Lokakappræður Macron og Le Pen: Hnattvæðing og hryðjuverk í brennidepli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 23:30 Kappræðurnar í kvöld voru síðasta tækifæri beggja frambjóðenda til þess að sannfæra franska kjósendur. Vísir/EPA Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Emmanuel Macron tókust á í kvöld í lokasjónvarpskappræðum fyrir frönsku forsetakosningarnar sem haldnar verða á laugardaginn, 7. maí. Þar bar hæst umræða frambjóðandanna um stöðu Frakklands í alþjóðasamfélaginu, hnattvæðingu og hryðjuverk. Fyrstu kannanir gefa til kynna að Frökkum hafi þótt Macron meira sannfærandi í kappræðunum. Í kappræðunum lagði Le Pen áherslu á að gera mikið úr bakgrunni Macron og fyrrum starfa hans sem bankamaður og stuðningi hans við „gegndarlausa hnattvæðingu“. Hún sagði Macron í raun vera „glottandi bankamann.“Herra Macron er frambjóðandi hnattvæðingar sem er án hafta, Uber-væðingar, félagslegrar grimmdar, og slátrunar efnahagslegra hagsmuna Frakklands fyrir stórfyrirtæki. Þá lagði hún mikið upp úr því að spyrða Macron við núverandi forseta landsins, Francois Hollande, en hann er meðal óvinsælustu forseta í sögu Frakklands. Macron var efnahagsráðherra í ríkisstjórn Hollande um skamman tíma. Að sama skapi sakaði Macron hana um að leggja ekki á borðið neinar lausnir, heldur einungis benda á það sem illa hefði farið í Frakklandi. Aðferðir þínar miðast við að segja fullt af lygum, halda þig einfaldlega við að benda á það sem er ekki að ganga upp í landinu og ala þannig á ótta í hjörtum Frakka. Le Pen sakaði Macron jafnframt um að gefa hættunni af hryðjuverkum íslamskra öfgamanna, ekki nægilegan gaum. Macron svaraði því fullum hálsi og líkti Le Pen við snákaolíusölumann, þegar hann gagnrýndi tillögur Le Pen um lokun landamæra Frakklands. Fyrstu skoðanakannanir á frammistöðu frambjóðandanna í kappræðunum, benda til þess að Macron hafi farið með nauman sigur af hólmi. Samkvæmt könnun BFM sjónvarpsstöðvarinnar, þóttu 63 prósentum Frakka, sem að Macron hefði verið meira sannfærandi í kvöld. Báðir frambjóðendur hafa nú róið að því öllum árum að fá óákveðna kjósendur til þess að kjósa sig og var Le Pen til að mynda sökuð um að hafa stolið hluta úr ræðu Francois Fillon, frambjóðenda Repúblikana.Kannanir benda flestar til stórsigurs Macron í kosningunum, sem fara fram á laugardaginn, en forsetaframbjóðendur Repúblikana og Sósíalista hafa hvatt stuðningsmenn sína til þess að styðja Macron, til að halda Le Pen frá völdum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Emmanuel Macron tókust á í kvöld í lokasjónvarpskappræðum fyrir frönsku forsetakosningarnar sem haldnar verða á laugardaginn, 7. maí. Þar bar hæst umræða frambjóðandanna um stöðu Frakklands í alþjóðasamfélaginu, hnattvæðingu og hryðjuverk. Fyrstu kannanir gefa til kynna að Frökkum hafi þótt Macron meira sannfærandi í kappræðunum. Í kappræðunum lagði Le Pen áherslu á að gera mikið úr bakgrunni Macron og fyrrum starfa hans sem bankamaður og stuðningi hans við „gegndarlausa hnattvæðingu“. Hún sagði Macron í raun vera „glottandi bankamann.“Herra Macron er frambjóðandi hnattvæðingar sem er án hafta, Uber-væðingar, félagslegrar grimmdar, og slátrunar efnahagslegra hagsmuna Frakklands fyrir stórfyrirtæki. Þá lagði hún mikið upp úr því að spyrða Macron við núverandi forseta landsins, Francois Hollande, en hann er meðal óvinsælustu forseta í sögu Frakklands. Macron var efnahagsráðherra í ríkisstjórn Hollande um skamman tíma. Að sama skapi sakaði Macron hana um að leggja ekki á borðið neinar lausnir, heldur einungis benda á það sem illa hefði farið í Frakklandi. Aðferðir þínar miðast við að segja fullt af lygum, halda þig einfaldlega við að benda á það sem er ekki að ganga upp í landinu og ala þannig á ótta í hjörtum Frakka. Le Pen sakaði Macron jafnframt um að gefa hættunni af hryðjuverkum íslamskra öfgamanna, ekki nægilegan gaum. Macron svaraði því fullum hálsi og líkti Le Pen við snákaolíusölumann, þegar hann gagnrýndi tillögur Le Pen um lokun landamæra Frakklands. Fyrstu skoðanakannanir á frammistöðu frambjóðandanna í kappræðunum, benda til þess að Macron hafi farið með nauman sigur af hólmi. Samkvæmt könnun BFM sjónvarpsstöðvarinnar, þóttu 63 prósentum Frakka, sem að Macron hefði verið meira sannfærandi í kvöld. Báðir frambjóðendur hafa nú róið að því öllum árum að fá óákveðna kjósendur til þess að kjósa sig og var Le Pen til að mynda sökuð um að hafa stolið hluta úr ræðu Francois Fillon, frambjóðenda Repúblikana.Kannanir benda flestar til stórsigurs Macron í kosningunum, sem fara fram á laugardaginn, en forsetaframbjóðendur Repúblikana og Sósíalista hafa hvatt stuðningsmenn sína til þess að styðja Macron, til að halda Le Pen frá völdum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira