvíg væri að ræða. Þau óttist að honum hafi verið unnið mein. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að rannsókn málsins og er enn verið að vinna úr gögnum úr síma og fartölvu Arturs. Guðmundur Páll Jónsson, sem stýrir rannsókn málsins, segir rannsókninni miða vel. „Við erum búin að staðsetja hann núna, hvar hann sást síðast, í vesturbæ Kópavogs og þar var leitað í dag og leitað fram eftir kvöldi," segir Guðmundur Páll. „Við erum að afla upplýsinga. Við erum að fá tölvupósta frá fólki úti í bæ og svo erum við að reyna að afla upptökum frá fyrirtækjum í vesturbæ Kópavogs. Ég vil endilega hvetja eigendur fyrirtækja sem eru með upptökur á sínum húsum að hafa samband við okkur svo við getum hugsanlega nýtt þær í rannsókn á þessu mannshvarfi.“ Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. Um hádegisbil í dag voru voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út. Upphafsstaður leitarinnar er Kársnes í Kópavogi, en símagögn sem lögregla hefur aflað benda til þess að sími Arturs hafi verið þar nóttina sem hann hvarf. Leitað var í Kársnesi og meðfram strandlengjunni þar en leitarsvæðið nær allt frá Gróttu að Álftanesi. Leitað er í bátum, með drónum auk þess sem gengið er meðfram ströndinni. Þá var leit hafin í Öskjuhlíð seinnipartinn í dag. Fjölskylda og vinir Arturs tóku þátt í leitinni. Einnig tók þyrla landhelgisgæslunnar þátt í leitinni í dag. „Við erum emð símagögn sem sýna síma hans koma inn á farsímasendi í vesturbæ Kópavogs og við höfum miðað leitina 360 gráður út frá þeim sendi. Hóparnir eru búnir að fara yfir stóran hluta af þessum svæðum. Við bíðum nú eftir nánari símagögnum og þau koma vonandi fyrir kvöldið og segja okkur eitthvað annars tökum við stöðuna einhverntíman eftir kvöldmat,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson. Þann 28. febrúar tók Artur strætó í miðbæ Reykjavíkur úr Breiðholti þar sem hann býr. Hann tók út alla þá fjárhæð sem hann átti á reikningum sínum en mun sú fjárhæð hafa verið óveruleg að sögn lögreglu. Hann sást síðast á eftirlitsmyndavél í Lækjargötu. Tæplega þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í Kópavogi en eftir það slökknar á símanum. Artur hefur búið á Íslandi í um fimm ár. Tveir bræður Arturs búa einnig á Íslandi ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Ástæða þess að lögreglan fékk ekki leitarbeiðni fyrr en síðastliðinn fimmtudag, eða rúmri viku eftir að hann hvarf, er sú að fjölskylda hans vissi ekki að hann væri horfinn fyrir þann tíma en þau hafa ekki átt í miklum samskiptum við hann upp á síðkastið. Ásgeir segir að það geri lögreglunni erfiðara fyrir hve seint hún fékk upplýsingar um hvarfið. „Við erum með svolítið kalda slóð en það er ekkert til að draga úr okkur og við leggjum allt kapp á þetta mál,“ segir Ásgeir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðust þau telja nánast útilokað að um sjálfsvíg væri að ræða. Þau óttist að honum hafi verið unnið mein. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að rannsókn málsins og er enn verið að vinna úr gögnum úr síma og fartölvu Arturs. Guðmundur Páll Jónsson, sem stýrir rannsókn málsins, segir rannsókninni miða vel. „Við erum búin að staðsetja hann núna, hvar hann sást síðast, í vesturbæ Kópavogs og þar var leitað í dag og leitað fram eftir kvöldi," segir Guðmundur Páll. „Við erum að afla upplýsinga. Við erum að fá tölvupósta frá fólki úti í bæ og svo erum við að reyna að afla upptökum frá fyrirtækjum í vesturbæ Kópavogs. Ég vil endilega hvetja eigendur fyrirtækja sem eru með upptökur á sínum húsum að hafa samband við okkur svo við getum hugsanlega nýtt þær í rannsókn á þessu mannshvarfi.“
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira