Eftirför á Reykjanesi: Rannsóknarlögreglumaður segir lögreglu og almenning hafa verið í hættu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 20. ágúst 2017 22:03 Ólafur Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að fólk hafi verið í mikilli hættu þegar bíl var veitt eftirför á Reykjanesbraut í kvöld. Eftirförin endaði með því að bíllinn keyrði á byggingu Keflavíkurflugvallar. Bílnum var ekið í gegnum hindrunarslá og rúður brotnuðu í flugstöðvarbyggingunni. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um glæfraakstur frá Reykjavík í átt að Reykjanesi. Lögregla hafði þá ekki upplýsingar um einstaklinginn sjálfan. Lögreglan mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann á 150 km hraða. „Við mætum honum á Reykjanesbraut á 150 og hefjum eftirför. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Ekur sem leið liggur í átt að Reykjanesbæ. Þar kemur inn í radar mótorhjól hjá okkur og leggur líka af stað í eftirför. Á þessum tímapunkti þá er eitt mótorhjól og tvær lögreglubifreiðar að elta hann og hann sinnir ekki stöðvunarmerkjum heldur ekur sem leið liggur í átt að flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir Ólafur. Lögreglubifreiðarnar reyndu að aka í veg fyrir bílinn til að stöðva hann ásamt því að reyna að þvinga hann af veginum. Það gekk ekki og áfram ók ökumaðurinn í átt að flugvellinum. Þegar bifreið mannsins var orðin óökuhæf stökk hann út úr bílnum og reif konu úr annarri bifreið sem hann síðan ók í átt að flugstöðinni. Ökumaðurinn ók á ógnarhraða að flugstöðinni, meðal annars á göngustíg, og ók meðal annars niður hindrunarslá. Ólafur segir gangandi vegfarendur hafa verið í talsverðri hættu þegar þangað var komið. Ökumaðurinn á þá að hafa kastað sér út úr bílnum þegar hann nálgaðist nýja anddyri flugstöðvarinnar. Bíllinn hafnaði á inngangi byggingarinnar, við komusalinn. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn hegðaði sér svona en að sögn Ólafs hefur maðurinn komið við sögu lögreglu áður. Ólafur segir að lögreglumenn hafi verið í hættu við eftirförina og að einn hafi orðið fyrir meiðslum, sá sem var kýldur. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun vegna ástands. Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á háskalegri eftirför á Reykjanesbrautinni í kvöld er að hefjast. 20. ágúst 2017 21:21 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Ólafur Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að fólk hafi verið í mikilli hættu þegar bíl var veitt eftirför á Reykjanesbraut í kvöld. Eftirförin endaði með því að bíllinn keyrði á byggingu Keflavíkurflugvallar. Bílnum var ekið í gegnum hindrunarslá og rúður brotnuðu í flugstöðvarbyggingunni. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um glæfraakstur frá Reykjavík í átt að Reykjanesi. Lögregla hafði þá ekki upplýsingar um einstaklinginn sjálfan. Lögreglan mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann á 150 km hraða. „Við mætum honum á Reykjanesbraut á 150 og hefjum eftirför. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Ekur sem leið liggur í átt að Reykjanesbæ. Þar kemur inn í radar mótorhjól hjá okkur og leggur líka af stað í eftirför. Á þessum tímapunkti þá er eitt mótorhjól og tvær lögreglubifreiðar að elta hann og hann sinnir ekki stöðvunarmerkjum heldur ekur sem leið liggur í átt að flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir Ólafur. Lögreglubifreiðarnar reyndu að aka í veg fyrir bílinn til að stöðva hann ásamt því að reyna að þvinga hann af veginum. Það gekk ekki og áfram ók ökumaðurinn í átt að flugvellinum. Þegar bifreið mannsins var orðin óökuhæf stökk hann út úr bílnum og reif konu úr annarri bifreið sem hann síðan ók í átt að flugstöðinni. Ökumaðurinn ók á ógnarhraða að flugstöðinni, meðal annars á göngustíg, og ók meðal annars niður hindrunarslá. Ólafur segir gangandi vegfarendur hafa verið í talsverðri hættu þegar þangað var komið. Ökumaðurinn á þá að hafa kastað sér út úr bílnum þegar hann nálgaðist nýja anddyri flugstöðvarinnar. Bíllinn hafnaði á inngangi byggingarinnar, við komusalinn. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn hegðaði sér svona en að sögn Ólafs hefur maðurinn komið við sögu lögreglu áður. Ólafur segir að lögreglumenn hafi verið í hættu við eftirförina og að einn hafi orðið fyrir meiðslum, sá sem var kýldur. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun vegna ástands.
Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á háskalegri eftirför á Reykjanesbrautinni í kvöld er að hefjast. 20. ágúst 2017 21:21 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01
Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á háskalegri eftirför á Reykjanesbrautinni í kvöld er að hefjast. 20. ágúst 2017 21:21