Köfurum í Silfru verður fækkað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 19:00 Sátt náðist á milli Þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, Umhverfisráðuneytisins, Samgöngustofu og aðila í ferðaþjónustu um hertari kröfur til að tryggja öryggi þeirra sem kafa í Silfru. Kröfurnar koma til með að fækka þeim sem stunda köfun í gjánni. „Silfra verður opnuð aftur á morgun klukkan átta.“ Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum að loknum fundi með ferðaþjónustuaðilum í Umhverfisráðuneytinu í dag. Gjánni var lokað á föstudag eftir banaslys, það fimmta frá árinu 2010. Í kjölfar slyssins lokaði þjóðgarðsvörður svæðinu á meðan hertari fyrirmæli yrðu settar um starfsemina á svæðinu. Alla helgina hefur Umhverfisráðuneytið, Samgöngustofa, Þjóðgarðsvörður og níu aðilar sem hafa starfsemi við Silfru fundað vegna málsins, en þjóðgarðsvörður sagði í fréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 í gær að þjóðgarðurinn myndi ekki leggja landsvæði sitt undir starfsemina nema fyrirtækin gangist undir hertari kröfur um öryggi. „Þessir fundir í gær og í dag, hafa skila mjög miklu. Það hefur verið samhljómur og sá skilningur að þetta sé sameiginlegt viðfangsefni að tryggja öryggi. Metnaður um betri þjónustu og á allan hátt að þjóðgarðurinn og köfunarfyrirtækin standa saman að þessu,“ sagði Ólafur í dag „Þetta hefur ekkert með fjárhagslega hluti að gera. Þarna varð slys sem þarf að taka á og það er mjög ánægjulegt að hið opinbera og við höfum sest niður og farið yfir þetta saman en að þetta sé ekki bara annar aðilinn að vinna heldur vinnum við þetta saman,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures sem er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á köfun í Silfru. Þjóðgarðurinn mun fylgjast með því að ferðaþjónustufyrirtækin fylgi þeim fyrirmælum sem sett voru í dag en þau eru í sex liðum. Meðal annars verður köfurum sem fylgja hverjum leiðsögumanni við köfun eða yfirborðsköfun fækkað og gerð verður krafa um að menn hafi reynslu af þurrbúningum og leggi fram gögn um andleg og líkamlegt heilbrigði. „Við ætlum að vera með eftirlit. Ekki allan daginn alla daga heldur tilviljanabundið,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þessar hertu öryggiskröfur komi til með að hafa áhrif á ásóknina í Silfru. Um fimmtíu þúsund manns stunduðu köfun eða yfirborðsköfun í gjánni á síðasta ári „Já þetta hefur áhrif á köfunina sérstaklega vegna þess að þar er þetta þrengt mjög mikið og mun örugglega fækka köfurum hjá fyrirtækjunum,“ sagði Ólafur. „Þetta hefur vissulega einhver áhrif á reksturinn. Við horfum ekki á þetta þannig. Við horfum á þetta til lengri tíma, að gera umhverfi Silfru þannig að það sér hægt að bjóða fólki, okkar viðskiptavinum, upp á að koma í Silfru um ókomna framtíð. Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Sátt náðist á milli Þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, Umhverfisráðuneytisins, Samgöngustofu og aðila í ferðaþjónustu um hertari kröfur til að tryggja öryggi þeirra sem kafa í Silfru. Kröfurnar koma til með að fækka þeim sem stunda köfun í gjánni. „Silfra verður opnuð aftur á morgun klukkan átta.“ Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum að loknum fundi með ferðaþjónustuaðilum í Umhverfisráðuneytinu í dag. Gjánni var lokað á föstudag eftir banaslys, það fimmta frá árinu 2010. Í kjölfar slyssins lokaði þjóðgarðsvörður svæðinu á meðan hertari fyrirmæli yrðu settar um starfsemina á svæðinu. Alla helgina hefur Umhverfisráðuneytið, Samgöngustofa, Þjóðgarðsvörður og níu aðilar sem hafa starfsemi við Silfru fundað vegna málsins, en þjóðgarðsvörður sagði í fréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 í gær að þjóðgarðurinn myndi ekki leggja landsvæði sitt undir starfsemina nema fyrirtækin gangist undir hertari kröfur um öryggi. „Þessir fundir í gær og í dag, hafa skila mjög miklu. Það hefur verið samhljómur og sá skilningur að þetta sé sameiginlegt viðfangsefni að tryggja öryggi. Metnaður um betri þjónustu og á allan hátt að þjóðgarðurinn og köfunarfyrirtækin standa saman að þessu,“ sagði Ólafur í dag „Þetta hefur ekkert með fjárhagslega hluti að gera. Þarna varð slys sem þarf að taka á og það er mjög ánægjulegt að hið opinbera og við höfum sest niður og farið yfir þetta saman en að þetta sé ekki bara annar aðilinn að vinna heldur vinnum við þetta saman,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures sem er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á köfun í Silfru. Þjóðgarðurinn mun fylgjast með því að ferðaþjónustufyrirtækin fylgi þeim fyrirmælum sem sett voru í dag en þau eru í sex liðum. Meðal annars verður köfurum sem fylgja hverjum leiðsögumanni við köfun eða yfirborðsköfun fækkað og gerð verður krafa um að menn hafi reynslu af þurrbúningum og leggi fram gögn um andleg og líkamlegt heilbrigði. „Við ætlum að vera með eftirlit. Ekki allan daginn alla daga heldur tilviljanabundið,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þessar hertu öryggiskröfur komi til með að hafa áhrif á ásóknina í Silfru. Um fimmtíu þúsund manns stunduðu köfun eða yfirborðsköfun í gjánni á síðasta ári „Já þetta hefur áhrif á köfunina sérstaklega vegna þess að þar er þetta þrengt mjög mikið og mun örugglega fækka köfurum hjá fyrirtækjunum,“ sagði Ólafur. „Þetta hefur vissulega einhver áhrif á reksturinn. Við horfum ekki á þetta þannig. Við horfum á þetta til lengri tíma, að gera umhverfi Silfru þannig að það sér hægt að bjóða fólki, okkar viðskiptavinum, upp á að koma í Silfru um ókomna framtíð.
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30
Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26
Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30